Mulholland Drive

Fór með Hildi og Dan að sjá nýju David Lynch myndina, Mulholland Drive, á föstudaginn. Þvílík snilld. Ég hef alltaf verið á því að David Lynch sé snillingur, enda eru Twin Peaks, að mínu mati, bestu sjónvarpsþættir allra tíma og einnig eru margar af myndum hans, svo sem Wild at Heart, frábærar.

Ég held þó að Mulholland Drive sé hans besta mynd hingað til. Maður veit í raun ekkert hvað maður getur sagt um þessa mynd. Ég gæti þulið upp allan söguþráðinn, en samt myndi það sennilega ekkert spilla fyrir myndinni. Aðal kvikmyndagagnrýnendurnir í Chicago, Wilmington og Ebert eru sammála mér um hversu frábær þessu mynd er. Það er mjög fróðlegt að lesa gagnrýni þeirra. Sérstaklega er gagnrýni Wilmington fróðleg, því hún gefur nokkra innsýn inní pælingar David Lynch.

Ég held að engum kvikmyndagerðamanni hafi tekist að gera gamalt fólk jafn ógnvekjandi og Lynch gerir í þessari mynd. Sumar senurnar eru mjög “scary”.

Bíó

Vorum að koma af Training Day með Ethan Hawke og Denzel Washington. Roooosaleg mynd. Svakaleg.

Klukkan er hálf ellefu og ég þarf að vakna klukkan hálf fjögur. Ég er þreyttur.

Kvikmyndagagnrýni í dagblöðum

Eitt það besta við bandarísk dagblöð er að á föstudgögum kemur alltaf kvikmyndagagnrýni með öllum nýju myndunum. Ólíkt því, sem gerist á Íslandi, en þar virðist kvikmyndagagnrýnin koma þegar gagnrýnendum hentar að fara í bíó og oft kemur ekki gagnrýni í blöðum fyrr en meira en viku eftir að myndin var frumsýnd.

Allavegana, þá kíkir maður alltaf í kvikmyndablaðið, sem fylgir Chicago Tribune á föstudögum. Samkvæmt blaðinu í dag þá fær nýja Woodie Allen (snillingur) myndin, The Curse Of The Jade Scorpion 3 og hálfa stjörnu. Hins vegar fær nýja Kevin Smith myndin, Jay and Silent Bob Strike Back, eina og hálfa stjörnu. Ég var mjög spenntur fyrir báðum myndunum, enda Smith líka fínn leikstjóri.

Hins vegar er Roger Ebert hjá Chicago Sun-Times frekar ósammála. Hann gefur The Curse Of The Jade Scorpion 2 og hálfa stjörnu og Jay and Silent Bob Strike Back 3 stjörnur.

Hvorum á maður að trúa?

Ég held ég treysti Michael Wilmington hjá Tribune, einfaldlega af því að Woody Allen er snillingur!!!

Bíómyndir

Við erum búin að vera mjög löt við að fara í bíó undanfarið. Einhvern veginn hafa fáar spennandi myndir verið sýndar undanfarið. Við ætluðum alltaf (og ætlum enn) að fara á Planet of the Apes, og svo hafa myndir einsog American Pie 2 fengið mjög lélega dóma.

Það eru því nær mánuður síðan við fórum síðast í bíó. Þá sáum við hins vegar tvær myndir með stuttu millibili. Sú fyrri var The Score með Marlon Brando, De Niro og Ed Norton og var hún bara mjög fín. Hin myndin, sem við sáum var Legally Blonde.

Sú mynd var alger snilld. Með fyndnari myndum, sem ég hef séð í langan tíma. Reese Witherspoon er alger snilldarleikona. Ég mæli eindregið með því að fólk sjá myndina.

AI: Artificial Intelligence

Við Hildur fórum að sjá AI:Artificial Intelligence, nýjustu Steven Spielberg myndina í gær. Það var nokkuð skrítið með þessa mynd að fólk virðist skiptast algerlega í tvo hópa. Til dæmis gaf gagnrýnandi Chicago Tribune myndinni fjórar stjörnur, en fólk sem ég talaði við fannst hún ömurleg.

Allavegana, þá fannst mér myndin hrein snilld. Einstaklega vel gerð og leikin. Ég hef aldrei séð 13 ára krakka leika eins ótrúlega og Haley Joel Osment. Drengurinn er snillingur.

Tomb Raider

Þar sem það er ábyggilega stutt í frumsýningu á Tomb Raider á Íslandi, þá finnst mér það vera skylda mín að vara fólk við þessari mynd. Hún hafði fengið hræðilega dóma, en við Hildur ákváðum samt að sjá hana á sunnudaginn.

Aðallega til að sjá senurnar, sem voru teknar á Íslandi og svo lék einn samstarfsmaður minn hjá Danól í myndinni (ég sá hann reyndar aldrei).Allavegana, þá er myndin alveg hrikalega hræðileg. Afskaplega léleg mynd. Það er í raun allt vont við þessa mynd. Tæknibrellurnar eru ekki einu sinni flottar. Mjög vond mynd!!

Tom Green

Eg var nokkud hrifinn af The Tom Green show, thegar sa thattur var syndur a MTV. Nuna um helgina er verid ad frumsyna nyjustu mynd Tom Green, sem heitir Freddy Got Fingered.

Eg held ad eg hafi aldrei sed jafnlelega doma um eina mynd. Michael Wilmington, sem skrifar fyrir Chicago Tribune kallar myndina “Crime against Comedy” og Roger Ebert, sem skrifar fyrir Chicago Sun-Times segir um myndina: “

This movie doesn’t scrape the bottom of the barrel. This movie isn’t the bottom of the barrel. This movie isn’t below the bottom of the barrel. This movie doesn’t deserve to be mentioned in the same sentence with barrels.

Bridget Jones's Diary

Vid Hildur forum a Bridget Jones’s Diary a fostudaginn. Eg var saemilega spenntur, enda hafdi myndin fengid goda doma i Chicago Tribune. Myndin kom mer tho nokkud a ovart, thvi hun er snilld. Med fyndnari myndum, sem eg hef sed i langan tima. Vanalega eru romantiskar gamanmyndir ekki i miklu uppahaldi hja mer, en tho eru nokkrar undantekningar og thessi mynd er ein af theim.

Hannibal

Við Hildur fórum að sjá Hannibal í gær. Ég var búinn að heyra ýmsa misjafna hluti um þessa mynd, svo ég fór í raun ekki með of miklar væntingar á myndina. Hún var bara nokkuð góð. Hún er ekki nærri því eins góð og Silence of the Lambs, en samt fín.

Það þýðir ekkert að fara á þessa mynd og búast við einhverju líku fyrri myndinni. Ofbeldið í Hannibal er mun grófara, sem er galli. En á heildina þá var þetta bara fín mynd.

Anthony Hopkin

Hannibal verður frumsýnd á morgun. Í tilefni þess er Anthony Hopkins búinn að vera í hverjum einasta mögulega spjallþætti undanfarna daga. Þetta er orðið fáránlegt. Einnig hef ég aldrei séð neina mynd eins mikið auglýsta. Dómarnir eru búnir að vera frekar misjafnir, en það breytir því ekki að ég er að fara í bíó að sjá Hannibal á morgun.