Áramót

Þetta Áramótaskaup var fokking snilld!

Ég sat í Garðabænum með rúmlega sextugu íhaldsfólki, sem fannst skaupið ekki fyndið. Það kom mér svosem ekkert sérstaklega á óvart.

Ekki eins mikil snilld er sú staðreynd að ég drakk eitthvað heimabrugg í partýi í gær. Mér er ennþá óglatt og langar að æla. Að ég skuli ekki hafa ælt í leigubílnum í gær er lítið og fallegt kraftaverk. Djöfulsins óþverri.

Álíka ósniðugt er að setja Liverpool leik klukkan 1 á nýársdag svo ég þurfi að vakna svona snemma. Pepto bismol og Excedrin virðist lítið gagn gera akkúrat núna. Það sem maður leggur á sig til að horfa á fótbolta.

**Uppfært (17:30)**: Mig langar enn að æla.

2 thoughts on “Áramót”

  1. Heh.. á þessum bænum var sko farið á fætur klukkan sjö þrjátíu til að horfa á leikinn! En það var heldur ekki mikið djammað í gær, ekki hægt þegar það er leikur morguninn eftir!

  2. Jammm, það voru nú ófá djömmin sem maður fórnaði til að sjá Liverpool leiki snemma morguns þegar ég bjó í USA 🙂

Comments are closed.