Rolling Stone eru búin að gefa út lista yfir [500 bestu lög allra tíma að þeirra mati](http://www.rollingstone.com/news/story/_/id/6596661/500songs). Þetta er svosem sæmilega “predictable” listi. Þarna er fullt af skemmtilegum lögum og alver heill hellingur af leiðinlegum lögum.
Svona er t.d. topp 10
1. Like a Rolling Stone – Dylan
2. Satisfaction – Stones
3. Imagine – John Lennon
4. What’s going On – Marvin Gaye
5. Respect – Aretha Franklin
6. Good Vibrations – Beach Boys
7. Johnny B. Goode – Chuck Berry
8. Hey Jude – The Beatles
9. Smells Like Teen Spirit – Nirvana
10. What’d I Say – Ray Charles
Þarna er náttúrulega æðislegt Dylan lag, (að mínu mati) leiðinlegt Stones lag, æðislegt Beach Boys lag, hundleiðinlegt Chuck Berry lag og svo mjög góð lög með Lennon, Bítlunum, Nirvana og Ray Charles.
Fyrir langa löngu gaf ég út lista með [mínum 10 uppáhaldslögum](https://www.eoe.is/gamalt/2003/06/02/22.39.39/). Af mínum lista komast eftirfarandi lög inná Rolling Stone listann: Ziggy Stardust 277, Free Bird 191 (eru þeir klikkaðir???) og Wish you were here 316. Það er hins vegar ekkert pláss fyrir Oasis, Smashing Pumpkins, Dr. Dre, Molotov og Jeff Buckley, sem voru á mínum lista.
Sem er náttúrulega hneyksli. 🙂
Listinn er uppfullur af mjög gömlum lögum, en lítið af nýjum lögum. Þar á meðal eru nokkur stórkostlega leiðinleg lög á topp 100, einsog “I want to hold your hand” með Bítlunum, “Hound Dog” með Presley, “Be My baby” með Ronettes (öll lög í Dirty Dancing ættu að vera dæmt umsvifalaust úr leik), “Tutti Frutti” með Little Richard og “She Loves You” með Bítlunum. Kannski er bara tónlist áður en Dylan og Bítlarnir komu fram almennt séð leiðinleg.
Já, og hvernig endar Tangled up in Blue númer 68? Hvernig fá þeir út að Be My Baby sé betra lag? HVERNIG? Æ, maður á svosem ekki að vera að pirra sig yfir þessu.
Ég held að hljómsveitir eins og Ronettes, The Shirelles og The Crystals og fleiri séu þarna vegna þess að Phil Spector pródúseraði allt fyrir þær. Annars finnast mér svona listar sem raða tónlist í sæti eftir mikilvægi eða gæðum alltaf frekar fyndin hugmynd, þessi listi hefði t.d. verið ágætur ef þeir hefðu ekki raðað eftir sætum. Hvaða rök eru t.d. fyrir því að ‘Why do fools fall in love’ með Frankie Lymon 28 sætum ofar en ‘Sweet Jane’ með Velvet Underground? Skrýtið. Og af hverju er fokkings R. Kelly með ‘I believe I can fly’ ofar en ‘I feel love’ með Donnu Summer. Hneyksli!
Svo finnst mér þessi listi líka einkennast mikið af afturhaldsrómantík og það er greinilegt að þarna er amerískt tónlistarblað á ferð. Og þetta með að öll tónlist fyrir tíma Bítlana og Dylan sé leiðinleg er alls ekki satt, fullt af djass, blús og “folk” tónlist frá þeim tíma sem er mjög góð. 🙂
Og ps. Jeff Buckley er á listanum, númer 259, að vísu með ‘Hallelujah’ en ekki ‘Last Goodbye’ 🙂
á topp 50 listanum eru 2 lög samin eftir 1980 og þau eru bæði gefin út 1991…
ertu að segja mér að seinasta rúma áratugin hafi ekki verið samið eitt lag sem verðskuldar að vera þarna, meðan öll hin “top 50” lög eru samin frá 1956 til 1980???
48 lög á 24 árum, 2 lög á einu ári (rúmum áratug síðar) og svo ekki meir…….
annars held ég að það sé ekki eitt af mínum uppáhaldslögum þarna… kansk maður ætti að fara að endurskoða tónlistina sem maður hlustar á…….
jah eða ekki…. 🙂
Kjáni: Ég hefði í raun átt að segja að rokk- og popp tónlistinn fyrir tíma Bítlanna og Dylan hafi ekki verið uppá marga fiska. Það eina, sem ég þoli frá þessum tíma er rólegri tónlist einsog Sinatra og annar djass.
Poppið, einsog þessi eldgömlu Presley lög og Little Richard og fyrstu Bítlalögin finnst mér hins vegar mjög leiðinlegt 🙂
Og vá, ég trúi því ekki að þetta R.Kelly lag hafi komist inná listann á meðan það er fáránlega lítið af Hip-Hop tónlist. Engin Biggie, Tupac, Dre, De La Sould eða Tribe Called Quest. Það er magnað.
Og Árni, punkturinn með árin er náttúrulega góður. Þetta er rosalega áberandi á þessum lista. Vissulega eru árin ÓTRÚLEGA mismunandi. Pælið í því að á 65-67, á þremur árum gaf Dylan út Highway 61 Revisited, Bringing it all back home **OG** Blonde on Blonde. Beach Boys gáfu út Pet Sounds, Bítlarnir út Revolver, Rubber Soul **OG** Sgt. Pepper’s, Velvet Underground gáfu út VU og Nico, Hendrix gaf út Are you experienced og Doors gáfu út The Doors. Það eru hreint ótrúlega góð ár, jafnvel þegar maður horfir aftur nú 40 árum síðar.
En auðvitað er það *fáránlegt* að bara tvö lög frá síðasta aldarfjórðungi rati á topp 50.
Ég er sammála Árna í þessu. Ég hef oft lent í þessu að þegar maður ræðir tónlist og lýsir því yfir að maður fíli eitthvað sem hefur gerst síðustu 5-10 árin þá er litið á mann eins og maður sé ruglaður.
Eins og það sé dauðasynd að fíla Soundgarden betur en The Kinks, til dæmis. Eða að fíla Radiohead betur en The Rolling Stones.
Þetta er náttúrulega bara bull. Svona listar eru og verða alltaf hlutlægir. Ef ég hefði gert lista með 500 lögum hefði örugglega meirihlutinn verið frá síðustu 20 árum, þótt einhver lög frá 1940-80 hefðu komist þar að líka. Þetta stafar einfaldlega af því að ég er fæddur 1980, man fyrst eftir tónlist þegar U2 gefa út Joshua Tree ’87 og upplifði Grunge-stemninguna beint í æð.
Þeir sem skrifa fyrir Rolling Stone eru allt menn eins og Peter Travers, Cameron Crowe og fleiri sem fengu The Stones, Led Zeppelin og Bowie/Dylan/Lennon beint í æð þegar þeir voru að uppgötva tónlistina… og því er listinn eins og hann er.
Sem er svo sem eðlilegt, bara ekki þegar þeir síðan lýsa því hátíðlega yfir að þetta séu 500 bestu lög allra tíma, að þeirra mati.
Ég hef bara allt of oft lent í því að þurfa hálfpartinn að verja minn “smekk” af því að ég voga mér að taka eitthvað frá síðustu 15 árunum fram yfir David Bowie eða Bob Dylan. Ekki það að ég hafi neitt á móti þeim, hef reyndar reglulega gaman sérstaklega af Bowie … en tónlist síðustu 15-20 ára einfaldlega tilheyrir mínum tíma, minni kynslóð og mínum eigin reynslum af tónlist. Það er ekki hægt að bera það saman fyrir mér að lesa um Bítlaæðið og að hafa tekið þátt í Nirvana-æðinu. Það er ekki hægt að líkja því saman einu sinni…
Annars hef ég í sjálfu sér lítið út á Topp-10 listann í þessu að setja. Þetta eru allt góð lög … af þeim sem voru samin fyrir 1980. Smells Like Teen Spirit er síðan þarna líka.
En síðan spyr maður sig, hvar eru lög eins og ‘Killing in the name of’ með Rage, ‘Nothing else matters’ með Metallica, ‘Black Hole Sun’ með Soundgarden, ‘Creep’ eða ‘Paranoid Android’ með Radiohead?
Paranoid Android er #259, hin eru ekki nefnd. Það komast einhver sex lög með Nirvana inn á lista, en Pearl Jam og Soundgarden eru ekki nefnd. Radiohead eiga eitt lag og þar með er Brit-poppið afgreitt, og Metallica eru ekki í tísku frekar en á fyrri listum.
Asnalegt… welcome to the 1990s. Join in!
Og já, ég veit að þetta lag er bara eins og hálfs árs gamalt en það skal enginn segja mér að ‘Hey Ya!’ eigi bara heima í nr. 190 á meðan t.d. ‘You really got me’ með The Kinks er nr. 82.
Það þarf ekki náinn samanburð til að fá út hvort lagið er betra á alla vegu, og ég hugsa að ‘Hey Ya’ sé þegar orðið meiri hluti af menningu samtímans heldur en ‘You really got me’ náði á sínum tíma…
Ég bara trúi ekki enn að Wonderwall sé ekki inná listanum! Já, og ekki Mayonnaise eða neitt annað lag með Smashing Pumpkins! Hneyksli! 🙂
*slef* mayonnaise *slef* 🙂
get hlustað á það lag aftur og aftur og aftur og aftur og…………….. fæ aldrei leið á því…
þó ég hafi verið “hard core” nirvana aðdáandi og finnist þeir enn frábært band sem gerði mikið fyrir tónlist nútímans, þá finnst mér lögin með þeim ekki endilega eiga skilið að vera á svona lista… plöturnar jú, en ekki endilega lögin…
metallica hefur haft meiri áhrif á tónlistarsmekk okkar kynslóðar en nokkurt annað band og lögin með þeim eru mörg hver með þeim betri sem samin hafa verið… þannig að ég get ekki litið á þetta sem neitt annað en vanvirðingu við okkar kynslóð að svona virt blað birti svona lista og haldi því fram að þetta sé það besta sem komið hefur fram…
þarna erum við sko að tala um hreint og klárt íhald…. 😉
Hvaða hrikalega Kinks hatur er þetta hjá Kristjáni Atla? Ég viðurkenni fúslega að Kinks er mín uppáhalds hljómsveit, og þar af leiðandi besta hljómsveit allra tíma, og ég er hlutdrægur. En…
Hvað er meint með nánum samanburði? Þetta eru algjörlega ólík lög, umhverfið sem lögin eru samin í er allt annað. YRGM er bylting, eitt fyrsta sinnar tegundar, hrátt og hart rokk sem þúsundir bílskúrs banda hafa spreytt sig á. Í rokksögunni er það vel þekkt, og var það á sínum tíma, og kannski einna merkilegast fyrir að það startaði þessum oft farsæla ferli Kinks.
Nú er ég enginn fræðimaður, en ég hef það á tilfiningunni að Hey Ya sé samið uppúr öllum sjöunda áratugnunm. Myndbandið er t.d. ekkert nema vísun í Ed Sullivan Show. Persónulega var ég mjög hrifinn af laginu, en hef einsog aðrir fengið leið á því. En sjáum svo til eftir 40 ár, hver staða Hey Ya verður. Hvort það hafi haft áhrif á margar hljómsveitir eða lög á borð við þau sem YRGM hafði.
Staðreyndin er sú, að eftir 40 ár þá virðist YRGM enn eiga uppá pallborðið, og fór núna í ágúst nokkuð hátt (hef ekki töluna á hreinu) á sölulista í Englandi, þegar það var gefið út aftur sem smáskífa. En það seinni tíma mál, hvort Hey Ya muni ná þessum sessi, þó ég sé þess nokkuð viss að það muni heyrast í nostalgíu útvarpi elli þinnar, nema þú verðir þá líka of góður fyrir eldri tónlist. Hafðu samt í huga að skil pirring þinn, sem þú lýstir að ofan. Ef þú fílar Soundgarden betur en Kinks, þá er það þitt mál, þó, guð hjálpi mér, ég bara fæ engan botn í það. Ég væri sérstaklega til í að heyra ástæður þessa hálf undarlega, í mín eyru, óþols gagnvart Ray og félögum, annars er ég vel skólaður í hatri á Kinks og er áhugamaður það.
Ég tjái mig ekki um listann, lít kannski svo á að þetta séu rúmlega 500 ágætis lög, og að Rolling Stone hafi ákveðið að velja lög sem sagan hefur dæmt í þennan hóp. Þess vegna kemur það mér í raun á óvart að Hey Ya sé þar yfir höfuð, það ber merki mikillar áhættu hjá Rolling Stone!
Mest pönkið við listann er svo náttúrulega að velja ekki Bítlana í fyrsta sætið, heldur Like a Rolling Stone. Og svo eru Rolling Stones í öðru sæti! I see a pattern!
Hehe Skarpi, kom ég upp um mig?
Og varðandi Hey Ya, þá sagði André 3000 í viðtali einhvern tímann að þegar hann var að læra á gítar fyrir einhverjum árum þá lærði hann fyrst tvö grip. Hey Ya eru þessi grip … og síðan hlaðið utan á þau sannkölluðu hlaðborði af hljóðum.
Og það getur vel verið að ‘You really got me’ hafi þótt voðalega merkilegt lag á sínum tíma. Mér finnst bara ekkert varið í það. Bara skoðun… 😉
Menn verða náttúrulega að meta þennan blessaða lista Rolling Stones út frá blaðinu sjálfu. RS er skipað mönnum sem finnst flestum hverjum rokkið hafa drepist með Lennon og að það hafi ekkert verið allt of burðugt nokkur ár fram að því (ef ég man rétt þá fór pönkið að miklu leyti fyrir ofan garð eða neðan hjá RS)
RS er miðað á áhveðinn markhóp sem dýrkar blaðið, aðrir ættu að leita sér tónlistarfróðleik annar staðar. Ef maður skoðar þennan lista með réttu fyrirvörunum held ég að maður sé nú nokkuð sáttur við hann (hefði nú reyndar smellt öðru Dylan lagi á toppinn, en whatever)
Strumpakveðjur 🙂
Vá… vinsamlegast leiðréttu stafsettningarvillunar mínar, mætti halda að ég væri lesblindur í kommentinu á undan.
Strumpakveðjur 🙂
Og hvaða Dylan lag væri það?
Annars, þá býð ég ekki uppá ókeypis stafsetningarþjónustu. Ég fæ svo oft skot frá lesendum síðunnar að álit mitt á mér sjálfum, sem íslenskuséní, hefur hrunið. 🙂
Þú verður bara að benda mér á villurnar.
Er ekki alveg viss um hvaða Dylan lag það væri… mörg góð….
kannski Visions of Johanna (sem þeir troða í 404 sæti) gæðalega séð… en þeir eru væntanlega líka að meta þetta út frá áhrifum sem lögin höfðu á tónlistarsöguna svo ég er ekki viss um að það meiki það alla leið.
Strumpakveðjur 🙂
Jamm, pælingin er náttúrulega að Like a Rolling Stone var rafmagnaður Dylan og því hefur það lag þótt merkilegra.
Reyndar finnst mér “like a rolling stone” stórkostlegt lag, þrátt fyrir að mér þyki meira vænt um mörg önnur Dylan lög (ekki að ég ætli að fara að presenter-a mig sem einhvern dylan sérfræðing. Að mínu mati hefðu Sooner or Later, Sad Eyed Lady, Tangled up in Blue, Idiot wind, I want you, shelter from the storm, hurricane, simple twist of fate, don’t think twice, blowin in the wind, forever young og svo framvegis og framvegis komið til greina.
Fokk, hvað Dylan er mikið æði. Ég er enn að fá svona móment þar sem það liggur við að maður standi upp og hrópi “hallelúja, maðurinn er SNILLINGUR!” 🙂
Annars fannst mér nokkuð magnað að ég var akkúrat að hlusta á “Visions of Johanna” þegar ég las kommentið frá þér 🙂
Humm… jamm… fattaði það þegar ég var að sofna í nótt að Blowin’ in the Wind væri að mínu mati fullkomni kandítatinn í þetta efsta sæti…. áhrifin meiri (varð lag heillar kynslóðar í USA) og svo tja að mínu mati a.m.k. jafn gott Like a rolling stone
Strumpakveðjur 🙂
Og jamm… varðandi gæði Dylan þá gæti ég ekki verið meira sammála. Get varla beðið eftir að komast í fyrsta bindið af sjálfsævisögunni hans í kringum jólin (ef ég fæ hana ekki gefins þá kaupir maður hana.)
Strumapvkeðjur 🙂