Put your hands on the wheel…

Ef ég væri i ástarsorg (sem ég er sem betur fer ekki), þá myndi ég bara hlusta á [Sea Change](http://www.rollingstone.com/reviews/album?id=165933&pageid=rs.Artistcage&pageregion=triple1) með Beck á rípít allan daginn, alla daga, allt árið. Ég elska þessa plötu.

Ég er þunnur, þreyttur og nenni ekki að gera neitt, nema að láta mig dreyma um ferðalög og hlusta á Beck og nýju plötuna með Wilco (sem er æði).

Fór útað skemmta mér í gær og komst að því að stelpan, sem var Ungfrú Ísland í fyrra, er miklu sætari í raunveruleikanum en á myndum. Finnst ykkur það ekki magnað? Ha?

Já, og fór á Pravda bar. Það hafði mér verið tjáð að væri flottasti barinn í Reykjavík og að þar inni væru “eintómar drottningar”. Ég veit að ég ætti ekki að þiggja ráð frá manni, sem kallar sætar stelpur “drottningar”, en allavegana þá voru þarna aðallega feitir kallar, sem heilla mig ekkert sérstaklega.

Æji!

Mig langar til útlanda í frí, *núna*. Nenni ekki að hanga hér. Er voðalega melódramatískur í dag. Vesen tengt öllum mínum málum. Fékk bréf, sem ruglaði mig í ríminu, komst að því að ég heillast af stelpum sem eru annaðhvort á föstu eða þá nýkomnar úr erfiðum samböndum, lenti í að þræta vini mína, og áttaði mig á því að ég er búinn að draga það núna í þrjá mánuði að kaupa helvítis innréttingu í eldhúsið mitt.

En mig langar semsagt til útlanda. Er að hallast að því að heimsækja vini um öll Bandaríkin, en samt er einhver partur af mér, sem langar bara að segja fokk it, pakka oní bakpoka og fara eitthvert austur á bóginn. Kannski til Úkraínu, Hvíta Rússlands eða eitthvað álíka. En mig langar bara rosalega að hitta alla háskólavinina og [kónginn](http://olsenusa.tripod.com/) í Washington. Það er verst að þessir Lou Reed tónleikar eru ekki fyrr en 20. ágúst, þannig að ég get ekki farið út fyrr en í fyrsta lagi 21. ágúst. Það er alltof langt þangað til.

*Put your hands on the wheel/Let the golden age begin[…](http://www.whiskeyclone.net/ghost/G/thegoldenage.html)*

Box og Kópavogur

Ég fór í Kópavoginn áðan. Þar var ekki gaman.

Í hádeginu fór ég í fyrsta skipti í box tíma. Það var æði, en ég er gjörsamlega uppgefinn. Gat varla vélritað í vinnunni, þar sem puttarnir og hnúar eru ónýtir. Mér leið einsog ég væri að vinna á skrifstofunni hans Woody Allen í [Bananas](http://www.imdb.com/title/tt0066808/). Mér leið einsog allir takkarnir á lyklaborðinu væru pikkfastir.

Og mér líður ennþá þannig og því ætla ég að hætta og fara í sólbað.

Take your mama out

Það er ekki fyndið hvað “Take your mama out” með Scissor Sisters er fáránlega grípandi lag. Furðulegt hvað maður getur skipt um skoðun á hljómsveit á nokkrum dögum. Fyrir einhverjum vikum var ég að [bölva þeim](https://www.eoe.is/gamalt/2004/03/13/21.16.45/) fyrir cover útgáfu af “Comfortably Numb”. Ég asnaðist svo til þess að hafa PoppTV á í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum og þá heyrði ég “Take your mama out” og ég varð gjörsamlega hooked við fyrstu hlustun.

Scissor Sisters er alveg fáránlega skemmtilega hallærislegt band, en ég eignaðist [diskinn](http://pitchforkmedia.com/record-reviews/s/scissor-sisters/scissor-sisters.shtml) fyrir nokkrum dögum og hann er algjör snilld. Einhvers konar dískóskotið rokk. Ótrúlega hressandi.

“Take your mama out” er svo catchy að ég var með það á repeat nánast allt kvöldið þegar ég fór á djammið á föstudaginn langa. Meira að segja þegar ég var að raka mig var ég með lagið á repeat og var byrjaður að dansa í miðjum rakstri, sem er eftiá að hyggja ekki mjög snjallt múv. En mér tókst það án þess að skera mig. Síðan þegar það kom fólk í heimsókn ákvað ég að playlistinn í partýinu yrði ansi litaður af þessu lagi.

Eftir að hafa hlustað á “Take your mama out” svona 20 sinnum á föstudagskvöldið fór ég með vinum á djammið. Fórum á Hverfis þar sem var fáránlega troðið og dj-inn spilaði “Sísí Fríkar Úti”. Jesús almáttugur hvað það er leiðinlegt lag. En ég var samt í góðu skapi, þrátt fyrir að aðalgellan hefði verið á leið út þegar ég kom inn. Hefði þó sennilega tapað mér ef að “Scissor Sisters” hefðu verið spiluð á Hverfis. Það hefði ekki verið gott því það voru 200 manns á dansgólfinu og plássið eftir því.

GB, Metallica og djamm

Var í Serrano starfsmannapartý í gær, sem var skemmtilegt einsog öll partý tengd þeim ágæta veitingastað. Eftir partýið fór ég með nokkrum í bæinn. Gegn minni betri sannfæringu ákvað ég að fylgja fólki og fara á Felix. Álit mitt á þeim stað óx svo sem ekki í þetta skiptið. Aldurstakmörk virðast engin vera, allavegana þekkti ég 16 ára stelpur sem voru þarna inni. Magnað. Samt mjög skemmtilegt kvöld. Ætlaði að labba heim, en skipti um skoðun þegar ég lenti í mestu rigningu Íslandssögunnar.


Á leiðinni í partýið hlustaði ég á Gettu Betur. Sú keppni er hroðalegasta útvarspefni í heimi. Ég vissi aldrei almennilega hver var að svara hvaða spurningu. Emil kom útí bíl þegar lokaspurningarnar voru í gangi. Við vissum ekki almennilega hvort liðið var að svara í Þríþrautinni. Mjög óþægilegt og ég var að deyja úr spennu.

En mikið rooooosalega var gaman að Verzló skyldi vinna. Verzlóhjartað slær í manni á svona stundum. Get rétt ímyndað mér að það sé gaman í skólanum núna þegar þeir eru búnir að vinna Morfís og Gettu betur. Ekkert smá sætt að taka verðlaunin af MR. 🙂


Mikið er ég ánægður með að Metallica séu að koma til Íslands. Ég sá þá ásamt Dan vini mínum í Allstate Arena í Chicago fyrir fjórum árum. Það voru frábærir tónleikar. Verst að maður þarf að fara í Grafarvoginn til að sjá tónleikana.

Chevé Chevé Chevé Chevé

Jei, föstudagur. Ég ætlaði að vera snjall og skipuleggja mig þannig að ég yrði búinn snemma í dag. Það endaði á því að ég sat 3 fundi eftir klukkan 2 og var ekki kominn heim fyrr en hálf sjö. Ég er snillingur!

Var næstum því lentur í árekstri á leiðinni heim, því það var svo sæt stelpa sem sat í strætóskýli á leiðinni. Minnir mig á einhverja umræðu fyrir nokkrum árum um að það mættu bara vera ákveðið margir litir í auglýsingum á bílum, því of margir litir myndu trufla aðra vegfarendur og gætu ollið slysum. Einhver sagði þá að mun gáfulegra væri að banna sætar stelpur í umferðinni.

Ég á erfitt með að greina andlit, sem eru svona 20 metra frá mér. Þetta veldur því að mér þykir frekar óþægilegt að mæta fólki á götu. Ég átta mig nefnilega aldrei fyrr en að ég er kominn uppað fólkinu hver það er. Stundum eru síðustu metrarnir ekki nóg til að átta sig á því hver þetta er, svo það heldur sennilega fullt af fólki, sem ég þekki lítið, að ég sé dónalegur og heilsi ekki fólki á götu úti. Það er ekki rétt. Ég er einfaldlega stundum ekki nógu fljótur að fletta uppí minninu. 🙂

Þess vegna ef ég sé sæta stelpu nálgast útá götu, þá lít ég vanalega undan en lít svo aftur upp þegar hún er komin nógu nálægt til að sjá hvernig hún lítur út. Þetta er dálítið skrítinn siður, en sennilega betri en að stara á manneskjuna allan tímann meðan viðkomandi nálgast.

Og já, ég á gleraugu, en nenni ekki að vera með þau.


Svona aðeins til að draga úr því góða skapi, sem ég er búinn að vera í í dag, er ekkert betra en að lesa nokkur komment frá meistara Houllier (Sorrí, Jens). Fyrst úr [þessari grein](http://www.walkonlfc.com/news/apr04/gerard_houllier.htm)

>I am quite happy with our form and we have a good record of attempts at goal which shows you we do try and score goals.

Hjúkket! Ég hélt nefnilega að hann vildi ekki að liðið myndi skora mörk. Reyndar gæti maður haldið það á stundum. Getur líka einhver sagt þessum bjána að síðustu 8 deildarleikirnir til að ná FJÓRÐA sætinu eru EKKI bikarúrslitaleikir.

[Einnig](http://www.walkonlfc.com/news/apr04/houllier_henchoz.htm)

>It is a good thing he wants to play but he knows why he is not playing. We have kept three clean sheets in our last three Premiership games so he will have to bid his time.

Nú hugsar einhver: Frábært! Halda hreinu þrjá leiki í röð! Og jú, þangað til að maður skoðar á móti hvaða liðum þetta var: Leicester, Wolves og Portsmouth. Þau lið eru einmitt í 17., 18. og 20. sæti. Stórkostlegur árangur!


En nei, læt Houllier ekki koma mér í vont skap.

Ok, starfsmannapartí Serrano í kvöld. Gaman gaman. Er búinn að vera að hlusta á The Darkness síðustu mínúturnar og maður kemst alltaf í stuð við að hlusta á þá.

>Monday rowing
Tuesday badminton
Dancing on a Friday night
I got ping pong on Wednesday
Needlework on Thursday
Dancing on a [Friday night](http://www.lyricstime.com/lyrics/60461.html)

Nákvæmlega! Góða helgi!

Ísmolabox frá Helvíti

moli.jpgEinsog alltaf á þriðjudagskvöldum horfði ég á Queer Eye. Í miðjum þættinum voru Thom og Ted að versla í IKEA. Skyndilega fékk ég hroðalegt flashback. Þegar þeir voru á leiðinni út ákvað Ted að kaupa ísmolabox, sem honum fannst voða sætt. Það sem Ted vissi hins vegar ekki er að þetta ísmolabox er hannað af Satan!

Þegar ég bjó með Hildi útí Bandaríkjunum keypti Hildur svona ísmolabox. Henni, líkt og Ted, fannst ýkt krúttulegt að eiga ísmola í alls konar lögum. Þetta ísmolabox var nálægt því að vera það eina, sem við gátum verið ósammála um. Ég hataði það meira en pláguna. Mér er reyndar til efs um að ég hafi hatað neinn hlut á jafn mikið á ævinni. Kannski að kraninn í eldhúsinu hérna á Hagamel komist nálægt því, því hann hefur einstakt lag á að byrja að leka þegar ég er að horfa á sjónvarpið.

Ísmolaboxið er nefnilega úr gúmmíi. Það veldur því að í stað þess að losna þegar maður ýtir á þá, þá loða ísmolarnir við IKEA boxið. Þannig að til að ná einum stjörnu- eða hjartalaga ísmola þarf maður að beygja boxið fram og tilbaka í 2 mínútur. Þetta hljómar kannski ekki of erfitt, en þetta ísmolabox komst ansi nálægt því að gera mig sturlaðan.

Ég elska IKEA en þessi ísmolabox eru af hinu illa! Satan hannaði samstæðuna í stofunni minni og ísmolaboxin hjá IKEA.

Annars var Queer Eye góður. Ég held að mér finnist Thom núna vera fyndnari en Carson. Þeir eru snillingar.

Menning og djamm

Jensi fékk mig til að mæta á samkomu á Seltjarnarnesi í gær. Þar voru fulltrúar frá ungliðahreyfingum allra stjórnmálaflokkana til umræðna um ýmis mál. Aðallega hafði ég áhuga á umræðu um ríkisstyrki til menningarmála, enda Jens með fyrirlestur um það málefni fyrir unga jafnaðarmenn.

Ég er mjög fylgjandi því að farin verði sú leið, sem Jens leggur til. Það er að ríkið minnki sem mest afskipti sín til menningarmála, en geri á sama tíma ráðstafanir til að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að gefa til menningarmála. Til dæmis með því að fólk sé veittur skattaafsláttur fyrir framlög sín, svipað og er gert í Bandaríkjunum. SUS-arar lögðu auðvitað til að hætta öllum ríkisafskiptum. Það sem vantar hins vegar alltaf inní þeirra málflutning er það hvernig á að koma á þeim kúltúr að einstaklingar gefi í auknum mæli til menningar. Þar held ég að skattaafslættir fyrir framlög væri sniðug hugmynd. Vonandi skrfiar Jens meira um þetta á síðunni sinni

Allavegana, gaurinn frá SUS var góður. Hann og Jens báru af í þessum hópi, þar sem hinir voru hálf heillum horfnir, sérstaklega fulltrúi VG þegar hún var grilluð af hópi SUS-ara úr sal.

Samkvæmt framsögumanni framsóknarmanna þá hafa ríkisstyrkir til menningar eitthvað með fjölda barnaníðinga að gera. Ég náði aldrei almennilega tengingunni, enda skil ég ekki framsóknarmenn og mun sennilega aldrei gera.


Ég var frekar þunnur og þreyttur á fyrirlestrinum enda hafði ég verið í skemmtilegu matarboði kvöldið áður. Þar spilaði ég m.a. og söng á falskasta gítar í heimi. Gítarhæfileikar mínir eru óumdeilanlega engir.

Samt ákvað ég að kíkja líka um kvöldið á Nesið, þar sem sama fólk sameinaðist um fyllerí. Þetta var skrítin en skemmtileg samkoma. Það er til dæmis ótrúlega fyndið að sjá útlits- og framkomumun á fólk eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk tilheyrir. Einna skrautlegastur var einhver gaur frá VG, sem söng ítalska kommúnistasöngva.

Allavegana var það alveg fáránlega súrealískt að ein sætasta stelpan á staðnum skyldi vera formaður ungra frjálslyndra!!! Ungra Frjálslyndra!!! Hvað það er sem fær tvítugar stelpur til að ganga í frjálslynda flokkinn er ofar mínum skilningi. Allavegana gafst mér því miður ekki að nota nýju pikk-öpp línuna mína:

“Hæ! Ég hata kvótakerfið. Kemurðu oft hingað?”

Anyhooo, við fórum svo á Ölstofu Kormáks og Skjaldar, sem er staður sem ég skil hvorki upp né niður í. Náðí ekki alveg að fatta hvað það er sem heillar fólk við þennan stað. Gáfumst upp og kíktum á Prikið. Áttaði mig á því að það er alveg fáránlega mikið af sætum stelpum á Prikinu! Samt fatta ég Prikið ekki heldur sem skemmtistað. Reyndar góð tónlist, en það eina sem fólk virðist gera er að reyna að troða sér frá öðrum enda staðarins til hins.

Þess má til gamans geta að í bænum í gær var 57 stiga frost.

Þreyta

Usssss, hvað þetta er búinn að vera erfiður dagur. Þegar ég er farinn að rífast, þá er tími til kominn að fara að sofa. 12 tíma vinnudagur eftir 4 tíma svefn er ekki sniðugur fyrir mig. Sérstaklega ekki ef að dagurinn felur í sér jafnmikið vesen og stress og dagurinn í dag.

Fór á Raekwon á Gauknum í gær með K og J. Þetta voru einhverjir allra stystu tónleikar sem ég hef farið á. Raekwon hefði alveg mátt spara þær yfirlýsingar um það að gestir tónleikanna myndu aldrei hafa séð annað eins.

Tónleikarnir voru mjög góðir. Hann keyrði áfram svona 45 mínútna prógram sem var snilld. En prógramið var bara 45 mínútur og eftir það fór Raekwon að reyna að selja einhvern varning á borði á Gauknum. Það er augljóst að hann hefur ekki lagt neitt alltof mikið til hliðar af þeim peningum sem Wu-Tang hljóta að hafa fengið fyrir 36 Chambers.

En semsagt, fín kvöldstund.


Núna held ég að ég leggi mig og reyni að endurheimta eitthvað af orku minni. Klukkan 10.30 er það svo Damien Rice á NASA. Það verður ábyggilega gaman.

Spjallborð, stelpur og eiturlyf

Úff, var að heyra hvað ég gerði og sagði á djamminu á föstudaginn. Það var ekki skemmtileg saga. Vissi að ég hefði ekki átt að brjóta þá grundvallarreglu að reyna ekki við stelpu þegar ég væri fullur. Mamma sagði mér þetta einu sinni, en ég er alltaf að klikka á þessu. Ég veit að ég ætti alltaf að hlusta á mömmu, enda er hún snillingur.


Það er komin mikil og góð umræða á Liverpool spjallborðinu um pistilinn minn. Þetta Liverpool spjallborð frústrerar mig, því það er alltof mikið af illa skrifandi fólki, sem hefur lítið annað fram að færa en “Houllier er snillingur” eða “Houllier sökkar” eða “United sökkar” eða “Liverpool rúlar”. Inná milli er þó fullt af góðu fólki, sem hefur bæði vit á fótbolta og sannan áhuga á málefnum Liverpool.

Fyrir næsta tímabil langar mig dálítið að stofna vefmiðil um Liverpool. Eins konar fjölmennt Liverpool blogg. Það eru fullt af ágætum mönnum þarna úti (bloggurum og öðrum), sem gætu skrifað fullt af góðum hlutum um Liverpool. Þarna væri gaman að setja inn slúðrið og reyna að skapa sæmilega siðaða umræðu um liðið.


Már skrifar góðan og áhugaverðan um það hvernig hann óttist að vinur sinn sé að leiðast útí eiturlyfjaneyslu og hver viðbrögð hans eigi að vera. Pistillinn er góður og hann varpar fram ágætis spurningum, en Már er svo lúmskur á því og lokar fyrir komment. Það er visst statement og getur verið áhrifamikið að loka fyrir komment á vissar færslur. Þetta er eiginlega dálítið áhrifaríkt stílbragð. Ef hann lokaði á færslurnar óvart, þá tek ég þetta auðvitað allt til baka. 🙂


Ég verð með útlending í vinnunni á morgun, sem þýðir að maður fer eitthvað útað borða annað kvöld. Það er ágætt því ég er búinn að fá mig fullsaddan af grilluðum kjúkling, Oxpytt og vondum kínamat, sem ég er búinn að vera að borða hérna undanfarna daga. Hef verið að reyna ýmsa asíska staði og hef ekki verið hrifinn. Sem veitingahúsaeigandi er ég náttúrulega fáránlega passífur á gagnrýni, því ég veit hversu þetta er allt erfitt, en samt. Mér finnst vanta einhvern virkilega góðan asískan stað. Já, og ódýran líka. Sem byði uppá eitthvað annað en súrsætar rækjur í aðalrétt.

Stórkostlegustu vonbrigðin voru samt Stonebaked pizza frá Freschetta. Ég sá hana útí matvörubúð og var sannfærður um að þetta myndi standast bestu Eldsmiðjupizzum snúning, því myndin utaná var svo flott. En pizzan var vond og vonbrigðin ógurleg. Held mig við venjulegar Freschetta pizzur, sem eru fínar.