Mjög fínn pistill um aðildarviðræður við ESB
Author: einarorn
Aðeins meira um ESB
Aðalsteinn Leifsson talar hér á fundi um mögulega ESB aðild Íslendinga. Hann tekur sérstaklega fyrir þau umkvörtunarefni, sem að andstæðingar aðildar hafa haft.
Ég mæli með því að allir horfi á þetta 13 mínútna myndband. Það hefur að mínu mati enginn komið með sannfærandi rök fyrir því að fara ekki í aðildarviðræður við ESB í kjölfar þessara kosninga. Efnahagskerfi landsins er í vondum málum og gjaldmiðillinn er algjörlega ónýtur með verðtryggingu, sveiflur og gjaldeyrishöft. Eina leið okkar útúr þessum vandamálum er að semja við ESB um aðild.
Ég hvet alla til að horfa á þetta myndband með Aðalsteini, sem er lektor við Háskólann í Reykjavík. Þar tekur hann fyrir á rólegan og yfirvegaðan hátt flest álitamál, sem gætu komið upp við aðildarviðræður:
Það væri algjörlega fáránlegt að við þessar astæður myndum við ekki einu sinni **láta á það reyna** hvers lags samning við gætum fengið við Evrópusambandið. Slíkur samningur yrði svo auðvitað ávallt borinn undir þjóðina.
Þeir sem vilja að Ísland sæki um ESB hafa bara einn kost í næstu kosningum og það er að kjósa Samfylkinguna. Hún er eini flokkurinn, sem hefur það skýrt á sinni stefnuskrá að sótt skuli verða um aðild strax að loknum kosningum. Eina leiðin til þess að ESB aðild verði ekki tekin af dagskrá er sú að Samfylkingin fái góðan stuðning í þessum kosningum.
Íslendingar eiga það skilið að fá að kjósa um aðildarsamning við ESB einsog allar hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa fengið að gera.
(já, og hérna er líka ágætis samantekt um ESB)
Nei. " Áfram eyðibýlavæðing!
Myndasyrpa um miðbæ Reykjavíkur í fínu veðri á hádegi á miðvikudegi. Sorglegt.
The dark side of Dubai
Mjög löng en mögnuð grein um skuggahliðarnar á Dubai og þá sérstaklega hvernig vinnuafl frá fátækari löndum er misnotað.
Sammála
Ég er búinn að skrifa undir hér. Legg til að þú gerir það líka.
Sækjum um aðild
Sækjum um aðild að ESB!
Liverpool Bloggið " Tuttugu ár
Í dag eru 20 ár frá Hillsborough slysinu. 96 nöfn, sem við munum aldrei gleyma.
The 100 Most Iconic Internet Videos
Frábær listi af Youtube myndböndum. Ekki skoða þessa síðu ef þú hefur eitthvað merkilegt að gera.
ESPN Chicago
ESPN er komið með vefsíðu sem fjallar bara um lið frá Chicago. Akkúrat það sem ég þurfti.
Páskahelgin
Páskarnir hérna í Stokkhólmi byrja vel. Veðrið hérna er hreinlega æðislegt, fínn hiti og sól og borgin full af fólki. Reyndar er hérna minna af fólki en síðustu daga þar sem að slatti af Stokkhólmar-búum fer alltaf uppí sveit um svona fríhelgar.
Margrét er að vinna í dag, en ég er búinn að fara á Serrano í Vällingby til að fá mér quesadilla að borða, sem er klárlega 45 mínútna lestarferðar virði. Og svo verslaði ég eitthvað smá í íbúðina okkar. Margrét er hins vegar í fríi á morgun og páskadag, svo að við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt hérna í borginni.
Ég sit uppí sófa inní íbúðinni okkar, sem er að taka á sig mynd. Úti er sól og ég ætti að vera útá svölum, en ég nenni því ekki alveg þessa stundina. Við erum búin að fá allt dótið okkar frá Íslandi og erum byrjuð að vinna í því að koma því fyrir á sína staði. Okkur vantar ennþá eldhúsborð, skrifborð og allar hillur í íbúðina, þannig að skiljanlega eru fáir staðir til að setja dótið á. En þetta kemur smám saman.
* * *
Ég er annars orðinn nánast 100% hress. Sjónin er alveg komin og ég er nánast hættur að rekast á hluti. Ég er byrjaður að hlaupa úti og ég get varla sleppt því að hlaupa úti á eftir í þessu yndislega veðri.
Já, og ég breytti “um mig” síðunni eftir ítrekaðar kvartanir frá Margréti. Ég bý víst ekki lengur með vinum mínum í miðbæ Reykjavíkur, heldur með kærustunni minni í miðborg Stokkhólms. Rétt skal vera rétt.