Bestu lögin og bestu plöturnar 2004

Jæja, þá er komið að árlegri færslu hjá mér. Það að lista upp bestu plöturnar á árinu. Sjá hér [2002](https://www.eoe.is/gamalt/2002/12/30/14.31.05/) og [2003](https://www.eoe.is/gamalt/2003/12/30/23.58.55). Ég ætla að hafa sama snið á þessu og í fyrra, það er að velja 10 bestu plöturnar og 15 bestu lögin á árinu. Byrjum á lögunum:

 1. Franz Ferdinand – Take Me Out – Í alvöru, það er ekki hægt að hlusta á þetta lag án þess að hoppa einsog vitleysingur. Frábært rokk!
 2. Quarashi – Stun Gun – Það eru fáir betri í þessum heimi við að búa til grípandi lög en Sölvi Blöndal. Í raun er Guerilla Disco uppfull af frábærum lögum en einhvern veginn hefur Stun Gun staðið uppúr hjá mér.
 3. Scissor Sisters – Take your mama out – Partílag ársins. Ég held að ég hafi hlustað á þetta lag fyrir hvert einasta djamm síðustu mánuðina.
 4. U2 – Vertigo
 5. Modest Mouse – Float On
 6. The Streets – Dry Your Eyes
 7. Beck – Everybody’s Gotta Learn Someteimes
 8. Wilco – Spiders (Kidsmoke)
 9. Hæsta Hendin – Botninn Upp
 10. N.E.R.D. – Maybe
 11. Jay-Z – December 4th
 12. The Darkness – I Believe in a Thing Called Love
 13. Eminem – Encore
 14. Britney Spears – Toxic
 15. The Killers – Mr. Brightside

Fjögur efstu lögin voru frekar jöfn í mínum huga. Það komu tímabil á árinu, þar sem þessi lög voru í nánast stanslausri spilun hjá mér. En ég held að Take Me Out hafi þó staðið uppúr.


Og þá plöturnar:

 1. The Streets – A Grand don’t come for free – LANGBESTA plata ársins. Stórkostleg snilld. Ég get svo svarið það, ég er búinn að hlusta á plötuna að minnsta kosti 35-40 sinnum og hún er ennþá að vaxa í áliti hjá mér. Mike Skinner er besti rappari í heimi í dag, segi ég og skrifa. Engir stælar, engin læti, bara 25 ára strákur að segja frá nokkrum dögum í lífi sínu. Hvernig hann verður ástfanginn og hvernig stelpan hans heldur framhjá besta vini hans. Og umfram allt þá rappar hann um alla litlu hlutina, sem við eigum við að etja á hverjum degi.

  Ég man eitthvað kvöldið þegar ég sat hérna heima og heyrði í fyrsta skipti alla textana. Oft hlustar maður á lög en nær kannski ekki þeim boðskap, sem listamaðurinn vill koma til skila. En þegar ég loksins hlustaði nógu vel fékk ég gæsahúð yfir snilldinni. Endirinn á plötunni er sérstaklega áhrifamikill allt frá því þegar Mike fattar að kærastan hélt framhjá honum í “What is he thinking” yfir í “Dry Your Eyes”, þar sem hann talar við kærustuna sína um framhjáhaldið og allt yfir í lokalagið, Empty Cans sem er besta lag plötunnar. Ég get ekki hlustað á þennan kafla (sérstaklega síðustu tvö lögin) án þess að fá gæsahúð. Besta plata sem ég hef heyrt lengi.

 2. Franz Ferdinand – Franz Ferdinand – Án efa nýliðar ársins. Take Me Out greip mig strax og ég hef ekki almennilega jafnað mig á því lagi. Kaflinn þegar lagið breytist úr “The Strokes” í eitthvað allt annað, er algjör snilld og ég á enn í dag erfitt með að hoppa ekki í þeim kafla. Restin af plötunni nær auðvitað ekki þeirri hæð, sem Take Me Out nær, en hún er samt uppfull af frábærum rokklögum. Jacquelina, Dark of the Matinee og svo framvegis. Frábært rokk.
 3. Wilco – A Ghost is Born – Talsvert meira catchy en fyrri Wilco plötur og stendur Yankee Hotel Foxtrot ekki langt að baki. Spiders (Kidsmoke) er algjör snilld, þrátt fyrir að ég hafi verið púaður niður af vinum mínum þegar ég hef reynt að spila það. Já, og Hummingbird er frábært popp. Virkilega góð plata.
 4. Madvillain – Madvillainy – Ok, ég ætla ekkert að þykjast vera einhver underground hip-hop sérfræðingur, því ég hafði ekki hugmynd um þá, sem standa að þessari plötu þangað til að ég sá þetta athyglisverða plötu-umslag í San Fransisco. En þetta eru semsagt þeir MF Doom og pródúserinn Madlib, sem saman stofnuðu Madvillain og gáfu út þessa frábæru hip-hop plötu. Þétt keyrsla í öllum lögum.
 5. Modest Mouse – Good News For People Who Love Bad News – Ég vissi ekkert um þessa sveit þangað til að ég heyrði “Float On” fyrst í útvarpinu. Það lag greip mig algerlega, en samt kom það mér virkilega á óvart hvað platan þeirra er frábær. Bury Me With It, The View og fleiri eru frábært lög.
 6. The Killers – Hot Fuss
 7. Björk – Medulla
 8. U2 – How To Dismantle an Atomic Bomb
 9. Scissor Sisters – Scissor Sisters
 10. Morrissey – You are the Quarry

Svo að lokum það besta af því gamla dóti, sem ég hef uppgötvað á árinu: Blonde on Blonde og Blood on the Tracks með Dylan. Transformer og VU og Nico með Lou Reed og Velvet Underground og svo Willie Nelson.

Bestu myndbönd ársins: Blinded by the light – The Streets, Toxic – Britney Spears og svo auðvitað Call on Me – Eric Prydz.

6 thoughts on “Bestu lögin og bestu plöturnar 2004”

 1. Djöfull vissi ég bara að þú myndir setja The Streets í 1. sætið! Talandi um að vera augljós… enda hefurðu ekki farið leynt með aðdáun þína á þessari plötu í vetur. 😉

 2. Flottur listi og skemmtilega líkur mínum.

  Ég er einmitt búin að vera að púsla saman bestu lögin listanum mínum, gengur mis vel. Ætli maður reyni ekki að klára hann í kvöld.

 3. Góður listi, á 6 af 10 plötum á listanum (5 af 11 hjá Gumma Jóh). Þinni listi + Gumma listi + The Shins – það sem ég þekki ekki = ég sátt 🙂

 4. p.s. upphaf listans er svipuð og hjá Q, þar er The Streets nr. 1, Keane nr. 2 og Franz Ferdinand nr. 3 🙂

  Mikið er annars ég glöð að spekúlantar eins og þið hafið ekki Keane á listanum ykkar… ótrúlega ofmetið band.

 5. Jammm, ég átta mig ekki almennilega hvernig þeir hjá Q geta fengið það út að Keane sé betri plata en Franz Ferdinand. Magnað.

 6. Í stað #3 Wilco – A Ghost is Born og #4 Madvillain – Madvillainy er ég með Stellastar – Stellastarr* og Who killed the Zutons – The Zutons.

  Ég er semsagt ekki heldur með Keane á mínum lista. Mér finnast þeir hrikalega ofmetnir. Þetta er alveg ágæt en Bretar eru alveg að tapa sér yfir þessu. Platan hefur náð 4xPlatínu og þeir fengu bestu plötu ársins á Q awards en þau verðlaun eru veitt af lesendum.

  Annars “ákvað ég að þeir væru ofmetnir” þegar ég sá þá læf í sumar. Þarf ekki dálítið til þess. Venjulega eru tónleikar nú til að hvetja mann frekar til dáða. Það gerðist til dæmis þegar ég sá Razorlight um daginn (sem lesendur Q völdu besta nýja bandið – Keane voru tilnefndir).

Comments are closed.