Frestun kosninga í Daily Show

Fyrir alla, sem hafa gaman af bandarískum stjórnmálum, þá eru [þessi myndbrot úr Daily Show](http://video.lisarein.com/dailyshow/july2004/elections/) algjör snilld!!

Bæði fjalla um hugsanlega frestun kosninganna í USA vegna árása hryðjuverkamanna (via [On Lisa Rein’s Radar](http://onlisareinsradar.com/)) Þetta eru um 20mb í erlendu niðurhali, en vel þess virði. 🙂

8 thoughts on “Frestun kosninga í Daily Show”

  1. HAHAHAHA

    Það vantar svona í íslenskt sjónvarp til að taka pólitíkusana fyrir sem muna ekkert hvað þeir sögðu mínútu áður og ætla svo sannarlega ekki að standa við það né hlýða lögum og stjórnarskrá.

  2. Jamm, ég var akkúrat að hugsa til þess hversu svakalega mikið ég saknaði Daily Show (sá þáttur eru svona sirka 100.000.000.000 sinnum skemmtilegri en Jay Leno) og hversu gaman væri að hafa einhvern svipaðan þátt til að taka á allri geðveikinni í íslenskum stjórnmálum 🙂

  3. Sakna Daily Show? Ég fæ bara fráhvarfseinkennin aftur við það að horfa á þessar klippur! Þegar ég bjó úti horfði ég á hann daglega ef ég gat … og já, við þurfum virkilega á að halda að fá svona þátt hérna heima!

    En allavega, takk fyrir linkinn á þetta Einar. Made my week. Hef ekki hlegið svona mikið í laaaangan tíma! “Citizens of the Red-zone will in turn be made super citizens … their votes will count TWICE!” :biggrin:

  4. Líka um daginn þegar hann tók Dick Cheney í einhverju Fox-viðtali og spilaði gömul brot af því þegar hann sagði akkúrat það sem hann sagðist í Fox-viðtalinu ALDREI hafa látið út úr sér.

    Eina við þennan þátt sem mér finnst hann missa dampinn með eru gestirnir. Ég nenni sjaldnast að horfa á þá. Vildi að CNN þátturinn væri *bara* sketchar og “fréttaskýringar” frá þeim. Ættu að geta það, hnoða það saman úr efni vikunnar.

    Annars er ég bæði undrandi og ánægður með að CNN skuli sýna þessa þætti. Virkilega gott framtak :biggrin2:

  5. Hvenær nákvæmlega er þátturinn á CNN. Annaðhvort kann ég ekki að lesa úr dagskránni á CNN eða þeir fella þáttinn niður þegar ég man eftir að horfa á hann.

Comments are closed.