Uppboð 2006: Bókapakkar

…. Uppboð la la la…. Sjá upplýsingar [um uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod).

Ég veit að þetta er ekki beint mest spennandi hlutir í heimi, en það verða áhugaverðari hlutir á uppboði á fimmtudag og föstudag. So hold on tight. 🙂

Núna eru það bókapakkar. Það er ég býð bækurnar **saman í einum pakka**. Lágmarksboð í hvorn pakka er 1.000 kall. Uppboði lýkur klukkan 23:59 á laugardagskvöld.
Continue reading Uppboð 2006: Bókapakkar

Uppboð 2006: Íþróttatreyjur

Da da da da ra… Uppboðið heldur áfram. Sjá upplýsingar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod).

Núna eru það íþróttatreyjur, Liverpool og Barca (og Barca trefill). Þetta eru allt **NOTAÐAR** treyjur, sem þýðir að ég hef verið í þeim oft. En fyrir safnara þá eru þær í nokkuð góðu standi. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu. Lágmarksboð 1000 kall.

Uppboði lýkur klukkan 23:59 á laugardagskvöld.
Continue reading Uppboð 2006: Íþróttatreyjur

Milton!

Ég trúi varla að ég hafi horft á [einn og hálfan klukkutíma af Milton Friedman rífast við Ólaf Ragnar og Stefán Ólafsson á tölvunni minni](http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4339003). Þessi hagfræði-nördismi mun duga mér næstu vikurnar.

ISG og GH í Kastljósi

Í kjölfar Kastljósþáttarins áðan vil ég bara segja:

**Mikið er ég þakklátur fyrir þá staðreynd að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli vera formaður míns flokks en ekki Geir Haarde.**

Af orðum og stolti Geirs Haarde í þættinum mætti halda að bankar og fjármagnstekjuskatturinn væri umtalsverður hluti af tekjum ríkissjóðs. Núna er ég ekki stærðfræðingur, en ég heyrði þrjár tölur í dag. Leiðréttið mig ef mér misheyrðist.

Fjármagnstekjuskattur skilaði 19 milljörðum á síðasta ári
Bankarnir borguðu 10 milljarða í skatta
Ríkisútgjöld verða 356 milljarðar á næsta ári.

Það þýðir að bankar og fjármagnstekjuskattur borga því 8% af útgjöldum ríkisins. Við hin borgum svo 92%.

Breytingartillögur Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum eru **árás** á bændur samkvæmt Geir Haarde. Af hverju stíga menn ekki bara skrefið til fulls og sameina alla framsóknarmenn í einum stórum Íhaldsflokki?

Já, og hvalveiðarnar eru bara einhver flipp tilraun samkvæmt Geir. Við ætlum að skjóta hvali og svo tékka svo hvort við getum selt kjötið.

En ég spyr, af hverju að stoppa við hvali? Af hverju prófum við ekki að gefa út kvóta á 200 ketti í Reykjavík og sjáum hvort við getum selt kjötið af þeim? Það væri skemmtileg tilraun.

Uppboð 2006: Geisladiskar P-W

Ok, núna eru það geisladiskar – flytjendur P-W á uppboði. (sjá geisladiska [A-P hérna](https://www.eoe.is/gamalt/2006/12/12/11.45.02/))

Sjá nánar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod/)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Hérna eru það geisladiskar sem eru boðnir upp. Uppboði lýkur kl. 23.59 á laugardagskvöld. Lágmarksboð í geisladisk er 300 krónur.
Continue reading Uppboð 2006: Geisladiskar P-W

Uppboð 2006: Geisladiskar A-P

Næst eru það geisladiskar – flytjendur A-P á uppboði.

Sjá nánar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/gamalt/2006/12/10/22.02.42/)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Hérna eru það geisladiskar sem eru boðnir upp. Uppboði lýkur kl. 23.59 á laugardagskvöld. Lágmarksboð í geisladisk er 300 krónur.
Continue reading Uppboð 2006: Geisladiskar A-P

Uppboð 2006: Xbox og sjónvarp

Jæja, þá er það þriðji hlutinn af uppboðinu sem eru tæki.

Sjá nánar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod/)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og upphæðina strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

ATV 21 tommu sjónvarp

Þetta er sjónvarp sem hefur verið inní svefnherbergi hjá mér og ég held að ég hafi ekki horft á það í tvö ár. Þótt ótrúlegt megi virðast þá nægir mér að hafa eitt sjónvarp og tvær tölvur á heimilinu. Þetta er 21 tommu sjónvarp með fjarstýringu og er í mjög góðu ástandi. Skoða mynd. Lágmarksboð: 5000 kall

XBOX leikjatölva

Þetta er breytt XBOX tölva. Það þýðir að hún inniheldur 120GB harðan disk sem er með fullt af leikjum. Með tölvunni fylgja tveir stýripinnar. Þessi tölva er í góðu ástandi og leikirinir eru mjög fjölbreyttir. Ég seldi slatta af XBOX leikjunum í fyrra, en auk leikjanna á harða disknum fylgja eftirfarandi leikir í boxi með: Halo 1, Splinter Cell: Chaos Theory, NBA 2k3, Burnout Takedown og SSX3

Lágmarksboð: 5000 kall.

Uppboðinu lýkur á miðnætti á laugardag.

Uppboð 2006: DVD myndir

Jæja, þá er það annar hluti af uppboðinu mínu til styrktar börnum í Suð-Austur Asíu.

Sjá nánar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/gamalt/2006/12/10/22.02.42/)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Hérna eru það DVD-bíómyndir sem eru boðnir upp. Uppboðið klárast klukkan 23.59 á föstudagskvöld.
Continue reading Uppboð 2006: DVD myndir