Anthony Hopkin

Hannibal verður frumsýnd á morgun. Í tilefni þess er Anthony Hopkins búinn að vera í hverjum einasta mögulega spjallþætti undanfarna daga. Þetta er orðið fáránlegt. Einnig hef ég aldrei séð neina mynd eins mikið auglýsta. Dómarnir eru búnir að vera frekar misjafnir, en það breytir því ekki að ég er að fara í bíó að sjá Hannibal á morgun.