Þá virðist sem gamli sósíalistinn Lula muni ekki ná hreinum meirihluta í kosningunum í Brasilíu. Það þýðir að hann mun keppa við einhvern hægri frambjóðenda í seinni hluta kosninganna. Það verður þó að teljast líklegt að Lula vinn sigur þá. Líklegur andstæðingur hans í kosningunum er Jose Serra, sem Cardoso, núverandi forseti studdi.
Það er þó nokkuð ljóst að Cardoso hefur náð sæmilegum árangri á sínum tíma. Hann tók upp nýjan gjaldmiðil og honum tókst að ná niður verðbólgunni. Honum hefur þó lítið tekist að vinna á vandamálum fátæktarinnar, sem er jafnslæm og áður.
Samkvæmt kenningum Múrsmanna þá munu sennilega öll vandamál landsins leysast, enda eru öll vandræði landa í Suður Ameríku annaðhvort hægrisinnuðum stjórnmálamönnum, Bandaríkjunum eða Alþjóðastofnunum að kenna. Ég vona þó innilega að Lula takis að koma þessu landi í betra ástand enda varð ég mjög hrifinn af landi og þjóð þegar ég ferðaðist þar um fyrir nokkrum árum.
Allavegana, þá ætlaði ég ekki að tala um þetta, heldur mundi ég allt í einu eftir bókinni The Mystery of Capital: Why Capitalism eftir Hernando De Soto. Undirtitill bókarinnar er: Af hverju kapítalismi virkar í hinum vestræna heimi en mistekst alls staðar annars staðar? De Soto er perúskur hagfræðingur. Hann tók sig til og mat það hversu mikils virði eignir fátæks fólks í heiminum væru. Ég man ekki töluna, sem hann fann út, þar sem bókin er kominn oní kassa á leið til Íslands, en hún var gríðarlega há. De Soto kemst að þeirri niðurstöðu að eitt af undirstöðu vandamálum fátækari ríkja sé sá að eignarétturinn sé illa skilgreindur.
Margir halda því oft fram að fátækt fólk í löndum einsog Brasilíu geti varla bjargað sér og að eina leiðin til að hjálpa sé að senda peninga eða matargjafir. Það er hins vegar stór misskilningur. Ég veit ekki hvort fólk geri sér almennt grein fyrir því, en fátækt fólk í löndum einsog Brasilíu er eitthvað það framtaksmesta í heiminum. Eina, sem maður þarf að gera, til að sannfærast um þetta er að fara í rútuferð um landsbyggðina. Á hverju stoppi safnast fullt af fátæku fólki hjá rútunni og reynir að selja manni alls kyns dót, hvort sem það eru handunnir minjagripir eða sælgæti, en þessi sala er oftast ólögleg vegna þess að fólkið borgar engan söluskatt.
De Soto skrifar að aðalvandamál þessa fólks sé að eignarétturinn sé illa skilgreindur. Þannig að það sé til dæmis ómögulegt fyrir fólk að taka sér veðlán á húsinu sínu, vegna þess að húsin eru oftast ekki skráð neins staðar. Jafnvel þótt að húsin séu í fátækum hverfum, þá eru þau, samanlagt, mikils virði. Ef að fólk gæti tekið veðlán, þá gæti það fengið pening, sem það gæti notað til að fjárfesta í sinni eigin atvinnustarfsemi. Þetta myndi leiða til þess að vinna þessa fólks væri lögleg (sem hún ætti auðvitað að vera), það myndi borga sína skatta og ætti að geta rekið sitt litla fyrirtæki til góðs fyrir fjölskylduna.
Það sýnir sig nefnilega að jafnvel í löndum einsog Kúbu, þar sem sósíalismi er (að minnsta kosti að nafninu til) stundaður, að kraftur einkaframtaksins er gríðarlega sterkur í fólki. Þar var fyrir nokkrum árum heimahúsum leyft að taka á móti ferðamönnum, bæði í mat og gistingu. Auðvitað vildi strax fjöldinn allur af fólki setja upp slíka staði og borðaði ég oft í notalegum heimahúsum þegar ég heimsótti eyjuna.
De Soto nefnir einnig að reglugerðir geri fátæku fólki, sem vill stofna fyrirtæki, lífið leitt. Þannig tók það aðstoðarmenn De Soto 2 ár og yfir 100 heimsóknir á hinar ýmsu ríkisskrifstofur bara til þess eins að fá leyfi fyrir litlu kaffihúsi.
Ef þessu fólki væri auðveldað lífið aðeins, með því að skilgreina eignarétt þeirra og með því að fækka tilgangslausum reglugerðum, gæti kraftur eignaframtaksins svo sannarlega hjálpað mörgu fólki uppúr vonleysi fátæktarinnar.
Talandi um Lúlla karlinn, þá var ég einmitt að heyra viðtal við forstjóra eins af “stórfyrirtækjunum” sem hafa stutt hann og hann hélt því fram að það sem Lúlli hefði fram að færa væri neo-keynesismi :confused:
Reyndar virðast samt flestir vera sammála um það að enginn hafi kjarkinn, viljann og völdin til að taka á vandamálum Brasilíu.
Annað, með skrifræðið sem stoppar allt í sumum fátækum löndum. Þróunin hefur verið sumstaðar nokkuð merkileg, m.a. í Marokkó, þar sem fólk sem hefur flutt til Evrópu/USA og búið þar en snúið svo aftur er öflugasti þrýstihópurinn fyrir “skrifræðisumbótum”. Þannig verður fólk sem er vant vestrænum standördum til þess að silaleg stjórnvöld fara að taka til hjá sér. Þetta hefur fjölgað “one-stop” skrifstofum í löndum þar sem þetta hefur gerst.
Að lokum einn punktur með Brasilíu sem er kannski mjög táknrænt dæmi. Landið er náttúrulega hrikilega stórt og því er samgöngukerfið mjög dýrt. Það sem hefur gerst síðustu áratugina er að samgöngukerfið hefur verið byggt upp – en engu haldið við. Þannig eru þjóðvegir stórhættuleg þvottabretti en samt oft eina samgönguleiðin, því ekki hafa t.d. járnbrautir eða önnur “varanlegri” samgöngukerfi byggð.
Það sem maður nú lært á leiðinni milli Rvk og Hfj, bara með því að hlusta á BBC :biggrin2:
Sat fyrirlestur hja Anthony Giddens og George Soros adan. Soros vildi meina ad rikisstjorn Brasiliu hefdi gert mjog goda hluti. Their hefdu hlytt IMF en a sama tima byggt upp felagslega innvidi i landinu.
Vandamalid virdist vera ad thetta dugar hreinlega ekki til ad na fram hagvexti. Helsta vandamalid hlytur natturulega ad vera ad throunarlond geta ekki fengid lan i eigin gjaldmidli fra althjodlegum gjaldeyrismorkudum. Vegna thessa reynist them erfitt ad fara gegn hagsveiflum med hagstjornaradferdum sinum.
Soros kom lika med mjog godan punkt og laet eg hann flakka: “The main source of poverty is bad government and location. Countries can’t do much about their location but developed countries should encourage good governance through incentives.”