Ég dýrka Flickr!

Ég hef vitað um [Flickr](http://www.flickr.com/) í nokkur ár og hef verið skráður þar inni í meira en tvö ár. En þangað til í síðustu viku þá hafði ég alls ekki nýtt mér möguleikana, sem síðan býr uppá.

Á sínum tíma eyddi ég miklu púðri í að koma upp [myndasíðunni minni](https://www.eoe.is/myndir/). Hún er vissulega smart (að mínu mati), en það var eilítið basl að uppfæra hana og svo gat ég ekki valið hverjir sjá myndirnar. Sumar myndir vil ég bara geta sýnt vinum og fjölskyldu.

Þannig að ég skráði mig á Flickr, keypti mér ársaðgang (sem kostaði einhverjar 2.000 krónur – djók verð!) og núna get ég sett þangað ALLAR mínar myndir. Ég held að ég geti hlaðið upp einhver 2 gígabæt á hverjum mánuði.

Núna er ég búinn að setja inn [flestar myndir síðustu tveggja ára](http://www.flickr.com/photos/einarorn/sets/) þangað. Allt frá [Bandaríkjaferðinni minni](http://www.flickr.com/photos/einarorn/sets/72157594247012755/) til [Slóveníuferðarinnar í vor](http://www.flickr.com/photos/einarorn/sets/72157594247455547/).

Ég ákvað að læsa sumum albúmum, sem bara vinir og fjölskylda geta séð. Þannig að ef þú ert vinur minn og vilt sjá allar myndirnar, þá verðurðu að skrá þig á Flickr og bæta [mér](http://www.flickr.com/people/einarorn/) við sem vini.

En allavegana, er búinn að setja haug af myndum inná Flickr [síðuna mína](http://www.flickr.com/photos/einarorn/sets/) og mun væntanlega uppfæra hana frá Suðaustur Asíu líka.

Ljubljana

Ég eyddi helginni í Slóveníu í árshátíðarferð með vinnunni. Það var æði!

Þetta átti að heita borgarferð til Ljubljana, en ég náði að gera svo miklu meira. Þar sem ég hef ferðast svo mikið að undanförnu og þekki orðið hverja einustu flík í H&M, þá fann ég enga þörf hjá mér að versla. Gat því eytt tímanum í umtalsvert skemmtilegri hluti.

Ef þú vilt lesa ferðasöguna og skoða myndir af MÉR (þetta er jú bloggið MITT), smelltu þá á “Lesa áfram”
Continue reading Ljubljana

Amsterdam

Kominn heim frá Hollandi eftir frábæra helgi þar. Veðrið var æði. Amsterdam er æði. Túristaðist einhvern slatta, fórum á Van Gogh safnið, markað í Bewervijk, djömmuðum á Leidseplein, löbbuðum meðfram síkjum, borðuðum indónesískan mat, reyndum að skilja hollensku.

Löbbuðum um Rauða Hverfið og virtum fyrir okkur misfagrar hórur. Var búinn að heyra allt um þetta hverfi, en samt brá mér við að sjá þetta. Drukkum bjór á bekk útá götu.

Amsterdam fyrir fullorðna er talsvert skemmtilegri en sú Amsterdam, sem ég man eftir sem barn. Svona borg sem ég væri alveg til í að heimsækja líka um næstu helgi.

Ég tók örfáar myndir í Amsterdam. Hérna eru þrjár þeirra. Smellið á myndirnar til að fá stærri útgáfu.

Ég við síki í Amsterdam

Ég sá hjól í Amsterdam!

Rauða hverfið

Nokkrar myndir frá El-Salvador, Gvatemala og Hondúras

Hérna eru nokkrar fleiri myndir frá Mið-Ameríkuferðinni. Ég er enn að bíða eftir því að geta sett allar myndirnar inn, en þangað til kemur þetta í svona smá skömmtum.

Smellið á myndirnar til að fá stærri útgáfu.

Uppá Cerro Perquin í El Salvador

Ég í Tikal, Gvatemala

Strákar leika sér á ströndinni í Livingston, Gvatemala

Almenningssamgöngur í El Salvador

Ég og aðaltöffarinn í bænum á Roatan, Hondúras

Eyja í Rio Dulce ánni í Gvatemala.

Nokkrar myndir

Úffff, þetta eru búnir að vera erfiðir fyrstu tveir dagar á Íslandi. Allt, allt, allt of mikið stress útaf vinnu. Á svona stundum hljómar það alveg einstaklega heimskulegt að vera í tveim vinnum. Einnar vinnu stress væri alveg nóg til að gera mig hálf geðveikan akkúrat núna.

Ég á í baksi með að koma myndunum frá MIð-Ameríku í skikkanlegt lag, þannig að þangað til að það kemst í gott stand, þá ætla ég að setja hérna inn nokkrar myndir úr ferðalaginu. Ég væri alveg til í að vera kominn aftur á ströndina í Cancun í stað þess að hafa áhyggjur af vinnumálum akkúrat þessa stundina. En svona er þetta.
Continue reading Nokkrar myndir