Talandi um léleg cover lög. Á PoppTV sá ég 311 vera að spila eitt af mínum uppáhaldslögum, Lovesong. Þetta lag er upphaflega með The Cure og er á einni af mínum uppáhaldsplötum, Disintigration.
Allavegana, hérna getiði nálgast upprunalegu The Cure útgáfuna: Love Song (mp3). Þessi útgáfa er svo miklu betri en 311 cover-útgáfan að það er ekki fyndið.
Þetta er fullkomið lag til að hlusta á sunnudagskvöldi. Reyndar er öll Disintegration fullkomin hlustun á svona kvöldum.
Ekkert af þessu jafnast þó á við Scooter-útgáfuna af The Logical Song. 😡
Ég er nú ekki mikill Supertramp aðdáandi, þannig að það fékk ekki alveg jafn mikið á mig 🙂
Ég er hreint ekki sammála þér, verð að segja það. 311 er grúví hljómsveit og fara alveg ágætlega með þetta lag, þótt það sé talsvert betra í upprunalegu útgáfunni. Ég hef séð 311 live og þetta er nett band… þeir eiga sum af betri rokk/popplögum síðustu ára, að mínu mati. 😉