Gengið á svelli

Var á djammi í gær. Það er ekki gott þegar að vekjaraklukkan hringir áður en maður sofnar. Ein af Serrano stelpunum var með partí og svo fórum við saman í bæinn.

* Fórum á Road House, sem er þar sem Thomsen var einu sinni. Staðurinn var nær tómur á laugardagskvöldi.
* Mæli með Pizza King, sem er þar sem Serrano var áður í Hafnarstræti. Pizzurnar þar eru bestu fyllerísmaturinn í bænum. Svo er Tony, gaurinn sem á staðinn, þrælfínn gaur, sem gefur mér alltaf ókeypis pizzu 🙂
* Ég efast um að það sé neitt fallegra í Reykjavíkurborg en að labba á ísilagðri tjörninni í fallegu veðri um miðja nótt, einsog ég gerði eftir djammið um 5 leytið í gær. Án efa fallegasti staðurinn í borginni.

En mikið skemmti ég mér nú vel. Vodka er málið, er hættur þessu bjórsulli.

Ég er uppgefinn. Mæli ekki með því að fara í líkamsrækt í hádeginu og körfubolta klukkan 6. Eftir 10 mínútur í körfunni þurfti ég að fara upp og kaupa mér að borða því mér leið einsog það væri að líða yfir mig. Eftir körfuna keyrði ég uppí Kringlu og nánast valt inná Serrano, örmagna af þreytu og hungri. Ég man ekki eftir að hafa verið svona líkamlega þreyttur lengi. Einn svona dagur og ég verð búinn að brenna öllum bjórnum, sem ég bætti á mig í Evrópuferðinni.

Langar að vaka eftir Kenny & Spenny, sem er klukkan hálf ellefu, en held svei mér að ég sofni fyrir þann tíma. Á líka eftir að klára kynningu fyrir morgundaginn í vinnunni.


Útí Prag sá ég Closer í bíó. Ég ber við tímabundinni geðveiki en ég átta mig ekki alveg á því af hverju ég hafði [Natalie Portman](http://www.natalieportman.com/picstemp/Portman17.jpg) ekki á listanum mínum yfir [fallegasta kvenfólk](https://www.eoe.is/gamalt/2004/02/26/23.47.18/) í heimi. Hún er með ólíkindum sæt.


Hey, og þú! Já, þú! Þú getur tekið þátt í [spennandi könnun á Liverpool blogginu](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/02/17/11.16.40/).

Já, og [American Idiot](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B0002OERI0/qid=1108678591/sr=8-1/ref=pd_bbs_1/104-4856225-0064711?v=glance&s=music&n=507846) er ekki bara góð plata. Hún er *mjög* góð.

Snooze, Gwen og lokuð augu á Hverfisbarnum

Gwen Stefani er ekki bara [fáránlega sæt](http://mapage.noos.fr/necrofries/Gwen%20Stefani/3093gwen25.jpg), heldur á hún líka annað af tveim uppáhaldslögunum mínum í dag, What you waiting for. Hitt uppáhaldslagið er Drop it like it’s hot. Þessi lög bera það með sér að ég er nýkominn úr langri ferð, þar sem MTV hefur verið eina stöðin, sem horfandi hefur verið á á hótelherbergjum.

Samkvæmt óformlegri könnun minni þá voru þrjú lög í rotation á MTV. Þessi tvö og nýja lagið með Britney, sem ég fíla ekki.


Ég hef komist að því undanfarnar vikur að líf mitt er barátta á milli tveggja persóna. Þess Einars, sem fer að sofa á kvöldin og þess Einars, sem vaknar á morgnana.

Sá Einar, sem fer að sofa á kvöldin, stillir vekjaraklukkuna alltaf þannig að hinn Einar hafi nægan tíma til að borða morgunmat og lesa blöðin áður en hann mætir í vinnunna. Sá sem vaknar er hins vegar sannfærður um að hann þurfi aðeins fimm mínútur til að sinna þessu hlutum.

Í gær datt þeim Einari, sem fer að sofa, það snjallræði í hug að auk hefðbundinnar vekjaraklukku, þá stillti hann einnig vekjarann í gemsanum og setti gemsann á mitt gólf, þannig að ekki væri hægt að ná í símann án þess að fara frammúr. Einar, sem vaknaði, fattaði hins vegar að vekjarinn í símanum endist bara í 2 mínútur og því brosti hann og svaf af sér þær tvær mínútur. Ég veit ekki hvort ég á að taka að mér drastískari aðgerðir til að reyna að vakna á sama tíma, þar sem að þessi aðferð klikkaði.

Ég held í raun að snooze takkinn sé einhver alversta uppfinning allra tíma. Ég hef verið að spá í hvað ég gæti gert til að vakna alltaf á sama tíma. Kannski að vekjaraklukka án snooze takka sé málið? Svo gæti ég líka drifið í að finna mér kærustu og eignast börn, einsog virðist vera í tísku í vinahópnum mínum. En það finnst mér full drastísk lausn og auk þess tekur hún nokkra mánuði að virka.

Er einhver með góð ráð? Er hægt að fara í meðferð við þessari snooze sýki?


Annað mál: [Væri](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6143) [ekki](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6153) [ráð](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6156) [fyrir](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6362) [Hverfisbarinn](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6369) [að](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6382) [taka](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6406
) [út](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6407
) [myndir](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6355
) af [viðskiptavinum](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6112
), [þar](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6158
) [sem](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6173
) [fólk](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6181
) er [annaðhvort](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6206
) að [gretta](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6229
) sig eða með [lokuð](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6097) [augun](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6297
)?

Ný debetkoramynd

Ég var að fá nýtt greiðslukort og fattaði þá að myndin af mér á kortinu er orðin frekar gömul. Ég var að reyna að átta mig á því *hversu* gömul hún er. Ég er enn með eyrnalokk á henni, en fyrrverandi kærastan mín kýldi úr mér síðasta eyrnarlokkinn (óvart þó) á þeim degi er ég útskrifaðist úr Verzló fyrir x árum síðan. Þannig að ég tippa á að ég sé 19 ára á myndinni.

Allavegana, ég ákvað í dag að þetta gengi ekki lengur og tók nýja mynd, sem ég ætla að setja í debet- og kredit kortin mín. Ég komst að því að ég hef breyst talsvert á þessum árum.


Fyrir þá, sem ekki fatta, þá er myndin til hægri þessi nýja 🙂

Semsagt, ég í kringum 1997 og ég árið 2005.


Annars fór ég í Apple umboðið í dag og keypti mér nýja [iLife](http://www.apple.com/ilife/iphoto/) pakkann og setti hann inná Makkann minn. Nýja iPhoto er algjört æði. Fékk líka þær fréttir að iPod-inn minn, sem hefur verið í viðgerð í heilar þrjár vikur, væri tilbúinn og ég gæti sótt hann á mánudaginn. Ég faðmaði næstum því afgreiðslumanninn þegar hann sagði mér þetta, enda hef ég saknað iPod-sins gríðarlega.


Mikið er gaman að tveir bloggarar, sem ég les daglega skuli blogga um það að hafa borðað Serrano [í](http://blauttuska.blogspot.com/2005/02/strhttulegt.html) [dag](http://www.orvitinn.com/2005/02/12/16.48/) 🙂

Fór annars í Kringluna í dag og skoðaði gleraugu. Mikið er ég svakalega gáfulegur þegar ég set upp gleraugu! Ætla að kíkja í aðra búð á morgun og ganga svo frá kaupum Það gengur ekki lengur að ég skuli sitja 1 metra frá sjónvarpinu þegar ég horfi á fótbolta.

Kristján Atli skrifar góðan pistil um það hversu mikil áhrif einn helvítis fótboltaleikur getur haft á mann. Að ímynda sér að Liverpool tap geti stuðað menn til að skrifa pistil sem heitir [Litlausir dagar einmanaleikans](http://jupiterfrost.blogspot.com/2005/02/litlausir-dagar-einmanaleikans.html). Ég fokking hata það þegar Liverpool tapar!


Sat á neðri hæðinni á Vegamótum í gær. Á Vegamótum er eitthvað almagnaðasta borð á íslenskum skemmtistað. Nefnilega borðið, sem er fyrir framan stóra spegilinn, sem fær staðinn til að líta út fyrir að vera helmingi stærri en hann er. Það borð tekur þrjá einstaklinga og þar á meðal situr einstaklingurinn í miðjunni beint fyrir framan spegilinn. Finnst fólki ekkert óþægilegt að sitja í því sæti? Ég var að velta þessu fyrir mér þegar ég leit sirka 30 sinnum um öxl á sæta stelpu, sem sat við það borð.


Mig langar að djamma, en grunar einhvern veginn að ég eigi eftir að eyða kvöldinu fyrir framan tölvuna við að reyna að klára verkefni, sem ég tók að mér fyrir einhverjum vikum. Það er ekki gott.

24, gleraugu og bjór

Á einhver fyrstu þrjá þættina af nýju seríunni af 24 á tölvutæku formi, eða getur sagt mér hvernig á að nálgast þá. Ég missti af þeim þegar ég var úti. Ég stökk næstum því útá svalir þegar ég heyrði alltíeinu “previously on 24” í sjónvarpinu áðan.


En allavegana, ég er kominn heim eftir erfiða en skemmtilega ferð. Ég er búinn að átta mig á því að ég þarf að skoða það alvarlega að fá mér gleraugu. Í flugvélinni á leið heim til Íslands frá Köben þá sá ég stelpu, sem ég held að hafi verið stelpa, sem var með mér í skóla og ég hitti á djamminu fyrir einhverjum vikum. Eeen, ég var ekki viss, þar sem ég á oft erfitt að greina fullkomlega andlit í örlítilli fjarlægð frá mér.

Skítt með það að ég geti ekki lesið Excel skjöl á skjávarpa á fundum, eða horft á fótbolta á pöbbum, en þegar þetta hefur áhrif á það að ég geti greint stelpur í sundur, þá er fokið í flest skjól.


Ok, ætla á Vegamót, fá mér bjór. Ég verð að tóna mig aðeins niður í drykkjunni, enda fann ég verulega á mér í ræktinni í dag. Ég hef aldrei á ævinni drukkið jafnmikið af bjór og undanfarnar tvær vikur. Úffffff…

Já, og fyrir fótboltaaðdáendur, sem lesa þessa síðu en ekki L’Pool blogið þá er þetta góð grein: [Besti miðjumaður Liverpool](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/02/11/18.41.10/)

Föstudagskvöld

Tvö kvöld í röð hef ég lent í því að vinna með laptop-tölvuna fyrir framan sjónvarpið, þar sem ég þarf að undirbúa ansi marga fundi fyrir næstu daga. Í gær var það American Idol, sem ég sat undir, en í kvöld hið íslenska.

Eru menn ekkert að grínast með það hversu miklu skemmtilegra American Idol er? Reyndar þá eru keppnirnar á sitthvoru stiginu, þannig að það skýrir smá muninn. Fyrir kvöldið í kvöld hafði ég aldrei enst í gegnum meira en 15 mínútur af þessu íslenska Idol-i, en í kvöld horfði ég á allan þáttinn. Ameríska Idol-ið er frábær skemmtun og ótrúlega fyndið, en íslenska Idol-ið nær ekki þeim hæðum. Er nokkuð sammála [Hagnaðinum](http://haukurhauks.blogspot.com/2005_01_01_haukurhauks_archive.html#110685907253428245) í áliti mínu á þessum keppnum. Ég átta mig ekki almennilega á obsessjóni Íslendinga á þessari keppni.


Annars er ég að fara út í fyrramálið til Kölnar (via London). Verð í Köln í fjóra daga, fer þá til Frankfurt og ætla svo að eyða næstu helgi í Prag.

Ég verð að komast í nettengingu vegna vinnunnar, hvort sem það er boðið uppá hana á hótelunum eður ei. Þannig að ég mun vonandi geta uppfært eitthvað á meðan á ferðinni stendur.

Já, og [þetta](http://www.ananova.com/news/story/sm_1261997.html?menu) er magnað.

I get unbearably wonderful

  • Ég vil bara koma því á framfæri að Shannyn Sossamon er fáránlega sæt!.

Eru menn ekkert að grínast í mér með þennan handboltaleik? Hvernig í fokking andskotans ósköpunum tókst okkur að klúðra þessu? Kræst!


Er það óeðlilegt að hoppa við Bob Dylan lag? Ég var að spá í þessu í gærkvöldi. “One of us must know (Sooner or Later)” kveikir í mér einhverja einkennilega löngun til loka herberginu, stilla græjurnar á hæstu stillingu og hoppa.

Í laginu eru t.d. tveir stórkostlegir kaflar: Fyrst þegar Dylan syngur *”I didn’t know that you were sayin’ goodbye for gooooooooooooood”* og svo keemur píanó og trommur og læti. Algjört æði. Þá hoppa ég.

Svo í lok lagsins þegar munnhörpusólóið kemur með píanóundirleik. Það er einhvers konar rokk fullkomnun. Fullkominn endir á laginu. Svo er best að láta bara Blonde on Blonde rúlla áfram og þá er maður kominn í rólegri fíling í “I Want You”. Fokk hvað ég dýrka Dylan. Þetta er ekkert eðilega mikil snilld.


Hey, ég sá sæta stelpu í Melabúðinni í kvöld. Það afsannar [ummæli](https://www.eoe.is/gamalt/2005/01/22/21.59.29/#c11219) mín frá því um helgina.

Svo er líka allt í einu komnar fleiri sætar stelpur í World Class í hádeginu. Það var í raun ekki annað hægt miðað við hversu fáránlega mikið af fólki er komið þangað þessa dagana. Annaðhvort er allt Ísland í einhverju tímabundnu líkamsræktar-átaki, eða þá að allar aðrar líkamsræktarstöðvar í bænum eru tómar.

Annars er bílastæðið fyrir utan World Class komið efst á listann yfir þá hluti, sem ég hata. Bílastæðið hefur þar með vippað sér uppfyrir vekjaraklukkuna mína, Roy Keane og veðurfréttir í sjónvarpi á listanum mínum.


> **Annie**: Well, have you ever made love high?
**Alvy**: Me? No. I – I, you know, If I have grass or alcohol or anything, I get unbearably wonderful. I get too, too wonderful for words.

Ó, ég elska Woody Allen!


Horfði á [Rules of Attraction](http://www.imdb.com/title/tt0292644/?fr=c2l0ZT1kZnxteD0yMHxzZz0xfGxtPTIwMHx0dD0xfHBuPTB8c291cmNlaWQ9bW96aWxsYS1zZWFyY2h8cT1ydWxlcyBvZiBhdHRyYWN0aW9ufGh0bWw9MXxubT0x;fc=1;ft=20;fm=1) fyrir nokkrum dögum. Sæmileg mynd. Sérstaklega útaf tvennu: Byrjunaratriðið er frábært og svo er Shanny Sossamon alveg ótrúlega sæt. Það er næg ástæða til að horfa á myndina

So come on courage, teach me to be shy


Ég verð að segja að ég hálfpartinn dáist að fólki, sem getur pikkað út manneskju á djamminu, gengið uppað henni og hafið samræður um ekki neitt.

Ég fer á djammið vegna þess að mér finnst það skemmtilegt, en auðvitað er vonin um að finna einhvern líka partur af þessu. Það situr þó svo lítið eftir að kvöldi loknu. Í gær sá ég svo sæta stelpu á dansgólfinu að ég fékk í magann þegar hún dansaði rétt hjá mér. Hún var svo sæt að ég fann mig næstum þvi knúinn til að fara uppað henni og segja eitthvað glatað. *Næstum því!* En ég vissi ekki hvað það átti að vera, svo ég hætti við. Svo sá ég hana uppi talandi við einhvern strák og þar með var hún útúr mínu lífi. Og ég get ekki einu sinni lýst henni almennilega í dag. Kannski ef ég hitti hana aftur myndi ég muna eftir henni. Kannski ekki.

Svo sá ég aðra stelpu á dansgólfinu og sama sagan endurtók sig.

Það situr ekkert eftir í manni. Einu skiptin undanfarna mánuði, sem eitthvað hefur setið eftir í mér daginn eftir, var þegar ég hitti stelpur, sem ég hafði hitt áður. Hitti fyrir einhverjum vikum eða mánuðum stelpu, sem ég var með í skóla einu sinni en hafði ekki séð í langan tíma. Hún stóð uppúr í minningunni daginn eftir, en það gera ekki stelpur, sem maður hittir í fyrsta skiptið á djamminu. Svona er það bara.


En ég var samt á æðislegu djammi. Var með vinnunni á Thorvaldsen Bar í mat og drykk og fór svo með nokkrum á Pravda og seinna á Hverfisbarinn, þar sem ég var eitthvað frameftir. Dansaði mikið og skemmti mér æðislega.

Kom þó heim og setti Damien Rice á og sofnaði á sófanum. O er ekki beint plata, sem ég hlusta á þegar ég er í stuði, þannig að eitthvað var ég daufur í lok kvöldsins.

Vaknaði í morgun og fannst að ég hefði gert einhvern skandal, en fattaði svo að kvöldið hafði bara verið æðislegt og ég hafði hvorki sagt né gert neitt vitlaust. Labbaði niður í bæ til að sækja bílinn minn og hélt að ég hefði losnað við þynnkuna, en eftir fótboltagláp var ég orðinn svo slappur að ég ákvað að fara að sofa. Vaknaði um kl. 7. Drakk 1 lítra af Kristal og horfði á Simpsons frá því í gær. Settist svo niður hér og hugsa minn gang. Sá að ég hafði fengið email frá fóstursystur minni í Venezuela, og talaði svo við góðan vin á MSN. Sit núna og hlusta á Sea Change með Beck. Ég eeeelska þessa plötu! Líður einsog það sé sunnudagskvöld en er því feginn að það er bara laugardagur.


Mér finnst alltaf erfitt að koma aftur í vinnuna eftir hlé. Þegar maður er í vinnuferðum erlendis eiga verkefnin til með að hlaðast upp á meðan. Ég mætti í vinnuna á fimmtudag frekar þreyttur eftir að hafa komið heim seint í daginn áður. Það er eiginlega dálítið yfirþyrmandi að lesa svona mikið af tölvupósti á svo stuttum tíma. Í vinnupóstinum höfðu hlaðist upp um 90 skeyti og í prívat póstinum um 10. Maður verður kolklikkaður á að lesa svona mikið af pósti og tilfinningarnar verða fáránlega brenglaðar.

Á tæpum klukkutíma komst ég að því að ég hafði móðgað eina manneskju verulega, fundur sem ég fór á fyrir nokkrum vikum – bar lítinn árangur, þessi aðili hafði verið að kvarta, þessi aðili er byrjaður á þessu, hinn aðilinn er byrjaður á hinu. Þessi er reiður, þessi er glaður og svo framvegis…

Það bærast svo margar tilfinningar með manni eftir allan þennan lestur. Maður er ánægður með einn hlut en fúll yfir öðrum. Allt saman var þetta eiginlega of mikið fyrir mig þann daginn, sérstaklega þar sem ég var svo þreyttur. Þannig að dagurinn varð allur hálf skrítinn. En svona er þetta.

Þunglyndi og markverðir frá Póllandi

Það er ekki á mann leggjandi að byrju þynnkudag á því að Liverpool tapi fyrir Man United. Ég er búinn að vera hálf þunglyndur í allan dag. Var á djammi í gær en reif mig upp þegar nokkrir vinir komu í heimsókn til að horfa á leikinn. Leikurinn var svo ömurlegur. Skap mitt er sambland af þreytu, þynnku og þessu tapi. Semsagt ekki skemmtilegur kokteill.

Ætla að fara snemma að sofa í kvöld, þar sem ég held að frekari mannleg samskipti séu ekki æskileg. Nokkuð góður mælikvarði á það er þegar mamma fer að kvarta yfir því að ég sé alltof daufur.


Það var semsagt starfsmanndjamm á Serrano í gær. Mjöög skemmtilegt. Upphaflega ætlaði ég ekki að drekka, en það klikkaði. Fór svo í bæinn með fólkinu. Allir vildu fara á Gaukinn, þar sem það virðist vera staður fyrir uuuuunga fólkið. Semsagt staður þar sem öllum er hleypt inn. Dyravörðurinn spurði mig um skilríki og ég spurði tilbaka: Ertu að spyrja MIG um skilríki. Hann leit á mig og sagði, nei drífðu þig bara inn.

Ég meina þetta var einsog á þriðjubekkjarkvöldi í Verzló. Ég er nú alltaf hræðilega slappur í því að segja til um aldur stelpna (mér finnst þær alltaf vera miklu eldri en þær eru) en strákarnir þarna virtust margir hverjir ekki vera mikið eldri en 14. Eða það fannst mér allavegana. Ég gafst fljótt upp. Var líka ekkert alltof hress eftir veikindin. Hafði verið í fínu stuði í partíinu, en hafði greinilega ekki úthaldið með mér. Ákvað bara að fara heim, þrátt fyrir að ég hafi nú ekki verið mjög drukkinn.


Á mánudaginn er ég að fara til Póllands, heimalands Jerzy [fokking](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/01/15/15.00.57/) Dudek og verð í þrjá daga í Varsjá. Ég hef alltaf haft ákveðna fordóma gagnvart Póllandi, sem ég veit ekki almennilega af hverju eru til staðar en mig hlakkar samt til að fara til Póllands. Ég er bölvaður asni að nýta ekki ferðina betur og reyna að túristast eitthvað, en maður ætti þó að sjá eitthvað. Kannski verð ég alveg heillaður og losna við alla mína fordóma. Hver veit?


Kannski er þetta þynnkan, sem talar. Eeeen, mér finnst Fall to Pieces með Velvet Revolver vera helvíti flott lag. Ég fíla [Slash gítarinn](http://www.fitzmulti.com/bands/slash.jpg), enda var ég mikill Guns ‘n Roses aðdáandi. Ég var líka ýkt mikill Stone Temple Pilots aðdáandi, þannig að mér líður einsog ég sé 15 ára all over again þegar ég hlusta á þetta.

Apple & fótbolti

Ég er að prófa enn eitt meðalið við þessu spam rugli, svo látið mig vita ef þið lendið í vandræðum með að senda inn komment.

Hef allavegana ekki fengið spam í einhverja 4 klukkutíma, svo þetta veit á gott. 7-9-13


Ég er enn heima í veikindafríi. Þó ágætt að geta unnið mikilvægustu verkefnin hérna heima. Myndi ekki alveg höndla það ef að vikuverkefni myndu hlaðast upp í vinnunni, auk þess sem ég er víst að fara til útlanda á mánudag.

Eyddi morgninum í að horfa á MacWorld útsendinguna. Þar var auðvitað fullta af sniðugu fyrir okkur Apple elskendur. [Jens](http://www.jenssigurdsson.com/entry/2005/01/12/15.11.35) og [GummiJóh](http://gummijoh.net/2005/01/mac_mini_og_ipo.php) eru með ágætis úttektir á þessu. Það sem er semsagt mikilvægast er að Apple eru að gefa út 500 dollara tölvu, [Mac Mini](http://www.apple.com/macmini/), sem er kjörinn fyrir PC fólk, sem vill skipta yfir í Apple. Með þessu boxi getur fólk haldið gamla skjánum, lyklaborðinu og músinni en notað Mini Mac sem tölvu.

Auk þess er sennilega hægt að gera fullt af sniðugum hlutum við Mac Mini. Til dæmis væri hægt að nota þetta sem DVD spilara í stofuna. Tengja þetta við sjónvarp og geta þarmeð horft á DVD, hlustað á tónlist og horft á myndir af netinu.

Einnig var kynnt [iPod shuffle](http://www.apple.com/ipodshuffle/), sem er léttur iPod, sem er án skjás og tekur færri lög. Hann gæti þó hentað vel þeim, sem nota iPod í líkamsrækt, þar sem hann er einstaklega léttur og lögin skippa aldrei.

Þar sem ég á bæði iMac og iPod, þá var ég mest spenntur yfir forritunum, sem Apple kynntu. Þeir kynntu m.a. nýja útgáfu af [iLife](http://www.apple.com/ilife/) pakkanum, sem ég nota mikið. Sérstaklega nota ég [iPhoto](http://www.apple.com/ilife/iphoto/) mikið og líta breytingarnar verulega vel út. Til dæmis er hægt að höndla RAW myndir og líka er auðveldara að skipuleggja myndirnar.


Það, sem gladdi mig líka í veikindunum í dag er að [Fernando Morientes ](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/01/11/22.58.47/) er kominn til Liverpool og leikur hugsanlega með liðinu á laugardaginn gegn Man U. Mikið verður gaman að vera með markahæsta leikmann EM og markahæsta mann Meistaradeildarinnar í framlínunni á móti Man U! Get varla beðið.