Vá, hvað þessi grein á Deiglunni er mikil snilld: Einhleyp(ur) um jólin. Án efa besta grein, sem ég hef lesið á Deiglunni. Ég stó mig að því að skella uppúr nokkrum sinnum.
Þegar haldið er svo til dæmis í jólaboðin komum við einhleypu oftar en ekki í bíl með foreldrum okkar og sitjum aftur í spennt niður í sætin eins og börn. Pörin koma hins vegar saman á litlum Toyota Corolla-bílum skælbrosandi og sæl.
Vá, hvað þetta er fyndin grein. Þið verðið að lesa hana It’s so funny because it’s true. Ég upplifið það í fyrra að fara í jólaboð single eftir að hafa verið með sömu stelpunni í þessum boðum í fjögur ár. Það var martröð líkast. Í útlöndum væru menn farnir að ókyrrast yfir því að vera ekki giftir um 35, en hérna gerist það þegar fólk verður 22. Jedúddamía…
Annars eru jólin allt öðruvísi þegar maður er single. Einhvern veginn nenni ég ekki að eyða neinum tíma í jólagjafainnkaup, heldur rýk inn og út úr verslunum á mettíma. Einnig sé ég mig ekki standa í miðri stofunni, skreytandi jólatréið. Fyrr held ég að ég myndi gráta mig í svefn heldur en að standa í slíkum stórræðum.
Annars ætla ég bara að njóta þeirra kosta, sem fylgja því að vera single um þessi jól, það er að geta legið uppí sófa og spilað í xbox án þess að hafa neitt samviskubit yfir því að ég sé ekki að gera eitthvað skemmtilegt með hinum aðilanum.
Þessi Guðfinnur ætti að skrifa oftar á Deigluna!
Ég var nú einhleypur vel lengi og ekki lagðist ég út í horn skælandi. Mér fannst þetta bara algjör vælugrein! Svona manna sig upp og ekki taka inn á sig það sem aðrir segja.
Held meira að segja að þessi hugsunarháttur sem þarna kemur fram geri meira úr kommentum fjölskyldu en efni eru til. Búið að búa til eigin vítahring þarna!
Margir skemmtilegir punktar í þessum pistli.
Ég verð aftur á móti að segja að það er miklu hollara fyrir líkama og sál að “af-jóla” sig, sé maður fastur í þessari geðveiki sem tilheyrir jólunum.
Ég hef aldrei tekið jólin svona nærri mér einsog langflestir virðast gera. Ég gef þrjár jólagjafir og tek upp þrjár á aðfangadag. Ég var að fatta áðan að ég á eftir að skrifa á jólakortin. Ég keypti 8 saman í pakka af Amnesty og sé fram á að eiga einhvern afgang.
Ég reyndar hef aldrei verið jafn langt frá því að vera í “jólaskapi” held ég og einmitt í ár. Ég held hinsvegar að aðalspurningin sé ekki hvort þú ert single eða “ein(n) af þeim”, heldur hvort þú sér ofurseld(ur) geðveikinni í kringum þetta jólaklikkelsi.
Ég held að ég þurfi að mæta í tvö jólaboð, sem ætti ekki að ofgera manni. Ég vorkenni þeim sem þurfa að mæta jafnvel í 2-3 sama daginn!
Það er einmitt eitt bjútíið við að vera single, maður sleppur við skyldujólaboð “hins aðilans” og hver vill hafa þeim fleiri? 😉
Jólin eiga að vera langþráður tími fyrir sjálfan sig til að liggja upp í sófa með bók, hanga í tölvunni, endurskipulegga vídjósafnið, skrifa smásögur eða hvað það nú er sem hver og einn hefur trassað að gera – fyrir sjálfa(n) sig – allt árið. 🙂
Ég held nú reyndar að það sé mun gáfulegra að hafa minni áhyggjur af því að vera singul heldur en að “af-jóla” sig. Held að það sé verið að horfa á vitlausan enda á orsök-> afleiðing pælingunni.
Strumpakveðjur 🙂
Hey, þetta átti nú ekkert að vera neitt kvart yfir því að vera singúl yfir jólin 🙂 Var bara að tala um hvernig hlutirnir eru öðruvísi. Og svo fannst mér greinin fyndin, hvort sem það var einhver vælutónn í henni eður ei.
Og nei, ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að vera síngúl um jólin. Hef sko mjög gaman af öllu saman. Samt er ég ekki í eins miklu jólastuði og áður, en það gæti svo sem alveg eins staðið af því að íbúðin mín er í rúst og það er mikið að gera í vinnunni 🙂
Þú virðist vera orðinn flaggberi íslenskra einhleypinga!?
Alveg rólegur Óli 🙂 Þetta er nú ekki alveg svo slæmt!
Hey, og svo var Toggi líka að kvarta yfir þessu sama
hehe.. greinin er snilld!!! og þeir sem eru á föstu geta ekkert verið að segja að maður sé að væla… það eeeeer bara öðruvísi að vera ekki ástfanginn á jólunum! punktur.
en ef svona samtök yrðu einhvern tíman stofnuð.. hringið endilega í mig! 🙂
Gleðileg jól
gudfinnur.blog
Þessi grein er ekkert nema snilld 🙂 og ég kannast nákvæmlega við þennan jólaboðsfíling :rolleyes:
Það er alveg satt að vera einhleypur á jólunum er bara allt öðruvísi – ekki endilega verra eða betra, bara öðruvísi fílingur – minna kúrað og meira djammað :tongue:
Líst asskoti vel á tillöguna í enda greinarinnar – finna sér svona jólakærasta….endilega skrá mig í þessi samtök einhleypra…
Einar, þú greinilega tekur sjálfan þig ekki of alvarlega – fíla það 🙂