Andrew Sullivan er með skemmtilegan þátt á síðunni sinni þar sem hann biður lesendur um að [senda sér útsýnið útúm gluggann þeirra](http://time.blogs.com/daily_dish/). Sjá t.d. [California](http://time.blogs.com/daily_dish/2006/05/the_view_from_y_2.html), [Lissabon](http://time.blogs.com/daily_dish/2006/05/the_view_from_y_7.html), [Seattle](http://time.blogs.com/daily_dish/2006/05/the_view_from_y_10.html)- hérna útskýrir hann [hugmyndina](http://time.blogs.com/daily_dish/2006/05/the_view_from_y.html)
Ef ég gæti tekið mynd núna, þá væri ég án efa með þunglyndislegasta útsýnið. Núna sé ég risastórt og svart vöruhús Samskipa, gáma, bílastæði og **SNJÓKOMU**. Ekki furða að það hafi tekið mig langan tíma að koma mér framúr í morgun.
ohj ég sé líka snjókomu og svo gluggana hjá kbbanka og einn landsbankafána
mér finnst þetta bara snilldar hugmynd 🙂