Vampírur á Þakkagjörðarhátíð

Ég veit að maður á ekki að sparka í liggjandi mann. Eeeeen, mbl.is er bara svo mikil snilld: Blóðbanki býður bjór fyrir blóð

Blóðbanki í Coloradoríki í Bandaríkjunum hefur gripið til óvenjulegrar aðferðar til þess að freista fólks til blóðgjafar. Fyrir hvern blóðpott fær viðkomandi pott af bjór að launum.

Fjögur brugghús standa að baki herferð blóðbankans, United Blood Services í borginni Durango í Colorado. Er herferðin um leið keppni þeirra í millum en fyrstu verðlaun fær sú bjórgerð sem framleiðir það öl sem vinsælast reynist meðal blóðgjafa.

Í tilefni þess að nú fer þakkargjörðarhátíð í hönd í Bandaríkjunum hafa starfsmenn bankans skrýðst alls kyns furðufötum, m.a. sem vampírur.

Er það bara ég, eða er ekki hefðin að setjast niður með fjölskyldunni og borða kalkún á Þakkagjörðarhátíðinni í stað þess að klæða sig upp sem vampírur?

Smá breytingar

Eftir að Katrín kallaði mig plebbalegan á vinnumyndinni minni, ákvað ég að skipta um mynd á “Ég er” síðunni. 🙂

Reyndar þá er ég aldrei í jakkafötum, ekki einu sinni í vinnunni (nema þegar útlendingar eru á staðnum), svo það var hálf kjánlegt að hafa mynd af mér í jakkafötum. Á nýju myndinni er ég í svörtum bol, sem passar mun betur.

Annars eru umræðurnar um Michael Moore komnar af stað aftur eftir langt svar frá Jensa.

Og svo eru umræðurnar um síðustu færsluna mína orðnar mun skemmtilegri en færslan sjálf. Nú þegar er búið að slá fyrra kommentamet (sem var færslan, þar sem ég lýsti því yfir að ég ætlaði að kjósa Samfylkinguna. Sérstaklega er kommentið hans Björgvins stórskemmtilegt.

Allavegana, er voða gaman að fá öll þessu skynsamlegu og nice komment hérna. Ég vil þó taka það fram að ég hef það bara fínt. Ég er ekkert voða desperate, langt því frá. Vildi bara benda á þessa punkta varðandi þrýsting á sambönd í íslensku samfélagi. Jú, og svo langar mig auðvitað í kærustu. En ég meina hey.

Google nördaskapur

Fyrir alla, sem hafa áhuga á stærðfræði (og HVER hefur ekki áhuga á stærðfræði??) þá er Google reiknivélin nokkuð skemmtilegt tæki.

Kottke er að leika sér að vélinni og einnig Andrew Baio á Waxy.

Reiknivélin er sniðug að því leyti að maður getur skrifað formúlur á einfaldan hátt. Viltu vita hvað 57 kílómetrar eru margar mílur. Þá skrifar maður bara 57 kilometers in miles. Gæti ekki verið einfaldara. Hversu margar sekúndur í einni öld = 1 century = 3.1556926 × 1009. Og svo framvegis…

Já, þetta er sko aldeilis skemmtilegt tæki. Finnst ykkur það ekki?

Fyrsti kossinn…

Vá maður, þetta par toppar allt. Þau ætla að bíða þangað til að þau gifta sig til að kyssast í fyrsta sinn!!!

Hérna er lýsing á hvernig sambandið þeirra byrjaði

“I did have some emotion for her, not a lot,” said Burwell, who owns a custom-cabinet business in Maple Valley. “But I knew deep down that this was the person God wanted me to have.”

They agreed to date, and they both admit the first month and a half was something of an effort.

“God just opened our hearts and we really began to fall in love,” said Merry, who wears a silver cross around her neck and has “JESUS” written on block letters on her key chain. “It was January of this year that everything just exploded and just changed. And we were both filled with a deep sense of love for each other.”

“The only lady I’ve kissed is my mom,” said Burwell, whose father is a pastor. “To me, the first kiss is one of the most precious gifts I can give away, and it’s something I’ll only give my wife.”

They do hold hands. And their fingers are often interlaced during their premarital sessions with their pastor, associate pastor and counselor. But that’s where their physical contact ends.

Þau hafa heldur ekki faðmast. Enda vita allir að það er synd að faðma!

Leit.is

Ætli þessi fyrirsögn geri það að verkum að ég verði efstur á leit.is þegar leitað er að leit.is?

Annars, þá mættu eigendur þeirrar síðu alveg fara að uppfæra hugbúnaðinn. Það er greinilegt að leitarvélin er orðin algjörlega handónýt. Mér tókst meira að segja að fá hundinn hans Friðriks til að koma sem niðurstaða númer 1 þegar leitað er að Hugo Chavez! (sjá tilraunina mína)

Sérstaklega er mikilvægt fyrir Leit.is að uppfæra núna þegar Movabletype er orðið nokkuð algengt tæki. Ég hef áður fjallað um það hvernig MT brenglar öllum niðurstöðum á leit.is.

Best væri bara fyrir leit.is að fá afnot af Google leitarvélinni. Hún er mun áreiðanlegri þegar á að leita að vefsíðum á Íslandi

Beta eyðir kommentum

Beta Rokk tók sig til og eyddi öllum kommentum eftir ákveðinn aðila á heimasíðunni sinni.

Ég er búinn að fylgjast með þessu undanfarið en einhver strákur/stelpa hefur verið að skilja eftir komment á síðunni hennar, þar sem hann/hún tjáði hrifningu sína á henni. Kommentin urðu smám saman grófari og að lokum gafst hún upp og eyddi öllu út.

Mér fannst þetta löngu hætt að vera sniðugt þegar viðkomandi fór að tala um að hann hafi verið að horfa á Betu á einhverjum tónleikum, hvað hún hafi verið sæt þar og svo framvegis. Þetta var frekar óhugnalegt þegar maður fór að hugsa útí þetta. Auðvitað gat þetta verið saklaust (grín) en maður veit aldrei.

Allavegana, þá hefur Beta fullan rétt á að taka út kommentin. Annars er athyglisvert að velta fyrir sér hvort bloggarar hafa rétt á að henda út kommentum af síðum sínum. Ég hef gert það nokkrum sinnum hér. Annaðhvort hafa kommentin verið kjánaleg (eintómir broskallar) eða dónaleg. Samt er spurning hvort Beta hefði ekki allavegana átt að taka afrit af síðunni sinni áður en hún eyddi kommentunum. Sum kommentin voru það gróf að gaurinn var farinn að hljóma einsog stalker. Kannski var þetta grín en það er erfitt að sjá hvort fólk er að grínast með svona skrifum.

Stórkostlegar Breytingar – Myndablogg

Jæja, ótrúlegt en satt þá er meira en ár síðan ég breytti síðast um útlit á þessari síðu. Það hlýtur að segja mér að nokkuð vel hafi tekist upp með þetta útlit, allavegana er ég ekkert búinn að fá ógeð.

En ég ákvað að breyta smá. Ég bætti við þriðja dálkinum til vinstri (aðeins á aðalsíðunni). Í honum er komið myndablogg.

Ég er nýkominn með T610 síma og langaði því að setja þetta uppá síðuna mína. Þetta er ekkert í tengslum við Landssímann eða þetta dót, heldur nota ég bara Bluetooth File Exchange á Makkanum (takk Tobbi) og keyri þetta svo í gegnum Movabletype.

Ok, en allavegana veit ekki alveg hvert ég stefni með þessu myndabloggi. Gæti líka hugsað mér að nota myndir úr digital vélinni minni, það kemur bara í ljós. Eflaust verða alltof margar myndir af mér og alltof fáar athyglisverðar myndir. En ég meina hey.

Allavegana, myndabloggið verður hérna vinstra megin. Þið getið smellt á myndirnar til að sjá stærri myndir og kommentað á þær ef ykkur langar til.