Ég er kannski farinn að endurtaka sjálfan mig varðandi þessi skrif um Brasilíu. Hins vegar verð ég að svara þeirri vitleysu, sem Steinþór Heiðarsson skrifar á Múrinn í morgun. Pistillinn heitir hvorki meira nér minna en: Stórsigur Lula – afhroð frjálshyggjumanna í Brasilíu. Þar segir m.a.
Þetta er svo mikið bull að það er ekki fyndið. Lula naut aldrei mikils stuðnings meðal brasilísku þjóðarinnar þangað til snemma á þessu ári þegar hann hét því að hann myndi EKKI breyta um efnahagsstefnu. Hann hefur m.ö.o. lofað að halda áfram þeirri frjálshyggjustefnu í efnahagsmálum, sem Cardoso hefur staðið fyrir hingað til.
Einnig skrifar Steinþór:
Þarnar hefði Steinþór átt að kynna sér betur staðreyndir málsins. Ég bendi á þessa mynd úr síðasta hefti The Economist. Ég ætla ekki að fara að verja þá hrikalegu misskiptingu auðs, sem ríkir í Brasilíu (mig minnir að Brasilíu sé með mestu misskiptingu auðs í heimi, eða var það Mexíkó?). Hins vegar er hún auðvitað ekki tilkomin á tímum Cardoso. Staðreyndin er sú að hann hefur gert mest allra forseta landsins til að bæta stöðu fátækra. Cardoso naut til að mynda meiri stuðnings meðal fátækra heldur en sósíalistinn Lula. Það var millistéttin, sem studdi Lula. Cardoso lækkaði ungbarnadauða, sendi fleiri börn í skóla og bætti aðbúnað í fátækrahverfum. Mér þætti gaman ef Steinþór gæti bent á þennan “niðurskurð í samfélagslegum verkefnum”, sem Cardoso á að hafa staðið fyrir.
Ég held að Steinþór ætti að kynna sér málin aðeins betur áður en hann lýsir stoltur yfir sigri sósíalismans í Brasilíu.