Áramóta-ávarp 2006

Ok, árið um það bil að klárast. Þarf maður þá ekki að skoða sitt líf?

Þetta er búið að vera furðulegt ár. Ég hef lent í hlutum sem mig hefði aldrei grunað í byrjun árs, flesta þá ræði ég ekki hér. Ég lenti í frábæru en ótrúlega furðulegu sambandi, ferðaðist til Asíu, hætti í vinnunni minni eftir þriggja ára starf, sat ástfanginn fyrir framan Eiffel turninn, kynntist skemmtilegu fólki, sá Evrópuleiki á Anfield og á Camp Nou, áttaði mig betur á því hvað ég vil gera í framtíðinni og ferðaðist til ellefu landa: Tælands, Dubai, Víetnam, Kambódíu, Laos, Slóveníu, Frakklands, Spánar, Þýskalands, Svíþjóðar og Englands.

Á endanum var þetta ekki jafnmikið ár breytinga einsog ég [átti von á](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/30/20.21.23). Aðalástæðan var sú að ég samdi um að vera lengur í vinnunni minni en mig langaði upphaflega til. Þannig að meirihluta ársins eyddi ég í starfi, sem mér fannst hvorki spennandi né krefjandi lengur. En það var þó ákvörðun sem ég tók sjálfur og lítið yfir því að kvarta.

Þegar ég var útí Asíu hafði ég mikinn tíma með sjálfum mér og eyddi tíma í að hugsa hvað ég vildi gera varðandi sjálfan mig, bæði varðandi vinnu og einkalíf. Einhvern veginn hef ég verið of upptekinn eftir að ég kom heim til að koma einhverju af því í verk. Ef ég verð á Íslandi um næstu áramót þá ætla ég að vera sáttur við að vera hérna. Núna hef ég ekki lengur hluti sem binda mig og því þarf ég að gera upp við sjálfan mig hvar ég vil vera.

Eitt af því sem er þó breytt frá síðust áramótum er að ég er sáttur við og kann nokkuð vel við að vera single. Kannski var það eitthvað við þessi sambönd á árinu eða þá við Asíuferðina eða eitthvað annað. En ég hef haft lúmskt gaman af þessu lífi að undanförnu.

Það sem mig vantar hins vegar núna eru fleiri vinir. Ég er nefnilega í þeirri aðstöðu að eiga fulltaf vinum, sem eru á allt öðrum stað í lífinu en ég. Þeir eru að eignast börn, hugsa um fjölskylduna sína og slíkt. Eflaust fínt fyrir þá, en þetta eru hlutir sem ég hef engan áhuga á akkúrat núna. Þetta er ekki gagnrýni á þá, heldur frekar viðurkenning á þeirri staðreynd að við eigum minna sameiginlegt nú en fyrir nokkrum árum.

Og ég hef uppgötvað að það er líklegra til árangurs að kynnast nýju fólki heldur en að reyna að breyta fólkinu í kringum mig. Ég þarf að kynnast fólki, sem er single eða sem nennir að djamma og fara útúr húsi. Þetta hljómar kannski skringilega sorglega, en svona er þetta bara. Ég er nýhættur á vinnustað þar sem mínir helstu samstarfsmenn voru allir komnir yfir fertugt og vinn núna á vinnustað þar sem flestir starfsmennirnir eru undir tvítugt. Því eru ekki margir staðir þar sem maður getur kynnst nýju fólki. Ég fór líka í háskóla í Bandaríkjunum og því eru margir af mínum bestu vinum einfaldlega búsettir í öðrum löndum. Og svo hefur það æxlast þannig að allir mínir bestu vinir hérna heima hafa verið í samböndum í langan, langan tíma.

Þannig að við þessi áramót ég er sáttur við sumt, en ósáttur við annað.

En ég ætla að breyta mörgu á næsta ári. Ég held að það ár verði spennandi þegar að kemur að atvinnumálum mínum. Ég hef tekið mér ákveðinn tíma í ákveðið verkefni og það verður fróðlegt að sjá hvernig það þróast. Svo veit ég vel að ferðalöngunin á eftir að koma yfir mig þegar að tekur að vora og þá er ég einna helst að líta til suður hluta Mið-Ameríku, eða þá til Indlands.

2007 skal vera gott ár.

Gleðiðlegt ár. Takk fyrir að lesa.

Bestu plöturnar og lögin 2006

Jæja, einsog vanalega þá er hérna listi minn yfir bestu plötur og bestu lög ársins 2006.

  1. Bob Dylan – Modern Times – Þetta var barátta milli besta tónlistarmanns allra tíma og besta poppara í heimi í dag um bestu plötu ársins að mínu mati.

    En Dylan hefur vinninginn. Þetta er að mínu mati hans besta plata í verulega langan tíma, þrátt fyrir að síðustu plötur hans hafi vissulega verið frábærar. Þetta ár er án efa ekki jafn sterkt og síðasta ár hvað tónlist varðar, en Dylan er kóngurinn og Modern Times er frábær plata.

    Ég var auðvitað fáránlega spenntur fyrir plötunni og gaf henni allan minn tíma (hún einokaði iPodinn mikið útí Kambódíu). Og hann stóðst nokkurn veginn allar mínar væntingar. Besta lag: Workingman’s Blues #2

  2. Justin Timberlake – FutureSex/LoveSounds – Fyrir þremur árum skrifaði ég fyrst um aðdáun mína á Justin Timberlake. Þá voru margir vinir mínir sannfærðir um að ég væri orðnn hálf klikkaður. En í dag þykir það ekkert sjokkerandi að lýsa yfir aðdáun á honum. Hann er einfaldlega konungur poppsins í dag. Platan er kannski ekki jafn stórkostleg og Justified, en hún er frábær. Besta lag: Sexyback
  3. Band of Horses – Band of Horses – Frábær plata, sem mun alltaf minna mig á sumarkvöld á Vesturgötunni. Besta lag: The Funeral
  4. Peter, Bjorn & John – Writer’s Block – Frábær plata frá þessum sænsku snillingum. Besta lag: Young Folks
  5. Midlake – The Trials of Van Occupanther – Gunni vinur minn á heiðurinn af því að kynna mig fyrir þessu bandi.
  6. Bruce Springsteen – We Shall Overcome (The Seeger Sessions) – Algjörlega frábær cover plata hjá meistara Springsteen. Hann tekur þarna gömul Pete Seeger lög og gerir þau að sínum. Ég elska þessa plötu! Besta lag: Old Dan Tucker
  7. Ghostface Killah – Fishscale – Einsog vinur minn sagði þegar ég benti honum á þessa plötu: Loksins rapptónlist “sem ekki er samin sem undirleikur fyrir eitthvað glys myndband”. Ghostface er án efa sá sem hefur haldið heiðri Wu-Tang á lofti og þessi plata er algjörlega frábær rapp plata.
  8. Joanna Newsom – YS
  9. Los Amigos Invisibles – Superpop Venezuela – Venezuelsku snillingarnir í Los Amigos Invisibles taka þarna slatta af venezuelskum lögum og setja í nýjan búning, þar á meðal þemalagið úr Miss Venezuela, sem kallaði fram gamlar minningar hjá mér, enda var ekki lítið gert úr þeirri keppni í þessu landi fegurðarsamkeppnanna.
  10. Neil Young – Living With War

Vonbrigði ársins: Flaming Lips, The Streets

Uppgötvun ársins hjá mér: Exile on Main Street – Rolling Stones.

Og svo eru það 15 bestu lög ársins 2006

  1. Jeff Who – Barfly – Já, ég veit að þetta lag kom útá plötu í fyrra. En lagið sló í gegn í ár. Það er einfaldlega ekkert lag sem kom manni í betra skap síðasta sumar. Ég man eftir að hafa verið inná skemmtistað í miðbænum þegar þetta lag var spilað og ég get svo svarið að ALLIR á staðnum sungu með viðlaginu. Besta partílag sem ég hef heyrt í langan tíma.
  2. Justin Timberlake – Sexyback – Það var annaðhvort þetta eða My Love af JT plötunni. Frábær danstónlist.
  3. Peter, Bjorn and John – Young Folks – Flautið í laginu var gjörsamlega að gera mig geðveikan á tímabili. Þetta lag var fast í hausnum á mér verulega lengi.
  4. Bob Dylan – Workingmans’s Blues #2 – Besta lagið á bestu plötu ársins.
  5. RHCP – Dani California – Af einhverjum ástæðum hef ég aldrei almennilega komist inní Stadium Arcadium. En þetta er fyrsta lagið á plötunni og það lofar allavegana góðu.
  6. The Killers – When you were young – Platan olli vonbrigðum en þetta lag er gott.
  7. Gnarls Barkley – Crazy
  8. The Dixie Chicks – Not ready to make nice
  9. Damien Rice – Rootless Tree – Nýja D. Rice platan var ekki alveg jafn góð og O (kannski maður þurfi að heyra hana á tónleikum – það voru allavegana tónleikar sem opnuðu O fyrir mér. En þetta lag er afbragð.
  10. Ghostface Killah – Kilo
  11. Lily Allen – Smile
  12. Muse – Starlight – Hef ekkert komist neitt sérstaklega mikið inní þessa Muse plötu (eftir að hafa elskað Absolution) en þetta lag er gott.
  13. Nelly Furtado – Promiscuous
  14. Ampop – Gets Me Down
  15. Bruce Springsteen – Old Dan Tucker

Fréttir?

Talandi um innihaldslausar fréttir. Fyrsta fréttin á Vísir.is er þessi stórfrétt: [Áfengissala tvöfaldast nú fyrir áramótin](http://www.visir.is/article/20061229/FRETTIR01/61229069).

NO FOKKING SJITT!

Kynjakvóti?

Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju “kynjakvóti” Vinstri Grænna, sem var notaður í [prófkjörunum á höfuðborgarsvæðinu](http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1244282) heitir ekki sínu rétta nafni, “karlakvóti”?

Leiðinlegustu fréttir ársins

Jæja, er ekki voðalega vinsælt að hafa svona topplista fyrir árið. Þetta voru að mínu mati leiðinlegustu fréttir ársins 2006:

1. **Baugsmálið**: Enn eitt árið er þetta leiðinlegasta fréttaefnið. Þetta mál náði að vera pínku spennó þegar öll þessi persónulegu email komu upp. En á þessu ári hafa fréttir um Baugsmálið verið 100% leiðindi. Hver er hæfur, hver er vanhæfur, who gives a fuck? Geta menn ekki bara klárað þetta mál? Það hefur enginn gaman af þessu, ekki Baugsmenn, ekki ríkið og svo sannarlega ekki við hin.
2. **Allar fréttir um íslenska fjölmiðla**. Þá *sérstaklega* fréttir um RÚV frumvarpið.
3. **Fréttir um launamál flugumferðarstjóra**. Getur ekki einhver fréttamaður tékkað á því hvort ríkið sé að brjóta á flugumferðarstjórum? Ef svo er, þá má gagnrýna ríkið. En ég nenni ekki að hlusta á 20 fréttir þar sem ríkið segir eitt og þessir flugumferðarstjórar annað. Af hverju geta fréttamenn ekki bara kannað málið í stað þess að spyrja bara þá sem deila? Fyrir flughræddan mann einsog mig, þá vil ég ekki vita til að þessir menn séu í fýlu.
4. **Fréttir af milliuppgjöri fyrirtækja**. Hvergi annars staðar í heiminum er milliuppgjörum fyrirtækja slegið upp sem fyrstu fréttum á vefútgáfum dagblaða með öðrum almennum fréttum.
5. **Fréttir af matsfyrirtækjum**. Ég leyfi mér að fullyrða að langflest fólk hefur ekki hugmynd um hvað þessi matsfyrirtæki eru að bralla. Segið mér hvaða áhrif þetta hefur á bankabókina mína og þá get ég kannski gert mér upp áhuga. Og ég er hagfræðingur!
6. **Allar fréttir sem fela í sér viðtöl við börn**. Meðal annars fréttir um að nú séu að koma jól, hvítasunna, páskar, sumar og 17.júní. Einnig fréttir með viðtölum við jólasveina.

Ég er ábyggilega að gleyma einhverju. Einhverjar hugmyndir?

Samkeppni

Hver segir að það sé ekki gagnlegt að vera áskrifandi að The Economist? Í heftinu frá 25.nóvember (vá, ég er bara mánuði á eftir í lestri á blaðinu) þá er [skemmtileg grein](http://www.economist.com/science/displaystory.cfm?story_id=E1_RPTPSVR) um daður í vísindahluta blaðsins.

>IF YOU have ever sat alone in a bar, depressed by how good-looking everybody else seems to be, take comfort—it may be evolution playing a trick on you.

Sálfræðingurinn Sarah Hill gerði nokkuð sniðuga könnun. Hún fékk fólk af báðum kynjum til að skoða myndir af fólki af eigin kyni og gagnstæða kyninu og gefa þeim einkunn. Þannig að karlmenn sáu myndir af konum og gáfu þeim einkunn og svo sáu þeir myndir af öðrum körlum og gáfu þeim einkunn eftir því hvernig þeir héldu að konur litu á þá.

Og niðurstöðurnar eru þær að kynin halda að aðrir af sama kyni séu meira heillandi fyrir gagnstæða kynið heldur en þeir í raun og veru eru. Þannig að karlar héldu að aðrir karlmenn væru meira heillandi fyrir konur en konum fannst þeir vera.

Þetta er líka áhugavert:

>As studies show, and many women will attest, men tend to misinterpret innocent friendliness as a sign that women are sexually interested in them. Dr Haselton and Dr Buss reasoned that men who are trying to decide if a woman is interested sexually can err in one of two ways. They can mistakenly believe that she is not interested, in which case they will not bother trying to have sex with her; or they can mistakenly believe she is interested, try, and be rejected. From an evolutionary standpoint, trying and being rejected comes at little cost, except for hurt feelings. Not trying at all, by contrast, may mean the loss of an opportunity to, among other things, spread one’s DNA.

>There is an opposite bias in women’s errors. They tend to undervalue signs that a man is interested in a committed relationship. That, the idea goes, is because a woman who guesses wrongly that a man intends to stick around could end up raising a child alone.

Jammmm…

Jólakveðjur

.flickr-photo { border: solid 1px #000000; }
.flickr-yourcomment { }
.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }
.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }


Þá er ég búinn að sannfæra sjálfan mig um að allt sé í lagi í vinnunni minni og get því sagt að jólin séu að byrja. Ég næ mér aldrei í neitt sérstakt jólaskap vikurnar fyrir jól, þar sem það að eiga veitingastað í Kringlunni gerir mig alltaf frekar stressaðan fyrir jólin.

Svo erfiður var þessi jólaundirbúningur í ár að ég komst ekki einu sinni í að skrifa jólakort í tæka tíð. Er rétt að byrja á þeim núna á Þorláksmessukvöld. Þannig að nema þú sért svo heppin/n að hitta mig í dag eða á morgun, þá færðu jólakort frá mér eftir jól. 🙂

En allavegana til allra, sem lesa þessa síðu: Gleðileg jól!!!

Uppboð 2006: Vín

Ok, þá er það síðasti hluti uppboðsins!!

Þú getur lesið um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod).

Núna eru það tvær eðal vínflöskur, sem eru boðnar upp.

The Macallan viskí

Single Malt Highland Schotch Whiskey – 12 years old

Sjá mynd af flöskunni hérna

Lágmarksboð: 5.000 krónur

Poggio Alle Mura rauðvín

Árgerð 1998. Þetta er klassavín, sem ég fékk gefið úr einkasafni góðs manns. 1998 árgangurinn af þessu víni fékk fékk 93 stig af 100 í maí hefti Wine Spectator 2003. Topp árgangur af topp víni!!!

Sjá mynd af flöskunni hérna.

Lágmarksboð: 10.000 krónur

Uppboði lýkur klukkan 23:59 á föstudagskvöld. Ef fólk býr á höfuðborgarsvæðinu, þá get ég reynt að koma flöskunum til þess á aðfangadagsmorgunn!

Tobias Funke!

Ég er byrjaður að horfa á þriðju og síðustu seríu af Arrested Development. Hafði beðið lengi með að horfa á þriðju seríuna. Suma hluti tengir maður ákveðnum aðilum og það er því furðulegt að upplifa þá undir öðrum kringumstæðum.

Allavegana, ég er byrjaður að horfa á 3. seríuna og ég lýsi því hér með að Tobias Funke er einn fyndnasti karakter í sögu sjónvarpsþátta.

Arrested-David-Cross6.jpg

Þetta er úr síðasta þætti sem ég horfði á:

>**Michael**: They’ve got one guy who won’t be talking. That is, unless there’s a hand inside of him.

>**Tobias**: Oh, please Michael, even then I wouldn’t say anything.

Þetta er eflaust ekki fyndið fyrir þá, sem hafa ekki horft á þættina, en ég kafnaði næstum því úr hlátri. Arrested Development eru **æðislegir** þættir. Gob og Tobias eru mestu snillingar í heimi!