Besta blað í heimi, The Economist, fjallar í nýjasta heftinu um kosningarnar í Brasilíu og væntanlegan sigur Lula da Silva. Greinin fjallar á mjög jákvæðan hátt um þann ágæta árangur, sem Fernando Cardoso náði í embætti en honum tókst meðal annars að láta verðbólguna hverfa, lækka ungbarnadauða umtalsvert og skipta upp landi þannig að 600.000 fátækir bændur fengu sitt eigið land.
Mörg vandamál Brasilíu eru tilkomin vegna þess að ríkisstjórar landsins hafa eytt langt um efni fram. Cardoso vann á þessu vandamáli með því að neyða þá til að hafa stjórn á fjármálum sínum.
Þrátt fyrir þetta þá bendir blaðið auðvitað á að það sé margt óunnið. Það er nauðsynlegt fyrir Lula að halda áfram á sömu braut og Cardoso í efnahagsmálum, enda hefur mikið áunnist. Blaðið fjallar einnig um ótta fjárfesta við Lula og segir þar.
Svo er spurning hvort að Lula verði kannski einsog Hugo Chavez, sem hefur reynt að styrkja tengsl lands síns við Kúbu á kostnað samskipta við Bandaríkjanna en hefur engum árangri náð í efnahagsmálum (Lula er góður vinur Chavez og Castro). Eða verður Lula kannski einsog Carlos Menem, sem var í framboði fyrir vinstri flokk (Perónista í Argentínu) en stundaði mikinn markaðsbúskap í embætti.
Vonandi nær Lula betri árangri en þeir menn skiluðu.