Alþjóðlegt prófessoralið

Þá erum við búin að koma mér ágætlega fyrir hérna í íbúðinni. Ég byrjaði í skólanum í gær og líst mér bara ágætlega á tímana. Ég er í rússneskum bókmenntum, suður-amerískum bókmenntum, hagfræði og stærðfræði. Prófessorarnir virðast vera fínir. Einn bandaríkjamaður, sem kennir mér hagfræði, franskur stærðfræðikennari, einn Rússi og svo argentísk kona, sem kennir mér bókmenntir.