Skemmtilegir tímar

Síðasti skóladagurinn er á morgun. Ég er búinn að skrá mig í tíma fyrir næstu önn. Ég mun taka stærðfræði (Sequences & Series, Linear Algebra), markaðsfræði og tvo hagfræði tíma, Game Theory og Labour Economics. Þetta lítur ágætlega út. Hagfræðitímarnir eru náttúrulega fyrir hagfræði major-ið mitt en markaðsfræðitíminn minn er fyrir Business Institutions, sem er minor-ið mitt.

Það eru alltof margar slettur í þessari uppfærslu!

Then just stick that shit into the regression model

Það er nokkuð gaman að Rússanum, sem kennur mér í dæmatímu í hagrannsóknum. Hann er fínn kennari og talar ágæta ensku. Hins vegar þá gæti maður stundum haldið að hann hefði lært ensku með því að hlusta á rapp, því hann blótar alveg ótrúlega mikið. Oft koma setningar einsog “Then just stick that shit into the regression model”, eða “Don’t think about that fucking crap, you just have to worry about X”. Ætli Rússar séu almennt svona orðljótir? Ég veit ekki, en Rússinn, sem kennir mér slavneskar bókmenntir, Ilya Kutik, er ekki eins slæmur.

Gogol

Á morgun er ég að fara í próf í rússneskum bókmenntum. Viðfangsefnið er hinn mikli snillingur Nikolai Gogol. Ég á eftir að klára nokkra kafla af meistaraverkinu Dead Souls (ef þér leiðist, þá getur þú lesið alla bókina á þessari síðu).

Einnig á ég eftir að klára Taras Bulba, sem er úr sögusafninu Mir Gorod. Í tíma í gær horfðum við á myndina Taras Bulba, með Yul Brynner í aðalhlutverki. Það var afskaplega léleg mynd, en sagan er samt sem áður frábær.

Gero + gix cubed

Jæja, þá er dagurinn loks runninn upp. Ég veit ekki hvort allir voru að kjósa, en það voru ekki nema svona 6 krakkar í stærðfræðidæmatímanum mínum í morgun. Það er annars mjög gaman að hlusta á gaurinn, sem kennir okkur í dæmatímanum. Ég held að hann sé frá Kína og hann talar varla orð í ensku. Hann er þó góður í því að skýra út og er rosa klár.

Það er hins vegar oft erfitt að fylgjast með, því enskan hans er svo vitlaus. T.d. dæmis ber hann fram Z eins og G. Þannig að þegar hann ber fram Zero, þá verður það Gero. Eins ruglast hann alltaf á square (annað veldi) og cube (þriðja veldi). Þannig að maður þarf að þarf að læra svolítið inná hann. Til dæmis mundi setningin “Gero + gix cubed” þýðast sem núll plús 6 í öðru veldi. Þetta er allt að koma hjá mér.

Úti

Tíminn í Suður-Amerískum bókmenntum var kenndur fyrir utan Kresge, í sólskini og 20 stiga hita. það var afskaplega notalegt.

Evgeny Onegin

He cursed Theocritus and Homer,
In Adam Smith was his diploma;
our deep economist had got
the gift of recognizing what
a nation’s wealth is, what augments it,
and how a country lives, and why
it needs no gold if a supply
of simple product supplements it.
His father failed to understand
and took a morthage on his land.

Þetta er úr Evgeny Onegin eftir Pushkin, sem ég er að lesa núna. Þvílík ótrúleg snilld.

Alþjóðlegt prófessoralið

Þá erum við búin að koma mér ágætlega fyrir hérna í íbúðinni. Ég byrjaði í skólanum í gær og líst mér bara ágætlega á tímana. Ég er í rússneskum bókmenntum, suður-amerískum bókmenntum, hagfræði og stærðfræði. Prófessorarnir virðast vera fínir. Einn bandaríkjamaður, sem kennir mér hagfræði, franskur stærðfræðikennari, einn Rússi og svo argentísk kona, sem kennir mér bókmenntir.

LÍN

Jæja, þá eru bara þrír dagar þangað til að ég fer aftur út til Bandaríkjanna. Ég er búinn að vera að reyna að klára mín mál á íslandi í dag. Ég komst m.a. að því að LÍN reiknar gengi á lánum við enda hvers tímabils, þannig að ef bandaríkjadollar lækkar (sem hann hlýtur að gera, því hann er 83 krónur í dag), þá tapa ég fullt af pening. Það finnst mér ekki gaman!

Genni og Aurel

Genni vinur minn er núna að byrja nám við LSU, sem er skólinn sem Shaquille O’Neal var í. Þar komst hann að því hvað heimurinn er ótrúlega lítill. Málið var að hann gisti í nokkra daga hjá rúmenskum hjónum. Þegar hann fór svo að tala við kallinn, þá komst hann að því að hann kenndi við Northwestern, sem er minn skóli.

Genni spurði þá hvort hann þekkti einhvern Íslending, og þá komst hann að því að þetta var Aurel Stan, sem var einmitt stærfræðikennarinn minn. Þessi kennari er einmitt alger snillingur. Hann kallar mig alltaf Mr. Einarsson og er alveg ótrúlega skemmtilegur kennari.

Próf og hiti

Ég var núna að klára tvö lokapróf á 5 tímum, sem þykir bara ágætt. Núna á ég bara eftir sögu Sovétríkjanna á morgun. Það er svona 40 stiga hiti úti núna. Það er ekki hægt að hugsa í þessum hita.