Bestu lögin 2005

Þá er komið að árlegum viðburði hér á síðunni – bestu lögin og bestu plöturnar á árinu að mínu mati.

Í þetta skiptið ætla ég að skipta þessu í tvennt. Fyrst lögin og síðan plöturnar. En allavegana, hérna koma 15 bestu lögin á árinu að mínu mati.

 1. b514.jpg
  Kelly Clarkson – Since You’ve been Gone – Já, hverjum hefði dottið þetta í hug. Kelly fokking Clarkson. American Idol og allur sá viðbjóður.

  En þetta lag er einfaldlega fáránlega grípandi og skemmtilegt. Ég gaf því ekki sjens fyrr en ég sá að nokkrir “virðulegir” pennar voru farnir að hrósa því. Og það er ekki að ástæðulausu að þetta lag er svona vinsælt hjá fólki, sem myndi aldrei detta í hug að horfa á Ædol. Ég gaf því sjens og eftir 2-3 hlustanir var það komið inní hausinn á mér og þar sat það fast í margar vikur.

  Einfaldlega besta lag ársins. Það kom þá allavegana eitthvað gott úr þessari Idol vitleysu allri.

 2. Sigur Rós – Hoppípolla – Samkvæmt iTunes þá er þetta það lag, sem ég hef oftast hlustað á á árinu. Enda er þetta besta lagið á frábærri plötu Sigurrósar.
 3. Bloc Party – Like Eating Glass
 4. The Cardigans – I need some fine wine and you, you need to be nicer to me – Frábært Cardigans rokk einsog það gerist best. Nina er algjörlega á toppnum í þessu lagi.
 5. Coldplay – Fix You – Persónulega þá olli X&Y mér talsverðum vonbrigðum því ég átti von á meiru frá Coldplay. En Fix You er samt sem áður frábært lag.
 6. The Game – Hate it or Love it – The Game er snillingur og platan hans er frábær. Ég hélt að ég myndi velja eitthvað Kanye West lag á topp 15, en þrátt fyrir að mér finnist Late Registration vera besta hip-hop plata ársins, þá er ekkert lag á henni jafngrípandi og Hate it or Love it með The Game.
 7. Queens of the Stone Age – Little Sister – Besta lagið á frábærri plötu frá QOTSA.
 8. Weezer – Perfect Situation – Langbesta lagið á lélegri Weezer plötu.
 9. Antony and the Johnsons – Hope there’s Someone – Ég er ekki alveg kominn í aðdáendaklúbb AATJ einsog allir indí skríbentar á landinu. Platan er *góð* en ekki það stórkostlega meistarastykki sem margir vilja meina. En þetta er besta lag plötunnar.
 10. Madonna – Hung Up – Án efa danslag ársins. Fáránlega grípandi hjá Madonnu.
 11. Snoop Dogg & Justin – Signs
 12. Eels – Railroad Man
 13. Nine Inch Nails – Only
 14. System of a Down – B.y.o.b.
 15. Ampop – My delusions – Aldrei hefði mér dottið í hug að einhver í minni fjölskyldu gæti búið til góða tónlist, en Birgir frændi afsannar þá kenningu mína. Frábært lag.

Nálægt því að komast á listann: Soul meets body – Death Cab, Gold Digger – Kanye West, Best of You – Foo Fighters, Faithful – Common, Landed – Ben Folds, Tribulations – LCD Soundsystem, Forever Lost – The Magic Numbers

Plöturnar koma svo seinna í þessari viku.

7 thoughts on “Bestu lögin 2005”

 1. Flottur listi, mörg eftirminnileg lög á árinu, en The Game? Í alvöru? Ja hérna …

  Verð líka að viðurkenna að ég bjóst við að sjá “Railroad Man” ofar á lista hjá þér, enda hefurðu farið fögrum orðum um það lag og Eels-plötuna oftar en einu sinni hér á síðu.

  Og svo vita það *allir* að “The Line Begins To Blur” er laangbesta lagið á NIN-plötunni! :tongue:

 2. Kemur The Game þér semsagt meira á óvart heldur en Madonna? 🙂

  En já, Eels platan verður ofarlega á lista yfir plöturnar, en samt þá finnst mér ekkert lag af þeirri plötu vera jafnsterkt og lögin fyrir ofan Railroad Man á þessum lista.

 3. haha…ég er alveg að fíla þennan lista hjá þér þangað til ég sá fyrsta sætið, það er algjörlega út úr kú!! :laugh:

 4. Ég er persónulega í aðdáendaklúbbi AaJ en verð að segja að Antony & the Johnsons er að mínu mati mun betri plata en I am a bird now.

 5. PS: Ætti Signs með Snoop & Justin ekki að vera á listanum yfir 2004 frekar en 2005? :laugh:

 6. Það má vel vera, en sum lögin eru gefin út 2004 en ég fattaði ekki fyrr en 2005. Til dæmis lagið í efsta sæti. Sama á við um sumar plötur á plötulistanum mínum.

Comments are closed.