Sverrir Jakobsson, sem skrifar á Múrinn og eigin heimasíðu fjallar um kosningarnar í Brasilíu og kvartar yfir því að Mogginn sé eitthvað á móti hinum endurfædda sósíalista Lula da Silva. Hann endar stutta færslu sína á þessum orðum. (ég vona að hann verði ekki fúll þótt ég vitni beint í hann:
Ég hef nokkrar athugasemdir við þessa færslu:
Í fyrsta lagi var efnahagsstefna Hernando Cardoso vel heppnuð. Honum tókst að koma niður verðbólgunni og minnka að einhverju leyti fátækt í landinu. Hann bætti heilbrigðiskerfið og nú fara í fyrsta skipti nær öll brasilísk börn í skóla. Honum hefur tekist betur upp en nokkrum forseta landsins.
Í öðru lagi þá þröngvar Alþjóðabankinn ekki efnahagsumbótum uppá lönd. Hann kemur löndum, sem hafa komið sér í vandræði, til aðstoðar með lánum. Eðlilega setur Alþjóðabankinn skilyrði fyrir lánunum í stað þess að ausa peningum í óábyrga stjórnmálamenn. Þessi ráð hafa auðvitað reynst misvel enda eru hagfræðingar ekki fullkomnir frekar en sagnfræðingar.
Í þriðja lagi, þá var Lula kosinn fyrst og fremst vegna þess að hann er ekki eins róttækur og hann var. Hann hefur til að mynda lofað að hann muni ekki breyta efnahagsstefnu Cardoso. Það var fyrst og fremst útaf því, sem fólk treysti honum loks til að stjórna landinu.
Það sýnir líka árangur Cardoso að hann er ennþá mjög vinsæll í landinu. Hann gat þó ekki boðið sig fram aftur vegna takmarkana á setu forseta í embætti.
Það er vonandi að Lula verði farsæll í embætti en það mun honum aðeins takast ef hann heldur áfram á sömu braut og Cardoso í efnahagsmálum.
Ég hef smávægilega athugasemd við ,,annað lagið þitt!”
Hafa ber í huga að World Bank og IMF eru ,,a lender of last resort” þ.e. þau lönd sem leita til bankans hafa engra annara kosta völ. Og við vitum öll að sú aðstoð sem bankinn býður er eitt heitasta pólítiska deilumálið í heiminum í dag, sitt sýnist hverjum.
Og jafnvel þótt við viljum trúa að þessar stofnanir vilji vel í dag, þá hefur bankinn sjálfur viðurkennt að þeirra ,,agenda” hefur oft verið annað en að stuðla að umbótum í þeim þriðjaheimsríkjum sem leituðu á náðir bankans.
Síðan má ekki gleyma að skjólstæðinarnir eru fullvalda ríki og Bretton Woods stofnanirnar hafa ítrekað traðkað á og yfir þann rétt sem í því felst.
Bara ef Sverrir Jakobsson væri ekki jafn lélegur í hagfræði og fótbolta.
Það hefur samt verið sagt að hvorki Lula, né aðrir frambjóðendur hafi kjarkinn, viljann og völdin sem þarf til að hreinsa til í landinu.
Greinin sem þú bentir á í Economist er mjög fín og bendir á þau vandamál sem að steðja, spilling og ósveigjanlegur vinnumarkaður, svo eitthvað sé nefnt. Þarna hefur þingið stoppað Cardosa oft og Lula er ekkert líklegri til að ná árangri.
Það sem hann virðist aðallega hafa gert er að toppa allt sem hinir hafa lofað. Hvernig hann ætlar að ná að gera það verður fróðlegt að sjá.
Menn virðast vera sammála um að fyrst um sinn muni hann vera mjög passasamur í allir peningamálastjórnun en samt er ómögulegt að segja til um það.
Reyndar fannst mér mjög góður punktur í Economist með samlíkinguna við Spán. Cardosa hefur viljað sjá Brasilíu eftir lýðræðisvæðinguna ná sama árangri og Spánn náði eftir Franco. Það sem hinsvegar varð til þess að Spánn náði sínum árangri var að miklu leyti að þakka breytingum sem gerðar voru undir stjórn “sósíalista” (með stórum gæsalöppum). Hvort Lula nái að keyra málin í gegn er spurning. Hann hinsvegar mun líklegast halda áfram því verki sem Cardosa hefur verið að vinna.
Merkilegt þótti mér líka að lesa að Lula hefði mest fylgi meðal millistéttarinnar en ekki meðal fátækra, þar var eftirmaður Cardosa vinsælastur og center-right flokkar.
Og talandi um vinstrimanninn Lula, þá rekur einmitt Economist hvernig PT er ekki vinstriflokkuð í klassískum skilningi (með tengsl við Moskvu/Beijing/Kúbu) heldur lýðræðislegur vinstriflokkur.
Ég skrifa alltof mikið í þessi “ummæli” :blush: