Tomb Raider

Þar sem það er ábyggilega stutt í frumsýningu á Tomb Raider á Íslandi, þá finnst mér það vera skylda mín að vara fólk við þessari mynd. Hún hafði fengið hræðilega dóma, en við Hildur ákváðum samt að sjá hana á sunnudaginn.

Aðallega til að sjá senurnar, sem voru teknar á Íslandi og svo lék einn samstarfsmaður minn hjá Danól í myndinni (ég sá hann reyndar aldrei).Allavegana, þá er myndin alveg hrikalega hræðileg. Afskaplega léleg mynd. Það er í raun allt vont við þessa mynd. Tæknibrellurnar eru ekki einu sinni flottar. Mjög vond mynd!!