Ég hef vitað um [Flickr](http://www.flickr.com/) í nokkur ár og hef verið skráður þar inni í meira en tvö ár. En þangað til í síðustu viku þá hafði ég alls ekki nýtt mér möguleikana, sem síðan býr uppá.
Á sínum tíma eyddi ég miklu púðri í að koma upp [myndasíðunni minni](https://www.eoe.is/myndir/). Hún er vissulega smart (að mínu mati), en það var eilítið basl að uppfæra hana og svo gat ég ekki valið hverjir sjá myndirnar. Sumar myndir vil ég bara geta sýnt vinum og fjölskyldu.
Þannig að ég skráði mig á Flickr, keypti mér ársaðgang (sem kostaði einhverjar 2.000 krónur – djók verð!) og núna get ég sett þangað ALLAR mínar myndir. Ég held að ég geti hlaðið upp einhver 2 gígabæt á hverjum mánuði.
Núna er ég búinn að setja inn [flestar myndir síðustu tveggja ára](http://www.flickr.com/photos/einarorn/sets/) þangað. Allt frá [Bandaríkjaferðinni minni](http://www.flickr.com/photos/einarorn/sets/72157594247012755/) til [Slóveníuferðarinnar í vor](http://www.flickr.com/photos/einarorn/sets/72157594247455547/).
Ég ákvað að læsa sumum albúmum, sem bara vinir og fjölskylda geta séð. Þannig að ef þú ert vinur minn og vilt sjá allar myndirnar, þá verðurðu að skrá þig á Flickr og bæta [mér](http://www.flickr.com/people/einarorn/) við sem vini.
En allavegana, er búinn að setja haug af myndum inná Flickr [síðuna mína](http://www.flickr.com/photos/einarorn/sets/) og mun væntanlega uppfæra hana frá Suðaustur Asíu líka.
Flickr er líklega besta ljósmyndasíða í heimi.
En það er einn galli finnst mér sem er ansi stór – þeir virðast ráða illa við umferðina sem þeir fá og það er sjaldan sem aldrei að maður nennir að skoða síðurnar hjá þeim vegna þessa.
Finnst líka hálf leiðinlegt hvernig allar síðurnar hjá öllum eru eins á Flickr – en það er auðvitað líka kostur, því maður veit þá hvert maður á að horfa.
Mér finnst einmitt ein snilldin hversu einsleitar síðurnar eru. Mig hryllir við síðum á borð við MySpace eða MinnSirkus þar sem allt er vaðandi vitlaust í litum og blikki og kreisí. Kannski er ég bara orðinn svona gamall. Flickr gerir akkúrat það sem hann segist gera – sýnir myndir. Og býður ekki upp á neinar truflanir með’ðí.
Ég er hins vegar alveg sammála með hraðann. Síðan getur verið ofsalega hæg á stundum.
kv, tobs