Þar sem ég hékk heima í gær í kjölfar endajaxlatöku, þá tókst mér loksins að vinna aðeins meira í myndunum frá Mið-Austurlöndum.
Það er kannski til marks um hversu skemmtilegt þetta sumar hefur verið að ég er ekki enn búinn að klára að ganga frá þessum myndum. Allavegana, hérna er seinni hlutinn af Sýrlands myndunum.
Á þessari mynd er ég í einni af 3-4 fjórum ferðum mínum inní hina stórkostlegu Umayyad mosku í Damaskus í Sýrlandi.
Hérna er fyrri hlutinn af myndunum frá Sýrlandi og hérna eru myndirnar frá Líbanon. Það styttist þá í myndir frá Jórdaníu, Ísrael og Palestínu.