Ál-þjóð

Já, ég veit að efnahagsástandið útá landi er sennilega á mörgum stöðum ekki jafngott og hér í bænum.

Og já, ég veit að fólkið þar er sennilega þreytt á því að hinir í bænum séu að flytja suður.

En samt, þá á ég erfitt með að skilja og mér þykir í raun afar sorglegt að sjá það þegar að fólk safnast saman í samkomuhúsi viðkomandi bæjar til að [fagna](http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=1002&progId=12315&itemId=11672) því að bandarískt risafyrirtæki hafi ákveðið á fundi á Manhattan að byggja enn eina risa-ál-verksmiðju hér á landi.

Og enn sorglegra þykir mér að ráðherrar þessa lands mæti á fundi á Manhattan og bíði þar ofurspenntir á biðilsbuxum eftir því að eitthvað bandarískt álfyrirtæki komi og bjargi kjördæminu sínu.

En ég er víst í minnihluta hér á landi og seint mun ég skilja hvernig allir hugsa.


Sjá einnig [hér](http://maggabest.blogspot.com/2006/03/ri-okkur.html).

7 thoughts on “Ál-þjóð”

 1. Það vill nú þannig til að eins og ég var mikill stuðningsmaður virkjunarinnar á kárahnjúkum, ekki endilega álverinu, fyrir eystan. Þá er ég jafn andvígur þessari mögulegu framkvæmd. Núna er komið nóg segi ég.

 2. Hvert er vandamalid vid nytt alver ad ykkar mati?(fyrir utan thad ad erfitt mun verda ad finna Islendinga sem vilja vinna tharna)

 3. Long time reader, first time poster 🙂 Þakka mjög skemmtileg skrif hér og ekki síður á Liverpool blogginu!

  Er brottfluttur húsvíkingur og langar því að tjá mig aðeins um þetta. Það er skiljanlega ekki auðvelt fyrir þann sem er í miðri þenslunni, með miklum fjölda mögulegra atvinnutækifæra ef þér dytti í hug að skipta um vinnu að setja sig í þessi spor. Langar því að reyna að varpa ljósi á ástæður þess að það var fagnað.

  Við bæjardyrnar er gríðarleg gufuorka sem reynt hefur verið að selja af kappi síðustu 10 – 15 ár. Bæjarbúar hafa heyrt af sjálfsagt 10-20 mögulegum fjárfestingum tengdri þessari orku á þessum tíma án þess að önnur verkefni utan eitt hafi komist á laggirnar. Það fyrirtæki (timburþurrkunarverksmiðja) fór einmitt í gjaldþrot, þrisvar frekar en tvisvar og átti sinn þátt í hruni stærsta atvinnurekanda á svæðinu, Kaupfélags Þingeyinga, 1999. Á síðasta áratug, hefur útgerðin á staðnum minnkað mikið, rækjuverksmiðjan sem mikil fjárfesting var lögð í er farin á hausinn, áætlunarflug til bæjarins hefur lagst af og stór hluti iðnaðarmanna á staðnum þurfa að leita í vinnu utan bæjarins og þá yfirleitt það langt að eingöngu er komið heim um helgar/10 daga fresti. Ofan á það er sveitarfélagið í miklum skuldum og búið að vera margoft undir eftirliti v/þess allra síðustu ár. Þetta hefur gerst á sama tíma og fréttir af mögulegum fjárfestum sem vilja kaupa orku hafa margoft heyrst og oft á tíðum hafa menn einmitt verið mjög vongóðir.

  Þetta er ekki sérstaklega upplífgandi mynd sem ég dreg hér upp og sem betur fer hefur verið frábær uppbygging á öðrum sviðum en nefnd var hér að ofan, s.s. í hvalaskoðun, saltfiskverkun, heilbrigðisþjónustu ofl. Á staðnum er líka frábært að búa, með margar af glæsilegustu náttúruperlum landsins í 100 km radíus, gífurleg orka sem hægt er að nýta með umhverfisvænum hætti og þess vegna veit fólk vel af möguleikunum sem þó hefur gengið mjög misvel að nýta síðustu ár. Þess vegna fagnar fólk möguleikanum á 100 milljarða fjárfestingu, v/þess að það sér fram á sókn í stað varnar.

  Rétt v/þess sem Álfheiður nefnir þá get ég ekki séð að það verði erfitt að fá Íslendinga til að vinna þarna, veit ekki hversu oft ég hef heyrt Rannveigu Rist og forsvarsmenn álversins á Grundartanga reyna að hrekja þá mítu með því að segja hversu starfsmannavelta sé lág í álverunum í Straumsvík/Grundartanga, laun góð og biðlistar eftir fólki sem vill vinna hjá þeim…

  Fyrst maður lét loksins verða af því að posta commenti er um að gera að skrifa ritgerð… 🙂

 4. Elmar: Hvernig geturðu verið hlynntur virkjuninni á Kárahnjúkum en verið á móti álverinu? Virkjunin er í þeim tilgangi að sjá álverinu fyrir orku. Hvað hélstu, að raforkuverð til grænmetisbænda í Hveragerði yrði t.d. lækkað svo þeirra afurðir ættu breik í samkeppninni við erlenda framleiðendur?

  Nei, því miður er ríkisstjórnin ekki svo sniðug. Sniðugra fannst þeim að selja úglendingunum orkuna á útsöluverði (og landið fríkeypis) svo þeir geti flutt inn starfsfólk frá Portúgal og Póllandi til að vinna fyrir 150 kall á tímann. Skynsamlegt.

  Mér skilst svo reyndar að Alcoa framleiði ekki bara álpappír og iðnaðartól, heldur einnig t.d. vopn. Gott mál, ekki satt?.. Skynsamleg og úthugsuð ákvörðun.

 5. Ég er eiginlega sammála honum Karli með starfmannaveltuna í álverunum, sjálfur kem ég af skaganum og ekki hefur verið mikið vandamál að fá íslendinga til starfa, eiginlega hefur aðsóknin verið meiri heldur en minni.

  Og sjálfur vann á á sjó frá húsavík þ.e.a.s. veiddi rækju í þessa blessuðu verksmiðju sem að fór á hausinn, og sá þá sjálfur hvað húsvíkingar hafa orðið illa úti á undanförnum árum. En það hefur ekki þýtt að þeir hafi lagt árar í bát heldur snúið sér að öðrum verkefnum með ágætis árangri.

  Og ef að það þarf ekki að sökkva einni einustu þufu til að virkja þetta álver þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að leyfa norðlendingum að njóta þessa svokallaða góðæris sem er í gangi. Og er ég handviss um það að það er til hellingur vinnubæru og duglegu fólki á norðurlandi til að manna öll þau stöðugildi sem að þarf í þetta álver.

  Þessi útlendinga grýla sem að allir eru að tala um virðist eingöngu skorðast við byggingariðnaðinn. Sem að kom kannski berlega í ljós í Speglinum á Rás 2 í gærkv sé að koma mönnum í koll í sambandi við galla á nýbyggingum (en það er önnur umræða).

  Afsakið lengdina á þessu, en Einar stórkostleg síða alveg eins og Liverpool bloggið hjá ykkur félögum YNWA

 6. En er ekki aðalmálið í þessu að við eigum að skila landinu eins ef ekki í betra ástandi þegar við föllum frá….það gerum við ekki með þessum virkjunum og meinguninni frá álverunum.

 7. Flott síða Einar…. datt inn á þetta í gegnum liverpool bloggið…
  Góð umræða um álver…
  Þar sem ég er austfirðingur þá ætti ég aðeins að kannast við það sem fylgir þessu álversrugli, bæði góðu og slæmu.. þar sem ég vinn við að reysa álverið á reyðarfirði þá þekki ég þetta enþá betur… Það er alveg rétt sem sagt var hér á undan að núna er reyðarfjörður fullur af pólverjum sem ég kann illa við… en það er vegna þess að ekki fást íslendingar í að reysa þetta… sjálfur vinn ég hjá fyrirtæki sem einungis er með íslendinga í vinnu hér á svæðinu… sem er gott mál…. en það er bara svo margt sem kemur með þessu álveri…. öll uppbyggingin og sú staðreynd að ungt fólk kemur til með að vera hér áfram… Því samgleðst ég norðlendingum…..

  Með kveðju að austan

Comments are closed.