Ég trúi því varla að fólk sé að tapa sér yfir ummælum Steingríms J. um að hann vilji stofna netlöggu til að fylgjast með netumferð landsmanna. Ég meina, það er ekki fræðilegur möguleiki á að honum hafi verið alvara með þessu? Er það nokkuð? Ha? Þetta er svo vitlaus hugmynd að það er nánast ólýsanlegt.
10 thoughts on “Netlögga”
Comments are closed.
Já, þessi hugmynd er algjörlega út úr kú – og þar að auki ill- eða óframkvæmanleg.
Ég átti ekki til eitt aukatekið orð þegar ég heyrði þetta.
Eigum við ekki bara að taka upp sama háttinn og Kínverjar og loka fyrir þær síður sem ekki hugnast yfirvaldinu.
Það er margt síðustu vikur sem sýnir Steingrím J í nýju ljósi, kannski ekki nýju en það sýnir að eftir allt saman er hann bara sami gamli allaballinn og „nýjar” hugsjónir eru mest megnis rugl… að mínu mati.
Er einhvers staðar á netinu hægt að heyra/lesa hvað hann sagði nákvæmlega? Ég er að komast að þessum ummælum fyrst núna.
Maðurinn er auðvitað snillingur. Hver vill ekki banna klám og það hvað sem það kostar. Svo verður bjórinn aftur gerður að bannvöru og öll fyrirtæki sem græða vísað úr landi. Fólkinu verður svo að endingu vísað frá Reykjavík, líkt og gerðist í Kambódíu, og sent út á land að prjóna ullarvettlinga og tína fjallagras.
Sigurjón, þetta var í Silfri Egils – þú ættir að geta séð þáttinn á vísi.is.
Nu hef ég ekki hugmynd um hvað Steingrímur sagði eða hvernig hann meinti það, en ég verð að viðurkenna að mér finnst “netlögga” ekki í eðli sínu fáránleg hugmynd.
Ekki ef útfærslan felur fyrst og fremst í sér deild innan lögreglunnar sem sérhæfir sig í að skilja nettækni nægilega vel til að aðstoða við rannsókn glæpa sem styðjast að einhverju eða öllu leyti við internettækni.
Eins og til dæmis þjófnað úr heimabönkum, notkun netsins við sölu á þýfi eða dreifingu vírusa. Líf fólks fer í síauknum mæli fram “á netinu” og lögreglan þarf því að hafa skilning á nettækni sem mig grunar að hana skorti að miklu leyti í dag.
Bjarni, Steingrímur vildi fá netlöggu til að stemma stigu við því að fólk geti skoðað klám á netinu.
Mér fannst þetta svo fyndið að ég dó næstumþví! Jesús! Að detta þessi vitleysa í hug!!!! 😯 Ótrúlegt!!
Ég gerði mynd af nýju netlöggunni okkar…
http://gaui.is/img/netlogga-sjs.jpg
http://www.saevar.com/sjs.jpg