Bestu lögin og bestu plöturnar 2003

Alveg einsog sama dag í fyrra í fyrra ætla ég aðeins að tala um það, sem mér fannst best í tónlistinni í ár.

Ég ætla að breyta aðeins til frá því í fyrra en þá valdi ég 5 bestu íslensku og erlendu plöturnar. Ég ætla að sleppa þeim íslensku, einfaldlega vegna þess að ég keypti bara tvær íslenskar plötur í ár (og by the way, þær eru báðar hrein snilld: Halldór Laxness með Mínus og Musick með Maus)

Í stað þess ætla ég að velja 10 bestu plöturnar og 15 bestu lögin á árinu. Til gamans þá eru hér 50 bestu smáskífurnar og 50 bestu plöturnar á árinu að mati Pitchfork.

Ok, bestu plöturnar

  1. Radiohead – Hail To The Thief
  2. Maus – Musick – Jamm, hún var svooo góð að hún á sko annað sæti fyllilega skilið
  3. Justin Timberlake – Justified – Ok, platan kom út í fyrra og hefði einhver sagt mér að ég ætti eftir að elska tónlist eftir fyrrverandi NSync meðlim, þá hefði ég haldið fram að viðkomandi væri sturlaður. Eeeen, einhvern veginn tókst mér að horfa framhjá öllum fordómunum mínum og gefa Justin séns. Og viti menn, tónlistin er æði. Besta popplata þessa áratugar að minnsta kosti. Þetta komment á Pitchfork segir allt, sem þarf að segja um Justin:
    And so, after years of whining about the horrors of the teen-pop era, the detractors got their wish: It came to an end! But, ahh, there was a devilish twist: the production of teen-pop records would screech to a halt, but its biggest stars would retain their ubiquity and force the world to admit there was more to them than questionable good looks and choreography. Justin came out on top, effortlessly laying claim to Michael Jackson’s long-abdicated throne, beating the rockists at their own game, and becoming America’s most debated, disputed, hated (and loved) pop star.
  4. Muse – Absolution
  5. The White Stripes – Elephant
  6. The Rapture – Echoes
  7. The Strokes – Room on Fire
  8. Mínus – Halldór Laxness – Besta íslenska rokkplatan síðan ég veit ekki hvað
  9. Yeah Yeah Yeahs – Fever to Tell
  10. 50 Cent – Get Rich or Die Tryin’

Og þá 15 bestu lög ársins:

  1. 12:51 – The Strokes – Reyndu að hlusta á þetta lag án þess að hækka í græjunum! Ég mana þig!
  2. Señorita – Justin Timberlake – Best danslag ársins. Justin er æði og allt það.
  3. Hey Ya! – Outkast – Stuðlag ársins
  4. A Selfish Need – Maus – Það var erfitt að velja á milli lagann á Musick. Tók þetta framyfir My Favorite Excuse, Without Caution, “The Whole Package” og Life in a Fishbowl. Vá, hvað það var mikið af góðum lögum á þessari plötu
  5. Thoughts Of A Dying Atheist – Muse
  6. House of Jealous Lovers – The Rapture – Ó jeeee
  7. Hurt – Johnny Cash – Fæ ennþá gæsahúð þegar ég hlusta á þetta lag og sérstaklega þegar myndbandið fylgir við það. Cash tekur lagið hans Trent og gerir það svo miklu miklu betra.
  8. The Long Face – Mínus – Valdi það frekar en My name is Cocaine og Romantic Exorcism
  9. Maps – Yeah Yeah Yeahs
  10. Cry Me A River – Justin Timberlake
  11. Seven Nation Army – The White Stripes
  12. In Da Club – 50 Cent – Eina rapplagið, sem komst inná listann (fyrir utan Quarashi) og það segir ansi mikið um þetta ár.
  13. Mess It Up – Quarashi
  14. Move Your Feet – Junior Senior
  15. Rock Your Body – Justin Timberlake – Umtsj umtjs um ahhhh! Snilld!

5 thoughts on “Bestu lögin og bestu plöturnar 2003”

  1. Hva er Rapture platan svona æðisleg að hún verði að koma tvisvar? Annars eru allar þessar plötur hjá þér rusl Því Robertino á óumdeilanlega plötu ársins. Ó mamma míó!

  2. áááiii…..ég fékk sting í hjartað þegar þú sagðir að Cash hefði gert Hurt betur en Trent.
    Ekki að ég virði ekki skoðanir annara en….ouch!

  3. Híhí Bjöggi, ég ákvað að minnast ekki á þetta á sínum tíma. En þetta er samt alveg rétt … þótt útgáfan hans Cash sé frábær og alveg spes á sinn hátt þá er engin leið að hún teljist betri en það sem Trent gerði við þetta lag. Sérstaklega þegar Hurt er spilað í sínu rétta umhverfi, síðast á ‘The Downward Spiral’, sem er einhver mest særandi plata sem nokkur maður hefur búið til.

    Og hún endar á Hurt. Og manni líður ekkert smá illa. Svo líður manni ekkert smá vel. Æðislegt lag.

  4. þetta er svona ágætis síða hjá þér 🙂 veit ekki alveg hvernig ég rakst
    a hana!! :biggrin2: en þú ert me’
    agætist tónlistarsmekk… s.s. jeff buckley, the strokes, Maus og radiohead sem eru bara snillar!!!! :biggrin:

Comments are closed.