The Top 50 Best Restaurants 1-50 | The World’s 50 Best Restaurants. – Listi frá San Pellegrino fyrir árið 2010. Noma í Kaupmannahöfn er kominn uppí efsta sætið og telst því besti veitingastaður í heimi samkvæmt þeim lista. Af sænsku stöðunum fer Mathias Dahlgren uppí 25.sætið en Oaxen Krog dettur niður í 42.sætið. Serrano er ekki meðal 50 efstu, en hlýtur að vera kraumandi undir. 🙂
5 thoughts on “The Top 50 Best Restaurants 1-50 | The World’s 50 Best Restaurants”
Comments are closed.
Serrano hlýtur eiginlega að vera númer 50 og hálft 😉
Heill og sæll!
Nú langar mig að nota tækifærið og misnota aðstöðuna. Þannig er að ég verð ásamt fjölskyldu minni í Stokkhólmi í sumar yfir stórafmæli móður minnar. Getur þú mælt með einhverjum flottum stað fyrir stóra daginn? Einhvern með góðum mat að sjálfsögðu en helst á góðu verði líka – nema gengismálin verði komin í betra horf. 🙂
Nákvæmlega Dóri. 🙂
Brynjar, ekkert mál. En þú verður að segja mér hvað þú ert til í að eyða í mat (án drykkja) svo að ég get ráðlagt þér betur.
Held við værum alveg til í að miða við t.d. 10.000 ISK á mann. En svo er alltaf spurning um hvort maður er að deila því á fleiri rétti, hvort það sé aðalréttur + eftirréttur eða margréttað. Fyrir þessa upphæð væri hægt að fara í 7 réttað á Dill en maður veit ekkert hvað maður fær fyrir þennan pening í Svíþjóð.
Svo er kannski önnur stærð í reikningsdæminu sú að við verðum með tveggja og hálfs árs stúlku með okkur, sem þarf að taka tillit til. Við erum sem sagt ekki að tala um neitt súper fínt, heldur bara góðan mat á góðu verði.
Vona að þú getir sirkað eitthvað útfrá þessari verðhugmynd.
Fyrir 10.000 á mann (það er ef það er ekki með víni) þá eruði í helvíti góðum málum og getið valið nokkuð breitt úrval af stöðum. Þetta eru um 588 sek, sem ætti að duga fyrir 3 rétta máltíð á ansi mörgum stöðum – þó ekki þeim allra dýrustu.
Ég myndi mæla með Kungsholmen (http://www.kungsholmen.com/) sem er að mínu mati frábær staður í eigu Melker Andersson, sem er einn frægasti kokkurinn hérna í Svíþjóð. Þar geturðu fengið bland af sænskum og útlenskum mat. Ég hef alltaf verið ánægður þar.