Bestu plöturnar og lögin 2006

Jæja, einsog vanalega þá er hérna listi minn yfir bestu plötur og bestu lög ársins 2006.

 1. Bob Dylan – Modern Times – Þetta var barátta milli besta tónlistarmanns allra tíma og besta poppara í heimi í dag um bestu plötu ársins að mínu mati.

  En Dylan hefur vinninginn. Þetta er að mínu mati hans besta plata í verulega langan tíma, þrátt fyrir að síðustu plötur hans hafi vissulega verið frábærar. Þetta ár er án efa ekki jafn sterkt og síðasta ár hvað tónlist varðar, en Dylan er kóngurinn og Modern Times er frábær plata.

  Ég var auðvitað fáránlega spenntur fyrir plötunni og gaf henni allan minn tíma (hún einokaði iPodinn mikið útí Kambódíu). Og hann stóðst nokkurn veginn allar mínar væntingar. Besta lag: Workingman’s Blues #2

 2. Justin Timberlake – FutureSex/LoveSounds – Fyrir þremur árum skrifaði ég fyrst um aðdáun mína á Justin Timberlake. Þá voru margir vinir mínir sannfærðir um að ég væri orðnn hálf klikkaður. En í dag þykir það ekkert sjokkerandi að lýsa yfir aðdáun á honum. Hann er einfaldlega konungur poppsins í dag. Platan er kannski ekki jafn stórkostleg og Justified, en hún er frábær. Besta lag: Sexyback
 3. Band of Horses – Band of Horses – Frábær plata, sem mun alltaf minna mig á sumarkvöld á Vesturgötunni. Besta lag: The Funeral
 4. Peter, Bjorn & John – Writer’s Block – Frábær plata frá þessum sænsku snillingum. Besta lag: Young Folks
 5. Midlake – The Trials of Van Occupanther – Gunni vinur minn á heiðurinn af því að kynna mig fyrir þessu bandi.
 6. Bruce Springsteen – We Shall Overcome (The Seeger Sessions) – Algjörlega frábær cover plata hjá meistara Springsteen. Hann tekur þarna gömul Pete Seeger lög og gerir þau að sínum. Ég elska þessa plötu! Besta lag: Old Dan Tucker
 7. Ghostface Killah – Fishscale – Einsog vinur minn sagði þegar ég benti honum á þessa plötu: Loksins rapptónlist “sem ekki er samin sem undirleikur fyrir eitthvað glys myndband”. Ghostface er án efa sá sem hefur haldið heiðri Wu-Tang á lofti og þessi plata er algjörlega frábær rapp plata.
 8. Joanna Newsom – YS
 9. Los Amigos Invisibles – Superpop Venezuela – Venezuelsku snillingarnir í Los Amigos Invisibles taka þarna slatta af venezuelskum lögum og setja í nýjan búning, þar á meðal þemalagið úr Miss Venezuela, sem kallaði fram gamlar minningar hjá mér, enda var ekki lítið gert úr þeirri keppni í þessu landi fegurðarsamkeppnanna.
 10. Neil Young – Living With War

Vonbrigði ársins: Flaming Lips, The Streets

Uppgötvun ársins hjá mér: Exile on Main Street – Rolling Stones.

Og svo eru það 15 bestu lög ársins 2006

 1. Jeff Who – Barfly – Já, ég veit að þetta lag kom útá plötu í fyrra. En lagið sló í gegn í ár. Það er einfaldlega ekkert lag sem kom manni í betra skap síðasta sumar. Ég man eftir að hafa verið inná skemmtistað í miðbænum þegar þetta lag var spilað og ég get svo svarið að ALLIR á staðnum sungu með viðlaginu. Besta partílag sem ég hef heyrt í langan tíma.
 2. Justin Timberlake – Sexyback – Það var annaðhvort þetta eða My Love af JT plötunni. Frábær danstónlist.
 3. Peter, Bjorn and John – Young Folks – Flautið í laginu var gjörsamlega að gera mig geðveikan á tímabili. Þetta lag var fast í hausnum á mér verulega lengi.
 4. Bob Dylan – Workingmans’s Blues #2 – Besta lagið á bestu plötu ársins.
 5. RHCP – Dani California – Af einhverjum ástæðum hef ég aldrei almennilega komist inní Stadium Arcadium. En þetta er fyrsta lagið á plötunni og það lofar allavegana góðu.
 6. The Killers – When you were young – Platan olli vonbrigðum en þetta lag er gott.
 7. Gnarls Barkley – Crazy
 8. The Dixie Chicks – Not ready to make nice
 9. Damien Rice – Rootless Tree – Nýja D. Rice platan var ekki alveg jafn góð og O (kannski maður þurfi að heyra hana á tónleikum – það voru allavegana tónleikar sem opnuðu O fyrir mér. En þetta lag er afbragð.
 10. Ghostface Killah – Kilo
 11. Lily Allen – Smile
 12. Muse – Starlight – Hef ekkert komist neitt sérstaklega mikið inní þessa Muse plötu (eftir að hafa elskað Absolution) en þetta lag er gott.
 13. Nelly Furtado – Promiscuous
 14. Ampop – Gets Me Down
 15. Bruce Springsteen – Old Dan Tucker

2 thoughts on “Bestu plöturnar og lögin 2006”

 1. Ungir menn sem kunna að drekka bjór og spila PES og NBA eru alltaf velkomnir á heimil okkar drengja að Laugavegi 82. Einföld regla sem við bjuggum til snemma, það yrði engum snúið við í hurðinni sem uppfyllti þetta skilyrði.

Comments are closed.