Fyrir einhverjum mánuðum benti einn Couhsurfing gestur mér á síðuna World’s Most Traveled People, sem er áhugaverð fyrir ferðalaga-nörda. Þar er heiminum skipt uppí 673 svæði. Síðan virðist ekki vera mjög vinsæl á Íslandi þar sem ég er í efsta sæti meðal Íslendinga, en ég hef ferðast til 83 staða og á því “bara” 590 staði eftir.
Stofnandi síðunnar, Charles Veley hefur komið til 629 staða og á aðeins 44 eftir. Gott hjá honum.
* * *
Samkvæmt þessum lista er þetta blogg 14. vinsælasta bloggið á Blogg-Gáttinni. Einnig er það í 5. sæti yfir þau blogg, sem oftast voru í efsta sæti á Blogg Gáttinni. Það er ágætt miðað við hversu illa þessi bloggsíða er uppfærð. Og einnig er það nokkuð merkilegt í ljósi þess að þessi bloggsíða fjallar nánast eingöngu um sjálfan mig, en ekki um pólitík, trúmál eða önnur slík mál, sem fólk virðist elska að þræta um.
Einnig er athyglisvert að þessi síða er talsvert vinsælli en Liverpool bloggið á Blogg gáttinni (sem lendir í 22.sæti). Aðalástæðan fyrir því er auðvitað sú að svo margir fara beint inná Liverpool bloggið, þar sem flestir sem skoða þá síðu lesa líka umræðurnar sem eru í gangi allan sólarhringinn, en koma ekki eingöngu inn þegar að nýjar færslur koma inn, líkt og er sennilega á þessu bloggi. Liverpool bloggið fær allavegana umtalsvert fleiri heimsóknir á hverjum degi en þetta blogg.
Mér finnst það líka pínu magnað að af 20 vinsælustu bloggunum samkvæmt þessum lista, þá les ég bara fimm: Silfur Egils, Gneistann, Örvitann, Stefán Pálss og Henry.
* * *
Í dag er ég ennþá pirraður yfir fótboltaleik, sem var spilaður í Norðurlhuta Englands í gærkvöldi. Það er á stundum sem þessum sem ég efast um geðheilsu mína.
* * *
Og ég vil fá snjó í þessu blessuðu fjöll í kringum borgina, svo ég geti prófað snjóbrettið mitt. Það er nákvæmlega EKKERT gott við þetta veður sem á okkur dynur. Ef einhver æðri vera gæti bent mér á tilganginn við svona veðurfar, þá væri það indælt. Ég sé hann ekki.
Æji, er eitthvað að marka þetta? Sumir ferðast frá 5* hóteli á næsta 5* hótel án þess að sjá eða gera neitt, segjast svo hafa heimsótt “landið”. Svo eru margir sem safna löndum og staldra við í innan við dag. Hvenær hefur maður heimsótt landið, er nóg að stíga fæti í flugstöðina og skrá sig svo á þessa heimasíðu?
Hvernig getur þú sagt að þú hafir heimsótt Sameinuðu Arabísku Furstadæmana þegar þú hefur aðeins verið á flugvellinum? Ég hef millilent á Schipol í Amsterdam oftar en einusinni en væri það þó ekki skrítið að ég færi að segjast hafa heimsótt Holland og Amsterdam, þótt ég hafi aldrei stigið fæti af flugvellinu. Eða hvað? no fense 😉
Mér finnst allt að því óskiljanlegt hvað eftirspurnin eftir Agli Helgasyni er mikil í þessu samfélagi!
Nei, auðvitað er ekkert að “marka þetta”. Enda eru engin peningaverðlaun veitt fyrir þetta. En þetta er einsog annað svona dót ágætt viðmið – ekki fyrir einhvern meting, heldur fyrst og fremst til að sjá hvað maður á eftir að sjá rosalega mikið.
Svo skapar þetta umræðu um ferðalög, sem er alltaf gott, sérstaklega í svona veðri.
En ég get tekið Dubai útaf þessum lista ef þér líður betur með það. Þar fór ég reyndar út fyrir bert loft, sem ég hef nú haft sem viðmið við þessi flugvallastopp. Annars er þetta alltaf huglægt mat. Er til dæmis sanngjarnt að segja að Jón Jónsson hafi komið til Chicago ef hann hefur bara verið þar í einn dag og bara séð Sears Tower á meðan að ég bjó þar í þrjú ár og skoðaði alla helstu staðina margoft?
Alveg einsog ég er auðvitað sammála þér með það að fólk sem gistir á resort hótelum í Cancun hefur í raun ekki séð Mexíkó. En það er hins vegar alltof erfitt að meta það. Þannig að ég segi að viðmiðið sé að hafa komið út. 🙂
Voðalega var þetta samt pirrað komment yfir ekki merkilegri hlut.
Í línu 111 í CSS skjalinu þínu þá er “margin: 10px 0pt 0pt;” sem gerir það að verkum að það er óvenjulega mikið loft fyrir ofan þessa smiley kalla sem eru hérna í noktun. Það verður til þess það er erfitt að átta sig á því hvort fólk hefur gert greinaskil eða ekki.
Ég kem hér með formlega beiðni um að þetta loft verði minnkað um 10 pixla 🙂
Einhver serstök astæða fyrir þvi að þu akveður að hætta að telja a bloggi no. 20. 😉
Takk, Sigurjón. Ég er búinn að laga þetta. Guði sé lof fyrir CSSEdit. Ég elska þetta forrit næstum því jafnmikið og OmniFocus. NÆSTUM því.
Og góður, Svansson. Svarið er nei. En á milli 20-30 les ég 4 blogg, þannig að það hljómar betur að segja að ég lesi bara 5 á milli 0-20 heldur en 9 á milli 20-30 🙂
Grikkland fær sex svæði, Finnland fjögur – en Þýskaland og Frakkland bara tvö hvort? I demand a recount 😉
á listanum frá 1-54 les ég bara 3 blogg
þig, mig og sigurjón:)
svo nennti ég ekki að skoða neðar á listanum
hehe.. já, þetta komment hjá mér virkar líka ansi biturt eitthvað, þótt það átti ekki að vera það. Hlýtur að vera veðrið… En happy travelling! 🙂
Það þarf líka enginn að lesa fleiri blogg en það Katrín 😉
Nákvæmlega 🙂
Já þetta snjóleysi sökkar.
Það þýðir ekkertað eltast við þessar lyftur. Erum búin að fara 4x á skíði í Desember… 2x í Bláfjöll, Tindfjöll og Eyjafjallajökull. En maður þarf að leggja það á sig að labba upp!
Fólk skilur ekki að maður nenni þessi en mómentið þegar maður stendur á toppnum rétt áður en maður rennur sér niður er þess virði og auðvitað þessar örfáu mínutur sem rennslið á sér stað.
Já, ég held samt að ég þurfi að nýta mér lyfturnar svona allavegana á meðan að ég næ tökum á snjóbrettinu. 🙂
hehe já ég skil það vel ekki gaman að eyða orku og tíma í að labba upp til að rúlla niður:)