Moggabloggs heilkennið

Mikið er ég sammála því sem Sigurjón [segir](http://blog.sigurjon.com/?p=1732) og Kristján [vitnar í](http://blog.kristjanatli.com/2007/01/04/bloggablogg/#respond)

Moggabloggið verður að teljast sem nýju “Teljara-Ólympíuleikarnir” á netinu. Hellingur af spöðum sem þrá athygli og ást fólksins í landinu hafa hent upp síðum hjá Mogganum og blogga nú um fréttirnar sem þar eru skrifaðar eins og þeir eigi lífið að leysa. Þeir linka á skoðanir hvors annars í von um góð eða slæm viðbrögð, skiptir þá ekki máli bara svo framarlega sem þeir fá fleiri heimsóknir. Sumir síðueigendur hafa meira að segja gengið svo langt að frame-a síðuna sína inn í Moggabloggið svo þeir geti nú fengið aðeins meiri athygli. Þetta er orðið svo vinsælt að Bill O’Reilly þótti það tímabært að koma því á hreint að hann fann upp bloggið.”

Sjáið t.d. [þetta blogg](http://gislifreyr.blog.is/), sem einhver hægrimaður heldur uppi á Moggablogginu (tek þessa síðu sem dæmi þar sem hún var efsta bloggið á mbl.is þegar ég kíkti inn). Þessi aðili vísar á fréttir á MBL.is við hverja bloggfærslu. Í flestum tilfellum hefur efni færslu hans nákvæmlega ekkert með upphaflega frétt að gera og gerir því það eitt gagn að pirra lesendur mbl.is, sem smelltu á þær í góðri trú um að færslurnar bættu einhverju við efni upphaflegrar fréttar.

Sem dæmi, þá eru þetta færslur af forsíðunni og svo þær fréttir sem hann vísar í:

**Frétt**: Verðmætum páfagauk stolið
**Blogg**: Vangaveltur um CSI og aðra lögguþætti

**Frétt**: Eldur kviknaði í Engey en var slökktur með hraði
**Blogg**: Guðmundur Steingrímsson er ömurlegur

**Frétt**: Leki kom að báti í Suðureyrarhöfn
**Blogg**: Kristrún Heimisdóttir er ömurleg

**Frétt**: Vakt hjá Orkuveitunni um jólin
**Blogg**: Hannes Hólmsteinn er skemmtilegur

Hvernig er hægt að skýra þetta með öðru en að margir MBL bloggarar séu með ólíkindum athyglissjúkir. Ég er hættur að nenna að smella á bloggvísanir út frá fréttum, vegna þess að þær enda flestar á vísunum í eitthvað bull. Frekar kýs ég að hafa RSS vísanir hjá mér á þá moggabloggara, sem ég les reglulega. (Gummi Steingríms, Árni M, Ómar Valdimars, Steingrím S, Kratabloggið, Magnús Már, Hux og Sigmar G).

Miklu nær væri fyrir mbl.is að hleypa á vísanir frá öllum vefsíðum í fréttir á mbl.is fréttir (bæði pólitískum vefritum, sem og bloggum utan mbl.is) og leyfa notendum að flagga þá sem eru að misnota þessar vísanir. Mbl.is ættu svo að taka sig til og banna þeim að vísa á fréttir, sem að misnota það ítrekað.

Einar álfur

Ef að [jólasveinamyndin mín](http://www.flickr.com/photos/einarorn/321262100/) kom ykkur ekki í jólaskap, þá hlýtur [ÞETTA](http://www.elfyourself.com/?userid=8341e7a0fd1d4d0aea21211G06121800) að virka.

🙂

Hagfræðingur heimsækir MæSpeis

Nota bene, tölurnar sem voru hérna inni fyrst voru aðeins skakkar. Ég lagaði þær til.

[Ég](http://myspace.com/einaro) er búinn að vera sæmilega hooked á þessu MySpace dæmi undanfarna daga. Eftirfarandi hluti hef [ég](http://myspace.com/einaro) lært:

  • Stelpur eignast fleiri vini en strákar
  • Íslenskar stelpur kalla allar vinkonur sínar “sæta”.
  • Það er reyndar ótrúlega mikið af sætum íslenskum stelpum á MySpace, en samt…
  • MySpace er ótrúlega ávanabindandi.
  • Fólk hefur gaman af því að taka sjálfsmyndir. Ég er ánægður að sjá að ég er ekki einn um það.
  • Skemmtileg tölfræði:
    Fjöldi íslenskra stelpna á lausu á aldrinum 20-30 á MySpace: 4.969.
    Fjöldi íslenskra stráka á lausu á aldrinum 20-30 á MySpace: 4.369.
    Semsagt fleiri íslenskar stelpur á lausu en strákar. Húrra fyrir því!
  • Fjöldi íslenskra stelpna á aldrinum 20-30 á lausu og á MySpace til að deita: 194.
    Fjöldi íslenskra stráka á aldrinum 20-30 á lausu og á MySpace til að deita: 346.
  • Semsagt 7.9% karlmanna og bara 3,9% íslenskra stelpna á lausu á MySpace segist vera þar til að deita. Annaðhvort eru allir single Íslendingar svona ofboðslega ánægðir með að vera single, eða þá að þau vilja af einhverjum ástæðum ekki nota MySpace í makaleit.
  • Fjödli stelpna á lausu sem eiga barn (allur aldur): 450
    Fjöldi stráka á lausu sem eiga barn (allur aldur): 170
  • Íslenskar konur á MySpace á aldrinum 20-30:

    Giftar: 288
    Fráskildar: 54
    Í sambandi: 1916
    Á lausu: 4.969.

    Semsagt samkvæmt MySpace þá eru 68,7% kvenna á Íslandi á aldrinum 20-30 á lausu!!!

    Augljóslega er ekki svo hátt hlutfall kvenna á íslandi á lausu, þannig að fólk á lausu virðist sækja í MySpace. Samt virðist enginn viðurkenna makaleitina. 🙂

Jammmm…

Ég komst áfram, ég er að fara til Reykjavíkur maður!

Nú horfði ég allavegana á tvo þætti af hinu íslenska Ædoli og tel mig því vera sérfræðing um það fyrirbrigði. Samt get ég ekki fyrir mitt litla líf séð hver er munurinn á Idol og X-factor fyrir utan það að eldra fólki er hleypt inn. Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér?

Jú, kynnirinn er umtalsvert sætari en Simmi og Jói. Það er þó eitthvað.

Ég er búinn að horfa á þetta með öðru auganu á meðan ég rembist við að setja nöfn við allar myndirnar, sem ég tók i Asíu. Ég kom með um 1.000 myndir heim en er búinn að eyða út 400 myndum. Sem skilur 600 myndir eftir, sem er einmitt hreinasta geðveiki. Þetta verður eilífðarverkefni.

Skiptinemi

Einsog flestir fyrrverandi skiptinemar þekki ég stressið tengdu því að fá að vita hvernig fósturfjölskylda myndi verða. Sem betur fer var ég ólýsanlega heppinn með mína fjölskyldu í Caracas.

Þessi [Pólverji var ekki alveg jafn heppinn](http://www.spiegel.de/international/0,1518,448350,00.html)

>When Polish student Michael Gromek, 19, went to America on a student exchange, he found himself trapped in a host family of Christian fundamentalists. What followed was a six-month hell of dawn church visits and sex education talks as his new family tried to banish the devil from his soul

og þetta:

>My host parents treated me like a five-year-old. They gave me lollipops. They woke me every Sunday morning at 6:15 a.m., saying ‘Michael, it’s time to go to church.’ I hated that sentence. When I didn’t want to go to church one morning, because I had hardly slept, they didn’t allow me to have any coffee.

Greinin öll er mögnuð. Ég hætti einmitt við að fara til Bandaríkjanna af því að ég var hræddur um að enda á einhverju krummaskuði. Það að velja Venezuela í stað Bandaríkjanna er sennilega meðal bestu ákvarðanna ævi minnar.

[via Kottke](http://www.kottke.org)

Ég á Mæspeis 2.0

Af því að ég á ekkert líf og hef ekkert gott við tímann minn að gera, þá er ég búinn að breyta [prófílnum mínum á Mæspeis](http://www.myspace.com/einaro). Núna lítur hann meira út einsog þessi heimasíða. Þú gætir þurft að smella á refresh til að sjá rétt útlit.

Og ég er búinn að fara úr 13 vinum í 20 á einum degi. Það er voðalega skemmtilegt. Núna þarf ég bara svona 300 vini til að ná meðaltalinu. 🙂

Ég á Mæspeis

Af því að ég er svo hipp og kúl og móðins og allt það, þá setti ég upp [Myspace](http://www.myspace.com/einaro) síðu einhvern tímann síðasta sumar. Eyddi um hálftíma í það verkefni, fattaði ekki hvað var svona spennó við þetta og gafst upp.

Þangað til að í síðustu viku hafði ég ekkert að gera og ákvað að setja eitthvað inná þessa blessuðu síðu. Þannig að hún núna uppfærð og þú getur m.a. hlustað á uppáhaldslagið mitt í dag á prófílnum mínum.

Ógisslega spennó, ekki satt?

Allir aðrir sem ég skoða eiga svona 3-400 vini. Ég á hins vegar 13, sem er ekkert sérstaklega merkilegur árangur. Ég stefni kannski ekki alveg á 300, þar sem ég held að ég geti ekki munað fleiri nöfn en svona 50.

En allavegna, hér eftir verð ég þekktur sem [Myspace.com/**einaro**](http://www.myspace.com/einaro). Mun ég því ekki svara öðrum nöfnum.

Ó internet!

Ó, internet! Ó internet, hversu mikið hef ég saknað þín!

Fimm heilir dagar án heima-net-tengingar eru einfaldlega meira en ég get þolað án þess að fara á taugum. Hvernig á ég að geta lifað án þess að skoða tölvupóstinn minn 15 sinnum á dag? Hvernig á ég að hlusta á útvarp? Missti ég ekki af einhverju ótrúlega spennandi á bloggsíðum landsins?

Það tók verulega á að vera netlaus svona lengi, en þökk sé Hive þá er ég núna kominn með nýja og fína net-tengingu, sem hagar sér vonandi betur en gamla Landssímatengingin mín. Því miður er ég búinn að gleyma öllum þeim ódauðlegu bloggpistlum, sem ég var búinn að semja á þessum tíma.

Já, og Jensi segir allt sem segja þarf um þetta [blessaða prófkjör á laugardaginn](http://www.jenssigurdsson.com/2006/11/13/lundarfar-damiens). Hvað var fólk að meina með því að setja Kristrúnu ekki ofar? Hvurslags eiginlega?

>Þessi flokkur gæti verið svo miklu miklu meira. Hvaða rugl er þetta? Hafna framtíðarleiðtoga jafnaðarmanna og einhverjum frambærilegasta stjórnmálamanni sem hefur komið fram vinstra megin við miðju í langan tíma?

>…

>Formenn eru felldir á landsfundum, ekki í prófkjöri rétt fyrir einhverjar mikilvægustu þingkosningar í sögu þjóðarinnar.

>Hættið þessari vitleysu.

>Fylkið nú liði að baki formanni og varaformanni. Hættið þessum innanflokkskítingi og fellið helvítis ríkisstjórnina.

Og hvað er málið með þetta “hun hedder Anna” lag? Er þetta eitthvað djók sem ég er ekki að fatta af því að ég er búinn að vera svona lengi í Asíu?

The Office

Fyrir aðdáendur bresku Office þáttanna, þá er þetta himnasending. Gervais og Merchant gerðu fyrr á þessu ári myndbönd fyrir Microsoft, þar sem David Brent er ráðinn sem stjórnunar-ráðgjafi hjá Microsoft. Hægt er að nálgast myndböndin hér: [1](http://www.ifilm.com/player/?ifilmId=2751040&pg=default&skin=default&refsite=default&mediaSize=default&context=product&launchVal=1&data=) og [2](http://www.ifilm.com/player/?ifilmId=2751041&pg=default&skin=default&refsite=default&mediaSize=default&context=product&launchVal=1&data=)


Og hvað á [þetta að þýða](http://news.bbc.co.uk/2/hi/south_asia/4782525.stm) stuttu fyrir Indlandsferð mína? Djöfulsins hryðjuverkabjánar.