90% lán, kynlíf og brjáluð loforð

Skrítið að enginn virðist hafa spáð í þessu loforði framsóknarmanna um 90% húsnæðislán fyrr en eftir kosningar. Fyrir kosningar hafði fólk aðallega áhyggjur af því að auglýsingarnar fyrir lánin væru of fyndnar eða væru að hvetja til kynlífs hjá ungu fólki.

Ég verð að játa að ég hafði lítið spáð í því hversu vitlaus þessi hugmynd framsóknarmanna væri fyrr en núna. Jón Steinsson, sem ber af öðrum greinarhöfundum á Deiglunni skrifar í dag um þessa hugmynd:

Með þessum tillögum virðist félagsmálaráðherra algerlega hafa misst sjónar á tilgangi hins opinbera húsnæðiskerfisins. Á það virkilega að vera hlutverk hins opinbera að tryggja það að fólk geti keypt 20 milljón króna fasteignir? Nei! Tilgangur húsnæðiskerfisins á að vera að hjálpa ungu og efnalitlu fólki að eignast sína fyrstu fasteign. Kerfið á að ýta undir almenna húsnæðiseign, ekki almenna einbýlishúsaeign.

Nákvæmlega!! Af hverju fattaði þetta enginn fyrir kosningar?

5 thoughts on “90% lán, kynlíf og brjáluð loforð”

  1. Gamla hriflueðlið brýst fram í þessu uþb eina máli sem ber grænan blæ í stjórnarsáttmálanum.

    Ég var eitthvað að lesa mig í gegn um hann og það er nokkuð ljóst að Framsókn hefur greitt fyrir forsætisráðuneytið með nokkurnvegin öllum sínum kosningamálum, þeas Davíð fær meira eða minna öllu sínu framgengt -þessu horfa menn framhjá, klappa Halldóri á öxlina og óska honum til hamingju með nýja embættið!

    Þetta er í raun alveg draumadíll f. Sjálfstæðisflokkinn, hann fær öll málefnin og eitt ráðuneyti til viðbótar …svo tala menn um að flokkurinn hafi goldið afhroð!!!

  2. Heyr heyr! Síðast þegar ég sá spá Seðlabankans fyrir 2007 var hún álíka góð og söngurinn hjá Halldóri Ásgrímssyni.

    Það að Flokkurinn skuli hafa samþykkt þetta ber vott um það að þessi blessuðu löglærðu þingmenn okkar hefðu betur lært hagfræði.

    Íbúðalánasjóður var einmitt alltaf kallaður “Nátttröllið” af kennaranum mínum í fjármálamörkuðum. Sá er yfirmaður niðri í Seðlabanka.

    Þetta er næstum því jafn mikil vonbrigði og klausan um að búa ísl. landbúnaði góð skilyrði svo hann geti séð Íslendingum fyrir heilbrigðum og hollum landbúnaðarvörum.

    Munurinn á þessum skelfilegu klausum í stjórnarsáttmálanum er sá að sú fyrri mun dýpka kreppuna eftir nokkur ár en sú seinni kostar jafnvel fjölda mannslífa – reyndar í þriðja heiminum þannig það skiptir okkur guðsútvöldu Vesturlandabúana ekki neinu máli

    😡 já, maður verður pirraður!

  3. Hehe, er ekki verid ad selja 56 fm ibudir i Skuggahverfi a 15 milljonir med innrettingum?

  4. Thad verdur natturlega ad hjalpa folki ad kaupa sinar 20-50 milljon krona ibudir nuna thegar buid er ad loka fyrir lanveitingar hja Landsima Islands

  5. Ég verð að lýsa yfir ánægju með fyrirsögnina.

    90% lán, kynlíf og brjáluð loforð

    Af hagfræðingi að vera er þetta helvíti laglegt. Kynlíf, loforð og prósentumerki. Er hægt að biðja um meira?

    Jaðarábati hefði kannski mátt fylgja með

Comments are closed.