Bókasafnið

Eg er nuna fluttur yfir a adalbokasafnid i skolanum minum. Thess vegna er eg ekki med islenskt lyklabord. Annars svaf eg i 3 tima i nott. Thad er fulllitid fyrir minn smekk. Thess vegna er eg buinn ad fara a klukkutima fresti a Starbucks ad fa mer kaffi. Eg er ad fara i hagfraediprof a morgun kl. 9. Thad er ykt pirrandi ad allir vinir minir eru ad vera bunir i profum. Ein vinkona min er ad fara heim a fimmtudagsmorgun, en tha a eg einmitt 3 prof eftir. Thetta er ekki sanngjarnt

Skráning

Ég var að skrá mig í tíma fyrir næstu önn. Mér var frekar aftarlega í röðinni að þessu sinni og voru því margir tímar uppteknir. T.d. voru tveir hagfræðitímar, sem ég ætlaði að fara í orðnir fullir. En ég fer allavegana í hagmælingu (þýðing á Econometrics), kynningu á rússneskum bókmenntum, sögu og bókmenntir Suður-Ameríku fyrir 1888 og stærðfræði. Hljómar spennandi, ekki satt?

Skólinn búinn

Ég kláraði skólann í gær og var það bara fínt. Síðasti fyrirlesturinn var saga Sovétríkjanna og var það frábær fyrirlestur. Prófessorinn var í ham einsog vanalega.

Síðasti skóladagurinn

Í dag er síðasti skóladagurinn minn. Ég á bara eftir að fara í tvo tíma, stærðfræði og sögu Sovétríkjanna og þá er ég búinn. Í næstu viku er svo upplestrarfrí og svo er ein prófvika. Eftir prófin fer ég niður til Houston að sjá Roger Waters, og svo fer ég heim.

Rússnesk tónlist

Prófessorinn minn í sovéskri sögu heldur áfram að koma mér á óvart. Maðurinn er mesti snillingur, sem ég hef kynnst. Á miðvikudag sagðist hann ætla að gefa okkur tóndæmi með rússneskri tónlist. Ég hélt því að hann myndi spila af bandi. En nei, hann mætti bara með gítarinn og söng á rússnesku í hálftíma. Þvílíkur snillingur.

Ritgerð

Mér tókst einhvern veginn að gubba út úr mér 6 blaðsíðna stjórnmálafræði ritgerð í gærkvöldi. Hún er hins vegar mjög léleg.

Stjórnmálafræði

Það er alveg magnað hvað mér tekst alltaf að draga hluti fram á síðustu stund. Ég á að skila lokaritgerðinni í stjórnmálafræði á morgun og ég er búinn með svona 10% af henni. Það þýðir að ég get ekki farið á frumsýninguna á Mission Impossible 2.

Rosaleg vika

Þetta er búin að vera rosaleg vika. Ég er búinn að vera í þrem miðsvetrarprófum og einu skyndiprófi í þessari viku. Ég er búinn að komast að því að það er ekki gaman að vera inni og lesa hagfræði í þessum hita. Það er öllu skárra að liggja niðri hjá Michigan vatni og lesa rúsneska snilld.

Ég er búinn að vera í sögu Sovétríkjanna á þessari önn og er þetta einn skemmtilegasti tíminn, sem ég hef verið í hérna í Northwestern. Prófessorinn, Irwin Weil, er alger snillingur. Hann hefur kennt við moskvuháskóla og hann veit allt um Rússland. Hann var meira að segja viðstaddur útför síðasta keisarans. Ég hef lært gríðarlega mikið í þessum tímum. Kannski einna merkilegast er að ég hef sannfærst enn frekar um að það er ekki með nokkru móti hægt að afsaka voðaverk bolsjévika. Það er í raun óskiljanlegt að sjá fólk í kröfugöngum með Sovéska fánann.

Ég set ekkert útá það að fólk trúi ennþá á kommúnisma, en að lýsa stuðningi við stjórnarfar Sovétríkjanna er óskiljanlegt.

Bókin, sem ég las fyrir fyrsta prófið, Quiet Flows the Don, eftir Mikhail Sholokov er sennilega næstbesta skáldsaga, sem ég hef lesið. Eina bókin, sem er í meira uppáhaldi hjá mér er Hundrað ára Einsemd eftir Gabriel Garcia Marquez.

jæja, nóg um bókmenntir, ég er farinn niðrí miðbæ Chicago.