Ég setti inn nokkrar myndir á Flickr frá byggingu staðarins á Kungsbron. Við munum svo opna á fimmtudag.
Það er enn frekar mikið drasl inná staðnum, þar sem að allir birgjar eru að koma með sendingar, en þetta lítur samt mjög vel út og ég held að það verði ekkert sérstaklega mikið stress fyrir opnunina.