Ég hef síðustu vikur sett inn slatta af Indlandsmyndunum á Flickr. Við tókum gríðarlega mikið af myndum á Indlandi og það hefur tekið sinn tíma að laga til myndirnar, skíra og svo framvegis.
En fyrir áhugasama, þá eru hérna fyrstu myndirnar úr ferðinni.
1. hluti: Maharastra: Þetta eru myndir frá Mumbai og svo hellunum í Ajanti og Ellora.
2. hluti: Rajasthan: Þetta var að mörgu leyti hápunktur ferðarinnar. Þarna eru myndir frá Jaipur, Jodhpur, Udaipur og Thar eyðimörkinni.
3. hluti: Delhi og Amritsar: Myndir frá höfuðborginni og Gullna Hofinu í Amritsar ásamt pakistönsku landamærunum.
Ég set svo inn restina af myndunum á næstu dögum og vikum.