Núna ertu hjá mér…

Hvenær var það gert að skyldu að spila “Nínu” með Eyva og Stefáni Hilmars á íslenskum skemmtistöðum?

Ég fór tvisvar á djammið um helgina og bæði kvöldin var lagið spilað, á Sólon og Hverfisbarnum. Dan vinur minn skildi ekki upp né niður þegar hann var að djamma hérna fyrir nokkrum vikum og Nína var spiluð. Einhvern veginn sé ég ekki fyrir mér að fólk inná Circus í Chicago myndi allt í einu hætta að dansa og byrja þess í stað að taka undir með Careless Whisper eða einhverju álíka lagi. Þannig að það er kannski ekki skrítið að hann hafi orðið hissa.

Þetta er allavegana skrítin hefð 🙂

Talandi um tónlist, þá finnst mér nýja Quarashi lagið, Mess It Up, æðislega skemmtilegt. Þeir eru langbestir þegar þeir halda sér frá rokkinu. Og hananú!

6 thoughts on “Núna ertu hjá mér…”

  1. Ertu ekki að grínast! Sacrilege! Að dissa það að spila Nínu náttla gengur ekki! BARA gott lag :biggrin2: Vonandi verður það tekið nokkrum sinnum í Eyjum um helgina

  2. Ha, nei! Ég var alls ekki að dissa Nínu. Bara að velta fyrir mér þessari skringilegu hefð. Ég tek alltaf vel undir þegar lagið er spilað 🙂

  3. Ok þá er þér (kannski) fyrirgefið 🙂 Mér hefur amk ekki sýnst fólki leiðast mikið á Hverfisbarnum þegar þetta lag er tekið

  4. ég einmitt skil þetta ekki heldur. Svo er líka merkilegt hvernig crowdið öskrar alltaf jafn mikið þegar að Justin Timberlake er spilaður. Eins og djammið byrji ekki fyrr en að hann sé spilaður.

    Það toppar þó ekkert um páskana þegar að Eyvi og Stebbi mættu á Hverfis, stóðu uppá borði og sungu þetta yfir instrumental útgáfu af laginu. Fóru á milli staða og sungu þetta. Mjög fyndið.

  5. Jamm, Timberlake öskrið er magnað!

    Svo held ég líka örugglega að Crazy in Love hafi verið spilað 15 sinnum á Hverfis á laugardaginn. Allavegana virkar það þannig í minningunni (reyndar er minnið ekkert alltof gott) 🙂 Samt fínt lag sko.

  6. hey það er idol í skólanum mínum og ég áhvað að taka lagðið nínu það er svo gott lag en vandinn er að mer vantar undirspilið og ég ætlaði að gá hvort þú gætir reddað mer því ef þú getur reddað mer undirspilinu þá bara besti þakkir frá daníel guðmundssini e-mailið mitt er
    danni_cool9@hotmail.com
    😉 🙂 🙂 😉 :biggrin2:

Comments are closed.