Klámhystería

Hvað þýðir það að fólki sé meinuð gisting á Hótel Sögu? Er ég einn um að finnast það viðbjóðslegt að slíkt skuli gerast á landi sem á að teljast frjálst?

Hversu langt ætlum við að ganga? Haldiði ekki að fyrrverandi eyturlyfjasalar hafi gist á Hótel Sögu? Menn sem hafa lamið konurnar sínar hafa gist á Hótel Sögu, sem og aðrir ofbeldismenn. En hingað til hefur enginn spurt væntanlega gesti um sakavottorð, enda erum við komin ansi langt þegar að hótel er farið að taka að sér að refsa fyrir hegðun sem því er á móti skapi. Ætla femínistar að mótmæla því næst þegar að dæmdur glæpamaður reynir að fá gistingu á tjaldstæði á Íslandi?

Við erum með refsikerfi, sem á að sjá um að refsa fólki fyrir ólöglega hegðun. En hótel, flugfélög eða veitingastaðir eiga ekki að standa í að refsa fólki fyrir sína iðju. Þetta er virkilega ósmekklegt og þegar að hysterían deyr niður þá munu eflaust margir átta sig á því hversu langt menn hafa gengið í vitleysunni.

Vegna þess að femínistum finnst felast kvenfyrirlitning í sumu klámi, þá hafa þær (þau) ákveðið að reyna með öllum ráðum að gera alla klámframleiðslu tortryggilega og engu nær en að þau haldi að öll framleiðsla á klámi sé unnin með 12 ára gömlum pólskum þrælum. Það er í góðu lagi að mótmæla klámi með því að í því felist kvenfyrirlitning (sem er vissulega rétt í ansi mörgum tilfellum), en það er ekki í lagi að gera öllum framleiðendum þess efnis upp þær sakir að þeir stundi mansal og barnaníðingar.

Þetta snýst ekki um að vera með eða á móti klámi, heldur það að vera með eða á móti frelsi. Það hefur ekki verið sannað á þetta fólk að það stundi mansal eða barnaníðingar, enda eru þær iðjur bannaðar í heimalandi fólksins. Þess vegna getum við ekki tekið að okkur að dæma fólkið fyrir þær sakir **án allra sönnunargagna**. Ef að stærsta sök þessa fólks er að framleiða efni uppfullt kvenfyrirlitningu þá má mótmæla efnistökum, en ekki meina því að koma til landsins eða um gistingu.

Svo þorir enginn að standa uppi og verja frelsi þessa fólks til að koma, nema eiga það á hættu að vera merktir sem einhverjir klámsjúkir perrar (einsog ég hef ítrekað lesið á bloggsíðum), sem er álíka ómálefnalegt og ómerkilegt og að kalla alla femínista ljóta og kynlífsskerta.

Ég sé að eini flokkurinn sem talar gegn þessari hysteríu eru ungliðar í Sjálfstæðisflokknum. Það er spurning hvort ég eigi meiri samleið með þeim flokki en þeim sem ég er skráður í núna.

Annars bendi ég á [þetta](http://mengella.blogspot.com/2007/02/sweet-home.html) og [þetta](http://blog.kristjanatli.com/2007/02/22/personufrelsi).

24 thoughts on “Klámhystería”

  1. Ég vona nú að þú farir ekki að dæma heilan flokk af útaf þessu atriði… svo vona ég nú að þú eigir fleiri mál sameiginleg með þínum flokki í dag en sjöllum… 🙂 Það yrði synd að missa svona stert eins og þig!

  2. Ég veit nú ekki hvor ég er til í að áfellast Hótel Sögu mikið. Mér finnst að þeir hljóti að mega hag sinni þjónustu eftir því sem þeir meta best og þjónar hagsmunum fyrirtækisins. Þeir hafa væntanlega verið að hugsa um ónæði sem gæti hlotist af mótmælaaðgerðum og bitnar á öðrum gestum hótelsins… eða það ímynda ég mér.

    Það kemur manni samt alltaf á óvart hvað smá klám hleypir upp mikilli legsýki á íslandi.

  3. Það er mjög athyglisvert hversu stór hluti þeirra sem er með þetta Moggablogg (Moggalína væri réttara nafn þar sem önnur hver færsla er 1-2 línur) eru femínistar. Þeir nota augljóslega Moggabloggið í þeim tilgangi að koma sínum (fordómafullu) skoðunum á framfæri, því allir vita að mbl.is er fjölsóttur vefur og þar er öruggt að rödd þeirra mun heyrast vel.

    Ég hef í dag kommentað við margar af þessum “færslum” sem fjalla um ráðstefnuna sem fyrirhugað var hér á landi, og á öllum nema EINNI síðunni var mínum kommentum hent út. Hvers vegna ætli það sé? Sums staðar var ég kannski full harðyrtur, en annars staðar ekki þar sem ég spurði kurteisislega ýmsa spurninga sem varða ráðstefnuna. Það eina sem mér dettur í hug er að höfundar síðnanna hafa ekki getað svarað spurningunum og þar sem þeir eru jú höfundar síðunnar þá er auðvitað minnsta mál að eyða kommentinu mínu, og enginn nema ég og höfundur síðunnar vitum að því.

    Það sem ég er að reyna að segja er að margir þessara femínista eru að ljúga upp á aðra til að þeir líti út fyrir að vera að segja sannleikann. Og ég er ekki sá eini sem hefur lent í þessu í dag, þ.e.a.s. kommentum verið eytt.

    En auðvitað eru ekki allir femínistar sem láta svona, heldur er þetta einhver ákveðinn hópur sem fer út í svo miklar öfgar að það hálfa væri nóg. Og einmitt útaf þessum öfgahóp innan femínismans þá á ég og mun eiga mjög erfitt með að taka hanskann upp fyrir þá. Þó ég styðji kynjajafnrétti alveg fullkomlega þá fer þetta lið stundum út í svo miklar öfgar að það skilur fólk eftir orðlaust.

    Og að lokum, djöfull er ég sammála þér með það sem þú segir í lokin:

    >”Svo þorir enginn að standa uppi og verja frelsi þessa fólks til að koma, nema eiga það á hættu að vera merktir sem einhverjir klámsjúkir perrar (einsog ég hef ítrekað lesið á bloggsíðum), sem er álíka ómálefnalegt og ómerkilegt og að kalla alla femínista ljóta og kynlífsskerta.”

    Þetta er nákvæmlega pointið, og það er alveg glatað að hugsa til þess að það heyrist BARA í minnihlutahópnum, því það eru jú fleiri sem vilja leyfa hópnum að koma til landsins (t.d. skv. könnu Fréttablaðsins). Ég gæti haldið eeendalaust áfram en segi þetta gott í bili að minnsta kosti.

  4. Ég er sammála hverju orði í þessari færslu. Og varðandi það að fólk sé stimplað, þá gekk það einna lengst í e-um morgunþætti á RÚV sem ég heyrði aðeins utan í síðasta laugardagsmorgun. Þar talaði Steinunn Valdís og einhver maður (sem ég náði því miður ekki nafninu á), eins og hér væri um að ræða hóp af framleiðendum barnakláms, án þess að setja NOKKUÐ spurningarmerki við slíkt orðaval.

  5. Fyndið hvað þessir fordómar hjá feministum útí klám-bisnessinn byggist á gamalli og úreltri hugmynd um hvernig klámiðnaðurinn hlýtur að vera. Ekkert nema misnotaðar konur sem eru seldar á milli fyrirtækja til að búa til grófar sadó masó bíómyndir.

    Finnst þó mest hræðilegt til þess að hugsa að feministar, með sínar úreltu skoðanir og hreint út beint athyglissýki, séu farnar að stjórna því hverjum er hleypt inn og út úr þessu landi. Hvenær urðu þær löggjafinn hér?

    Má kannski líkja þessari gömlu tuggu hjá þeim með klámbisnessin við steríótýpunni sem fylgdi feministum lengi að þær séu allar rauðsokkar með hár undir höndunum.

  6. Ótrúlegt.

    Ég á ekki til orð, fyrirlitning á Feministum kemur sterklega fram frá og með þessari stundu. Mér þykir þetta magnað og hræsni Radison að hafa áfram klám á rásunum sínum, ef satt reynist sannar allar kenningar um móðursýki 😯

  7. Þó að ég þoli ekki liverpool og poolara þá gæti ég ekki verið meira sammála þessum pistli.

  8. Rúnar, þú sagðir:

    “Fyndið hvað þessir fordómar hjá feministum útí klám-bisnessinn byggist á gamalli og úreltri hugmynd um hvernig klámiðnaðurinn hlýtur að vera. Ekkert nema misnotaðar konur sem eru seldar á milli fyrirtækja til að búa til grófar sadó masó bíómyndir.”

    Ekki að ég sé að verja málsstað eins eða neins, eða nenni að tjá mig á nokkurn hátt um þessa ráðstefnu, en mig langar að spyrja þig (og alla aðra sem vilja svara):
    Hvernig er og virkar klámiðnaðurinn? Hver er hin uppfærða og upplýsta hugmynd um tilfinningalegt ástand þeirra sem vilja gera klám?

    Í gamla daga sögðu allir alltaf að klám væri “elsta atvinnugrein í heimi”, en þegar þeir áttuðu sig á því að sá fróðleiksmoli væri algjörlega máttlaus var því skipt út fyrir “fólk fer útí klám af fúsum og frjálsum vilja”, með viðbótinni “þó sumir séu auðvitað í slæmu ástandi, eða kannski lent í einhverju…”.

    Alveg eins og ég trúi því að til séu manneskjur sem sjái ekkert rangt við það að koma fram í og framleiða klám, þá segir það sig sjálft að einhver hluti fólksins gerir þetta af allt öðrum ástæðum. Ójafnvægi, vanlíðan, þörf fyrir viðurkenningu, óslökkvanleg hamingja? Hvað gengur á inní hausnum á fertuga lyftarakallinum í sjávarplássinu sem er búinn að sofa hjá öllum stelpunum, eða stelpunni á 3. ári í grafískri hönnun sem liggur uppí sófa í partýinu og sleikir útum á meðan gaur númer sjö lýkur sér af, hálf-blindaður af vídjókameruljósinu, og hálf heyrnarlaus eftir allt klapp partýgestanna.

    Er allt í fína lagi? Ég spyr afþví að ég veit ekki svarið. Er nóg að brosa allan tímann?

    Kannski er málið að ég tengi engan veginn við þetta; líkurnar á því að ég stundi kynlíf fyrir framan myndavél og tökulið eru vart mælanlegar. Ekki nema ég þyrfti virkilega virkilega á peningunum að halda, að ég væri kominn í eitthvað vesen og…

    …well, hvernig virkar þetta? Hvað eru þessar stelpur að hugsa? Það sama og allir austur-evrópsku strippararnir á Íslandi sem eru bara að safna pening fyrir háskóla- og doktorsnáminu?

    Það er ekki nóg að segja að feministar séu öfgafullir og hafi rangt fyrir sér. John Kerry rembdist við að segja fólki að kjósa EKKI Bush, en gleymdi því að segja afhverju það ætti að fylgja honum.

    Þannig að, ef feministar eru að bulla: hver er þá sannleikurinn?

  9. Og svo það komi fram: ég er auðvitað sammála því að þetta ráðstefnuklúður er fáránlega sorglegt. Þessi ráðstefna hefði að sjálfsögðu átt að fara fram, og þeir sem hefðu viljað mæta með typpaskilti og rjómatertur hefðu mátt mæta, og sveifla typpum og fleygja rjóma.

  10. Stjórnmálaflokkarnir hefðu mátt vera duglegri að gagnrýna stefnu Frjálslyndaflokksins í innflytjendamálum. Nú hafa allir flokkar tekið upp þeirra stefnu þ.e. að stjórna því hverjir fá að koma hingað til landsins.

    Þetta mál er með algjörum ólíkindum. Er ekki gáfulegra að eyða peningum, tíma og orku í að ræða þarfari málefni í samfélaginu en einhverja ráðstefnu sem hefði farið framhjá öllum?.

    Persónulega hef ég meiri áhyggjur af verðbólgu, okurvöxtum, misskiptingu, háu verðlagi og fákeppni svo eitthvað sé nefnt.

  11. en fínt komment hjá þér halli!!
    mér finnst þetta sjónarmið gleymast of mikið í rifrildinu “feministar eru hálvitar og ljótar og karlar eru klámhundar og ógeð”

    vantar einhvern svona meðalveg og afslappaðari umræðu

    en hey muniði þegar hells angels gaurunum var ekki hleypt inní landið ojjjjjjjjjjjjjjjjjjj hvar var frelsið þá?

  12. Er ekki sala eiturlyfja lögleg í Amsterdam, líkt og vændi. Ættum við þá ekki að vera opinn fyrir því að þeir sem selja eiturlyf á löglegan hátt þar geti komið og haldið ráðstefnu hér á Íslandi til að styrkja tengslanet sín í því og kynna starfsemina?

    Mér finnst það frekar óviðkunnanleg tilhugsun og er algjörlega hlynnt því að fyrirtæki í einkaeign sé það algerlega í sjálfsvald sett að vísa svoleiðis viðskiptavinum frá, ef þeir vilja, og vegna þess að þeir sjái það jafnvel að slíkir hópar myndu skemma ímynd þeirra og í framhaldinu yrðu þeir hugsanlega af einhverjum viðskiptum.

    Ef borgaryfirvöld og opinberir aðilar vilja lýsa því yfir líka að slíkt sé þeim ekki að skapi vegna þess að þeir hafa ekki nógu sterk lagaleg rök til að koma í veg fyrir þetta eins og lögin eru í dag, þá finnst mér þessi starfsemi síður en svo hafin yfir það að vera undanþegin slíkri gagnrýni.

  13. Kristín, ef félag hassreykingarmanna vill koma til Íslands og halda ráðstefnu væri þeim það mjög velkomið.

    Enda er kannabis-efni, hass og marijúana lögleg í Amsterdam en ekki sterkari eiturlyf og heild-sala á fyrrnefndu efnunum er ennþá ólögleg. Það er aftur ekkert að því að vera með vatnspípu eða jónu.

    Það er fordæmið sem er verið að setja sem er slæmt, og Katrín, Hells Angels voru dæmdir glæpamenn sem myndir voru af í samstarfi við menn sem voru í skipulagri glæpastarfssemi, menn sem höfðu margoft átt náinn samskipti við lögreglu. Í því felst munurinn og frelsið.

    Ef vatnspípu félag Lollands (sem er til svo það sé á hreinu) vill koma til Íslands á þá að banna þeim að koma líka, þar sem það sem þeir stunda í frítíma sínum er ólöglegt á Íslandi?

    Ég hef oft keyrt á 130 km hraða á hraðbrautinni í Þýskalandi, ætti að reka mig úr landi á Íslandi þó ég hafi ekki brotið nein lög á Íslandi en hefði augljóstlega brotið umferðarreglur ef ég hefði verið staddur hér á landi?

    Hvar ætlum við að stoppa?

    Halli, auðvita getur fátækt og eymd leitt konur til að fara í klám en ég held að það sem þú sért að biðja um halli sé best líst af Christina Hoff Sommers og Camillie Paglia sem eru báðar þekktir feministar og rithöfundar sem mótmæla kynlífshreinsunum og kyn-hreinsunum feminista, og styja klám val kvenna á fullorðinsaldri.

  14. Góð færsla hjá þér. Það er svoldið erfitt að vilja fylgja feminismastefnu félagsins á íslandi miðað við hvernig þær fylgja og hrópa hlutina allt í nafni jafnréttis

    Ég er feminísti og ég er stolt af því, EN ég mun aldrei vilja neitt með þessar konur gera sem staðið hafa að málefnum feminisma hér á landi undanfarin ár. Þær gera lítið úr málstaðnum, því á mörgum vígstöðum er ástandið ábótavant.

    Ég skil ekki samt hver pælingin er á bak við það að selja barmmerki fyrir framan súlustaði eða fordæma klámráðstefnur.

    Ég skil ekki hvað Vilhjálmur borgarstjóri hefur borðað í morgunmat daginn sem hann ákvað að lýsa vanþóknun sína á klámráðstefnu.

    Að sjálfsögðu eiga einkareknum fyrirtækjum að vera frjálst að neita þjónustu til þeirra sem þeir vilja en ekki taka ákvörðun og fela sig á bak við ríkisvaldið. Mér finnst eigendur hótel sögu, bændasamtökin, hafa staðið illa að málunum.

    Bendi að lokum á 65 gr stjórnarskráarinnar sem hljómar svo:

    65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
    Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)

  15. Ég á erfitt með það að skilja þetta þannig að mannréttindi hafi verið brotin á fólkinu. Það var enginn að banna fólkinu að koma til landsins en stjórnvöld lýstu vanþóknun sinni á því sem þau ætluðu að aðhafast hér en ekki á því hver þau væru.

    Án efa hefur margur klámframleiðandinn komið hingað til lands algerlega óáreittur til þessa, og fengið að skemmta sér hér, svo lengi sem hann hefur ekki brotið nokkur lög og hefur engum dottið í hug að reyna að hindra það eða að reyna að flokka fólk inn í landið með slíkum hætti.

    Enda er það að miklu ef ekki öllu leyti útúrsnúningur að þeir sem mótmæltu fyrirhugaðri ráðstefnu hafi viljað meina fólkinu að koma til landsins eða að skemmta sér bara eins og næsti maður. Ráðstefnan og uppsetningin á henni var vafaatriðið í þessu öllu saman.

  16. > Enda er það að miklu ef ekki öllu leyti útúrsnúningur að þeir sem mótmæltu fyrirhugaðri ráðstefnu hafi viljað meina fólkinu að koma til landsins

    Nei, þau vildu bara koma í veg fyrir að fólkið fengi gistingu :rolleyes:

  17. Snúa út úr? Voru ekki nafngreindir feministar búnir að lýsa því yfir að þau myndu ekki beina viðskiptum sínum til Hótel Sögu ef klámliðið fengi að gista þar?

    Hvaða skilaboð eru fólgin í því? Var ekki beinlínis verið að hóta þeim sem myndu veita þessu fólki gistingu?

    Var ekki verið að hóta því að mótmæla við hótelið og valda þannig öðrum gestum ónæði?

    Ég sé ekki hvernig ég er að snúa út úr á nokkrun hátt.

  18. Úr því að frelsið hefur mikið verið til umræðu síðustu daga:

    Þá hafa feministar fullt frelsi til að mótmæla athæfinu/ráðstefnunni en höfðu og hafa engin völd eða rök til þess að meina fólkinu að gista þarna sem einstaklingar.

    Hótelið var svo líka algerlega frjálst í því að ákveða það hvaða viðskiptavinum það vildi vera trútt, feministunum eða klámhópnum og leggja þannig línurnar í því hver væri þeirra raunverulegi markhópur. Báðir hópar mótmæltu viðhorfi hinna. Hótelið hafði svo frelsi til að taka afstöðu til mótmælanna úr báðum áttum.

    Sumir hafa viljað bera þetta saman við það að Íslendingum yrði meinað að gista á hótelum úti í löndum vegna hvalveiða Íslendinga. Ég efast um það að slíkt myndi gerast, ekki fyrir einstaklinga frá Íslandi.

    En ég tel ekki fráleitt að ef Íslendingar ætluðu sér að halda ráðstefnu í einhverju hvalavina-landinu, um hvalveiðar að þá myndu íbúar viðkomandi lands vera vísir með það að mótmæla því og að einhver fyritæki væru jafnvel vís með það að neita því að þjónusta slíkan hóp.

    Hvort að við hérna heima myndum sjá slíkt sem eitthvert mannréttindabrot frekar en einfaldlega frelsi viðkomandi íbúa til að mótmæla einhverju sem þeim finnst vera siðferðislega rangt ætla ég ekki að fullyrða en fyrir sjálfa mig þá verð ég að segja að ég held ég myndi aldrei upplifa það sem mannréttindabrot gegn einstaklingunum í hópnum.

    Og svo er það auðvitað blessað klámið, er það svo hræðilegur hlutur? Langflestir eru líklega til í það að viðurkenna það að misnotkun, mansal og glæpir eru tengdir klámframleiðslu víða, að einhverju marki. Eru einhverjar löglegar atvinnugreinar aðrar sem þurfa að glíma við svona fylgikvilla að einhverju ráði?

    Áfengi er löglegt en eiturlyf ólögleg í flestum löndum. Af hverju er annað löglegt á meðan hitt er ólöglegt þegar vitað er að hvorutveggja getur verið mannskemmandi? Felst munurinn ekki í því að annað er tölfræðilega séð töluvert minna mannskemmandi heldur en hitt? Gott og vel, má kannski fullyrða það að einstaklingurinn eigi að hafa þetta blessaða og heilaga frelsi sitt til að eyðilegja líf sitt með eiturlyfjunum eins og áfenginu en ég á erfitt með það að sjá annað en að samfélagið myndi alltaf líða of mikið fyrir það.

    Eins og eiturlyfja- eða áfengissjúklingurinn þá eru einstaklingar sem lifa og hrærast í klámheimum örugglega oft í afneitun um skaðann sem þeir þola í gegnum hann og um ástæðurnar fyrir því að þeir taka þá ákvörðun að fara út á þessa braut. Ég hef enn ekki lesið þá bók eða horft á þá heimildarmynd um þetta sem hefur sannfært mig um það að kvenfólk í klámmyndum sé að gera það í meirihluta tilvika algjörlega af fúsum og frjálsum vilja og/eða að þær bíði engan skaða af því.

    Hvað er ásættanlegt að sé mikil eða lítil misnotkun, mansal og glæpir á bakvið klámmyndaframleiðsluna til að réttlæta hana siðferðislega?

    Svo að við hin öll getum búið við frelsi til að horfa á klám.

  19. >Langflestir eru líklega til í það að viðurkenna það að misnotkun, mansal og glæpir eru tengdir klámframleiðslu víða, að einhverju marki. Eru einhverjar löglegar atvinnugreinar aðrar sem þurfa að glíma við svona fylgikvilla að einhverju ráði?

    Ertu ekki að grínast?

    Strigaskór sem þú labbar í eru framleiddir í þrælabúðum. Í stórum verksmiðjum um allan heim er fólki smyglað inn til að vinna við hræðilegar aðstæður. Heldurðu virkilega að mansal sé bara stundað til að búa til klám eða stunda vændi?

    Málið er bara að femínistar nota mansal sem átyllu til að pranga siðferiðsvitund sinni yfir á okkur hin. Þær þola ekki neitt klám, ekki einu sinni það sem er búið til af vel launuðum silíkongellum í Hollywood – og nota þessi rök einsog mansal og barnaníðingar til gefa andstöðu sinni við klám meira vægi.

    Ég get ekki lýst viðbjóði mínum yfir barnaníðingum eða að fólk sé selt sem þrælar. En það er nauðsynlegt að gera greinarmun á því og að fullorðið fólk stundi kynlíf af fúsum og frjálsum vilja fyrir framan myndavélar.

  20. Jahá. Óvænt féllu hugmyndir femínista og hins móralska meirihluta (sem er að finna í öllum flokkum) saman og klámráðstefnan var ekki haldin. Femínistar tóku ekki þá ákvörðun. Að halda því fram að þau hafi slík völd að geta fengið bændasamtökin til þess að taka þess ákvörðun og alþingi og borgarstjórn til þess að álykta gegn ráðstefnunni er hrein heimska. Það er voðalega þægilegt að hafa svona einn sökudólg, en öllu má nú ofgera. Sjálfum fannst mér margir feministar fara langt yfir strikið í umræðum um ráðstefnuna og klámið og get verið sammála mönnum í því, en þær hafa líka leyfi til þess að tjá sig eins og aðrir. Siðprúði meirihlutinn gat tekið þessa ákvörðun vitandi það að femínistar yrðu gerðir að blórabögglum. Eins og einhver sagði: fólk er fífl.

    Annars var víst fyrirhugað að halda Búnaðarþing á Hótel Sögu um sama leyti og klámráðstefnuna. Mér segir svo hugur að sú staðreynd hafi haft meira að segja um ákvörðun bændasamtakanna en álit femínista.

  21. Takk Einar fyrir þessar upplýsingar. Ég var ekki að grínast, ég einlæglega mundi ekki eftir þrælahaldi eða barnaþrælkun stórfyrirtækja eða þrælabúða þegar ég var að reyna að rifja upp einhverja aðra atvinnugrein sem væri tengd misnotkun, mansali og glæpum. Fannst það heldur ólíklegt að það væri ekki og átti frekar von á því að fá einhver dæmi önnur eins og þetta frá þér. Ég á engan hátt var að fullyrða það að mansal væri aðeins tengt klámi eða vændi. Ég setti þetta líka fram sem spurningu, líkt og þá hugleiðingu mína hvort að klám sé virkilega svo hræðilegt.

    Ég á samt erfitt með það að ímynda mér annað en að það sé mannskemmandi að lifa og hrærast í klámheiminum. Ég myndi engum óska þess að leiðast út á þá braut. Ekki frekar en ég myndi ekki vilja sjá nokkurn mér nákominn leiðast út í eiturlyfjaneyslu. Þú þarft að búa yfir ákveðnu virðingarleysi gagnvart sjálfum þér og sjálfseyðingarhvöt í báðum tilvikum.

    Skóframleiðsla held ég að þurfi ekki að vera svo hræðileg í eðli sínu…

    Að tönnslast sífellt á því að það séu bara hysterískir feministar sem séu mótfallnir klámi jafngildir því að ég gæfi mér það fyrirfram að það væru bara brenglaðir klámhundar sem verja klámið. Ég veit vel að það er fullt af “venjulegu” fólki sem hefur gaman af klámi en það breytir ekki þeirri staðreynd að það klámefni sem það er að nýta sér gæti vel hafa verið framleitt undir mjög vafasömum kringumstæðum án þess að það geti greint það af eða á. Alveg eins og skórnir okkar.

    Ég hugsa að ég verði meðvitaðri um það héðan í frá þegar ég kaupi mér skó að kynna mér það hvar þeir eru framleiddir og hver sagan á bakvið þá er. Ég vona að þú verðir það líka næst þegar þú horfir á klám.

  22. >Ég á samt erfitt með það að ímynda mér annað en að það sé mannskemmandi að lifa og hrærast í klámheiminum.

    Þetta er eflaust rétt, en breytir samt litlu. Fannst það líka fyndið að Atli Gísla notaði prófið “vil ég sjá mömmu mína eða systur vinna þarna” til þess að dæma þennan iðnað. Málið er að það er fullt af störfum sem eru mannskemmandi og ég vildi ekki sjá mömmu mína eða dóttur vinna við. Það er ábyggilega mannskemmandi að vinna í kolanámu til dæmis, en það þýðir ekki að við eigum að banna þau störf. Ég hef aldrei haldið því fram að allar þessar klámleikkonur og leikarar séu ofboðslega happí og stabíl, enda er ég ekki nándar nærri því nægilega mikill áhugamaður til að kynna mér það.

    >Að tönnslast sífellt á því að það séu bara hysterískir feministar sem séu mótfallnir klámi

    Ég hef aldrei haldið því fram að það séu bara femínistar sem séu mótfallnir klámi. Sagði bara að femínistar væru mótfallnir klámi, en ekki að þær væru einar í þeim hópi.

Comments are closed.