(Smelltu á myndina til að sjá stærri útgáfu og til að sjá útskýringar á því af hverju ég keypti viðkomandi bók.)
Ólíkt mörgum bakpokaferðalöngum þá hendi ég aldrei eða sel Lonely Planet bækurnar mínar. Ég geymi þær alltaf og safnið mitt verður því sífellt stærra.
Þetta eru orðnar 27 bækur og þótt 4 séu eiginlega svindl (þar sem ég hef ekki komið til þeirra staða og er ekki með það á dagskránni) þá hafa þær flestar tilfinningalegt gildi fyrir mig. Þær eru ákveðinn hluti af minningunum frá ferðalögunum mínum.
Vá hvað ég þekki þetta. Ég get einmitt alls ekki fengið mig til að henda bókum sem ég ferðast með, samt er ég mjög viljugur að taka við notuðum bókum annara. Passar ekki alveg saman.
Varðandi vonandi næstu ferð þína, og ég veit að ég hljóma eins og gömul plata þá var ég bæði með LP India og Rough Guide og eins og oft áður, RG var miklu betri, sérstaklega í landi svona yfirfullu af menningu og djásnum eins og Indland er.
Jammm, tek þetta til greina næst þegar ég fer.
Ég er bara ekki enn búinn að fá nokkra löngun til að fara aftur einn á ferðalag. Þannig að einsog er, þá er ég ekkert búinn að skipuleggja að taka mér frí. Kosturinn við að eiga fyrirtæki er þó að ég gæti alveg eins farið í janúar ef ég væri þá kominn í stuð.
En núna er enginn ferðahugur í mér, allavegana ekki í að fara einn.
Gaman að sjá þetta safn.. 🙂 var að glugga í Islensku bókina um daginn var með þjóðverja í heimsókn.. og það er ótrúlegt hvað þeir uppfæra þetta hratt… það var neflega myndst á álverið í reyðarfirði….
Mæli svo með því Einar að þú takir þig til og skoðir þitt eigið land… 🙂 Fór á marga staði sem ég hafði aldrey séð með félaga minn um daginn því auðvita varð ég að sýna honum eithavað fallegt..
skelti inn færslu á bloggið ef þú hefur áhuga að skoða..
Vá.. þetta er slatti!
Fyrir utan það hvað þessar bækur hafa nýst þér vel, þá lúkka þær bara allvel svona saman í hillunni 🙂
Nákvæmlega, Fanney! 🙂
Og Kristján, ég hef séð afskaplega mikið af Íslandi, þar sem foreldrar mínir voru dugleg við að fara í útilegur útum allt land. Auk þess vann ég sem sölumaður nokkur sumur og fór því oft hringinn. Hef því séð langflest á Íslandi.
Gott að heyra.. 🙂 ég var nú búinn að keyra 30 sinnum til reykjavíkur norður leiðina, en aldrey stoppað við Goðafoss… þó svo að hann sé nú bara 50 metrum frá veginum…. íslendingar fíta sér svo mykið… 🙂 en haltu bara áfram að ferðast… altaf gaman að lesa frásagnir þínar.. 🙂
Kveðja að austan úr rigninguni… Kristján R
takk fyrir ad lana mer thailandsbokina..
djoooooook
eg er bara med rough guide thvi dadi sagdi mer ad kaupa hana;)
Jamm, ég held að Daði sé á prósentum hjá Rough Guide 🙂