The war on baby girls: Gendercide | The Economist. – Economist fjalla um það hvernig fóstureyðingar á stúlkubörnum hafa valdið því að í sumum hlutum Indlands og Kína sé allt að 30% fleiri strákar en stelpur í sumum árgöngum – og þau vandamál sem því mun fylgja.
Author: einarorn
Síðustu dagar + Egyptalandsferð
Þessir síðustu dagar í Stokkhólmi hafa verið frábærir. Ásgeir og Hulda vinir okkar voru hérna í heimsókn um síðustu helgi, sem var frábært. Við borðuðum fáránlega góðan mat, bæði heimalagaðan og á Kungsholmen og Pet Sounds Bar; við fórum á djammið, skoðuðum Stokkhólm í vorveðri, horfðum á Liverpool og ég og Ásgeir spiluðum Fifa. Algjörlega frábær helgi.
Núna er ég á skrifstofunni að klára vinnumál áður en ég fer í páskafrí á morgun. Seinni partinn eigum við Margrét flug frá Stokkhólmi til Amsterdam og svo þaðan til Kaíró. Þar munum við lenda um miðja nótt.
Planið er að vera í Kaíró í fjóra daga, skoða píramídana og borgina. Fara svo í tvo daga til Alexandríu og þaðan til Sharm El-Sheikh þar sem við ætlum að fara uppá Sinai fjall, kafa og njóta lífsins í sólinni. Stokkhólmur er reyndar talsvert meira heillandi núna í sól og vorveðri en borgin var í kuldanum í janúar þegar við pöntuðum ferðina – en ég er samt sem áður að farast úr spennu. Ég hef ekki verið svona spenntur fyrir ferðalagi lengi, þessi vetur hefur verið svo kaldur hérna.
Allavegana, ég mun reyna að blogga eitthvað úr ferðinni einsog vanalega.
On the Spot with Kim Jong-il – The Big Picture – Boston.com
On the Spot with Kim Jong-il – The Big Picture – Boston.com. – Kim Jong-il heimsækir verksmiðjur í Norður-Kóreu. Frábær myndasería.
Andrey Arshavin – New – official website
Andrey Arshavin – Questions from readers. – Fótboltamaðurinn Arshavin, sem að allir Liverpool aðdáendur hata svarar hérna spurningum frá lesendum síðunnar sinnar um sársauka, ástina og fleira. Stórkostlegt lesefni.
Fótbolti
Þessi vetur hefur verið afleitur fyrir mig sem Liverpool aðdáenda. Algjörlega og fullkomlega afleitur. Í gærkvöldi ákvað ég að sleppa Liverpool leik án þess að þurfa þess í annað skipti á leiktíðinni. Í fyrra skiptið sem að það gerðist þá unnu Liverpool Tottenham 2-0 og í gær skoruðu þeir fjögur mörk í 4-1 sigri á Portsmouth. Nú veit ég að gjörðir mínar hafa ekki bein áhrif á gengi liðsins, en maður verður samt pínu hræddur við að horfa á liðið næst.
Ég fór annars í fóbtolta í gær í fyrsta skiptið síðan sennilega í desember 2008. Það er næstum því eitt og hálft ár síðan (fyrir utan örstuttan fótbolta í steggjapartí um áramótin). Ég hef ekki verið í fótbolta síðan að ég flutti hingað út en heima var ég að spila alltaf tvisvar í viku. Það er magnað að taka sér svona langt frí frá þessari íþrótt, sem ég elska. Niðurstaðan frá því í gær var að þessi hvíld hefur ekki gert mér gott. Þrátt fyrir að ég sé í ágætis formi eftir Cross Fit æfingar, þá er hlaupa-spretts formið sem maður þarf fyrir fótbolta ekki svo gott. Og ég virðist líka vera svona sekúndu á eftir öllu, sem skýrist kannski að hluta af því að þetta var á gúmmígólfi, en ekki gervigrasi einsog ég var vanur heima.
Ég held allavegana að það sé ágætt að taka ekki aftur svona langa hvíld aftur frá fótbolta.
Um uppþvottavélar
Í dag sá ég á New York Times grein sem vakti athygli mína, enda hef ég yfirumsjón með uppþvottavélum og þvottavélum á okkar heimili. Einhvern veginn varð verkaskiptingin á heimilinu þannig að ég hef frá byrjun séð um að þvo föt. Þvottahúsið er niðri í kjallara og mér þykir ágætt að dunda mér við þvottinn þar, hlustandi á bækur eða útvarpsþætti.
Ég hef sennilega líka verið virkari í að nota uppþvottavélina. Ég man alltaf að það var fyrsta verk pabba á morgnana að taka úr uppþvottavélinni og ég er kominn inní það hlutverk á mínu heimili líka. Ég furðulega oft átt í umræðum við fólk um það hvernig maður á að undirbúa diska í uppþvottavél. Sumir vilja skola þá gríðarlega vel, þannig að þeir fari nánast hreinir í uppþvottavélina.
Ég hef hins vegar alltaf haldið því fram að diskar eigi að fara skítugir í vélina. Ég man að í Bandaríkjunum sá ég auglýsingu þar sem að kökudiskur með heilli köku á var settur í uppþvottavélina og eftir smá tíma kom kökudiskurinn hreinn út og kakan horfin. Ég held að aldrei hafi auglýsing haft jafn djúpstæð áhrif á mig.
Allavegana, í þessari grein í New York Times er nefnilega nokkuð sem staðfestir að ég hef rétt fyrir mér:
>”Also, remove baked on food and large chunks, but for the most part, everyone I spoke to said prerinsing dishes before putting them in the dishwasher was not only unnecessary, it wasted thousands of gallons of water and could actually result in dirtier dishes.”
Semsagt, þeir sem að hreinsa diskana áður en þeir fara í uppþvottavélina eru að skemma umhverfið **og** fá skítugri diska. Ég lýsi hér með yfir fullnaðarsigri.
Ég á FerðaPressunni + topp 5 áfangastaðir
Þar sem ég er svo latur við að blogga þá er ekki úr vegi að vísa á þetta viðtal við mig á Ferðapressunni.
Þar var ég meðal annars beðinn um að velja topp 5 merkilegustu staðina sem ég hef heimsótt. Ég var í smá vandræðum með það val, en á endanum valdi ég þetta (ekki í neinni sérstakri röð)
Jerúsalem, Ísrael
„Jerúsalem er stórkostleg borg og einn helgasti staður kristinna manna, gyðinga og múslíma. Hvort sem þú ert trúaður eða ekki, þá er ótrúleg upplifun að sjá allt þetta fólk og þá trúaratburði sem þarna fara fram. Borgin er afar lifandi og skemmtileg. Ekki síst vegna þess að hún er alvöru borg sem fólk býr í en ekki safn.“
Iguazu fossarnir, Argentína
„Þetta eru ótrúlegustu fossar í heimi. Þeir eru gríðarlega stórir og hægt að fara að þeim bæði frá Brasilíu og Argentínu. Ég eyddi tveimur dögum í það að skoða þessa fossa en hefði hæglega getað verið þarna mun lengur.“
Machu Picchu, Perú
„Ég og þrír vinir mínir úr Verzló fórum í sex mánaða ferðalag um S-Ameríku eftir stúdentinn. Meðal annars gengum við í þrjá daga eftir gamalli inkaslóð til þess að komast upp að Machu Picchu í Perú, hinni týndu borg Inkanna. Þetta var áður en maður þurfti að leigja sér leiðsögumann í ferðina og því löbbuðum við þetta einir, sem var ógleymanlegt. Það er ástæða fyrir því að Machu Picchu er vinsæll ferðamannastaður. Þetta er einfaldlega stórkostlegur staður og alls ekki ofmetinn.“
Angkor Wat, Kambódía
„Angkor er samansafn af musterisleifum frá 12.öld. Á gríðarlega stóru svæði eru alls um 1.000 hof. Ég tók þrjá daga í það að fara um svæðið. Þarna er allt frá hinu stórfenglega Angkor Wat hofi, þar sem þúsundir túrista mæta daglega til þess að sjá sólarupprás, til lítið heimsóttra mustera þar sem maður getur labbað einn um og liðið eins og Indiana Jones.“
Grand Canyon, Bandaríkin
„Það er dálítið erfitt að lýsa Grand Canyon. Allir hafa séð bíómyndir sem sýna eða lýsa þessu ótrúlega gljúfri. Það að standa í fyrsta skipti fyrir framan það er dálítið einsog að koma til New York í fyrsta skipti – maður kannast við allt eftir að hafa séð hlutina í ótal kvikmyndum en samt er upplifunin ógleymanleg.“
En allavegana, í viðtalinu tala ég líka almennt um ferðalög.
Græjur og hátalarar til sölu
Ég er að selja gömlu græjurnar mínar heima á Íslandi.
Þetta er eftirfarandi: Pioneer VSX-LX50 magnari – og Jamo A 402 HCS 12 hátalarakerfið með bassaboxi. Ætli það sé ekki bara best að fólk bjóði í þetta hérna í kommentakerfinu, ég leyfi þessu að vera til kl 10 á mánudagskvöld (íslenskum tíma) og sá sem hefur boðið hæst þá fær græjurnar (þær eru staðsettar í túnunum í Reykjavík). Ég hef ekkert lágmarksboð.
Þetta eru frábærar græjur, en þær hafa þó verið í geymslu síðustu árið – en ég veit ekki til annars en að þær virki alveg einsog þær eiga að gera.
Wall Street's Bailout Hustle : Rolling Stone
Wall Street’s Bailout Hustle : Rolling Stone. – Frábær grein frá Matt Taibi sem fjallar um það hvernig bankar í Bandaríkjunum hafa nýtt sér peninga frá ríkinu til að græða sjálfir enn meiri pening í stað þess að peningarnir hafi hjálpað hagkerfinu öllu.
Viðtal við Roger Ebert
Ég er lengi búinn að ætla að vísa á þetta viðtal við Roger Ebert, sem að birtist í Esquire. Ebert er Chicago búi og sennilega þekktasti kvikmyndagagnrýnandi í heimi. Fyrir nokkrum árum þurfti að fjarlægja kjálkann úr Ebert vegna krabbameins og síðan þá hefur hann hvorki getað borðað né talað.
Síðan þá hefur hann notað netið í sífellt meira mæli og er orðinn einn af vinsælustu Twitter notendunum – og sá sem ég hef einna mest gaman af að lesa.
Í vikunni var hann svo gestur hjá Opruh. Gawker birtir nokkra búta úr því viðtali. Allavegana, ég mæli með Ebert á Twitter og greininni í Esquire.