Opið bréf Michael Moore til Wesley Clark

Fyrir nokkrum dögum skrifaði Michael Moore þetta opna bréf til Wesley Clark, sem ég var núna að rekast á í gegnum BoingBoing. Þar hvetur Moore Clark til að bjóða sig fram til forseta og virðist sú áskorun hafa borið árangur.

Satt best að segja líst mér ágætlega á Clark, ekki síst útaf þeim ástæðum sem Moore nefnir. Hann er hófsamur jafnaðarmaður og hann er nógu sterkur til að geta sigrað Bush.

You have said that war should always be the “last resort” and that it is military men such as yourself who are the most for peace because it is YOU and your soldiers who have to do the dying. You find something unsettling about a commander-in-chief who dons a flight suit and pretends to be Top Gun, a stunt that dishonored those who have died in that flight suit in the service of their country.

But right now, for the sake and survival of our very country, we need someone who is going to get The Job done, period. And that job, no matter whom I speak to across America — be they leftie Green or conservative Democrat, and even many disgusted Republicans — EVERYONE is of one mind as to what that job is:

Bush Must Go.

This is war, General, and it’s Bush & Co.’s war on us. It’s their war on the middle class, the poor, the environment, their war on women and their war against anyone around the world who doesn’t accept total American domination. Yes, it’s a war — and we, the people, need a general to beat back those who have abused our Constitution and our basic sense of decency.

The General vs. the Texas Air National Guard deserter! I want to see that debate, and I know who the winner is going to be.

By the way, mér finnst það cool að Moore birtir alltaf email addressuna sína með greinum, sem hann skrifar. Hann fær sennilega slatta af pósti daglega.

Gemmér allt! Þú færð ekki neitt!

SH skrifar á Múrinn í dag um Halldór Ásgrímsson og ráðstefnuna í Cancun: Fáfræði Halldórs stendur umræðu fyrir þrifum.

Ég átta mig ekki alveg hver stefna Múrsmanna í þessum málum er. Þeir virðast vera á móti auknu frelsi í alþjóðaviðskiptum, en samt eru þeir sárir yfir því að Vesturlönd lækkuðu ekki tolla á landbúnaðarvörur. Er það furða að sá stimpill vilji festast við Vinstri-Græna að þeir séu á móti öllu. Ég verð þó að viðurkenna að það getur vel verið að ég hafi bara ekki verið nógu duglegur að rýna í greinina til að finna stefnu þeirra.

Ég missti reyndar af þættinum með Halldóri en það er með ólíkindum hvernig þrjóska Evrópubúa og Bandaríkjanna eyðilagði ráðstefnuna í Cancun. Halldór er einmitt fulltrúi flokks, sem stendur fyrir öllu því, sem eyðileggur alþjóðaviðskipti. Hann vill vernda íslenskar landbúnaðar- og iðnaðarvörur (hvað er kjúklingur annað en iðnaðarvara?) fyrir eðlilegri samkeppni sama hvað það kostar skattgreiðendur.

Íslendingar eru reyndar með ólíkindum ósanngjarnir í þessum málum og í þessum umræðum kemur bersýnilega í ljós hræðilegur tvískinnungsháttur okkar þjóðar. Við viljum nefnilega takmarka (eða eyða) öllum höftum í sjávarútvegi, sem er okkar helsta útflutningsvara. Við fríkum út ef að einhver þjóð setur hömlur á innflutning á fiski. Hins vegar gerum við ALLT til þess að vernda landbúnaðarvörur, sem eru helsta útflutningsvara vanþróðari ríkja. Þetta er óþolandi ástand. Ef við værum hinum megin borðsins, þá værum við alveg brjáluð.


Það sama á í raun við um marga hluti. Við viljum að önnur þjóð hjálpi okkur í varnarmálum og þáðum þróunaraðstoð lengi vel. Hins vegar nú þegar við erum rík þjóð, þá gefum við ekki neitt tilbaka. Við PR skrifuðum fyrir nokkrum árum grein í róttækt blað (sem lifði stutt), þar sem við gagnrýndum harðlega þá þjóðarskömm okkar Íslendinga að við veitum minna en nær allar vestrænar þjóðir í þróunaraðstoð. Þessi grein var birt fyrir 6 árum en samt á hún alveg jafnvel við í dag. Það hefur ekkert breyst.

Við getum ekki ætlast til að fá allt í hendurnar á okkur en gefa aldrei neitt tilbaka. Það er ekki sanngjarnt.


Draumurinn um sjálfstæða bóndann

Ég er fylgjandi því að tollar á landbúnaðarvörur verði felldir niður. Það er hins vegar athyglisvert að niðurfelling tolla virðist vera orðin tískumál hjá mótmælendum á þessum ráðstefnum. Michael Lind skrifar athyglisverða grein um þá staðreynd að ef tollum verði létt þá sé ólíklegt að upp spretti litlir og ríkir bændur í þróunarlöndunum einsog draumur mótmælenda virðist vera. Mun líklegra sé að landbúnaðurinn verði iðnvæddari, noti tæknina og verði hagkvæmari. Það mun þýða að færri hafa atvinnu en að land verður betur notað. Mjög athyglisverð grein, þrátt fyrir að ég sé ekki endilega sannfærður um að hún standist.

Ísrael og Palestína… eða bara Ísrael

Via Metafilter rakst ég á tvær mjög góðar greinar um ástandið í Ísrael og Palestínu. Margir telja að draumurinn um tvö sjálfstæð ríki sé vonlaus. Þá er næsti möguleikinn í stöðunni að arabar sæki um að fá að kjósa í Ísrael. Vandamálið er bara að Arabar yrðu í meirihluta í því landi. Hvað yrði þá um draum síonista um sitt eigið ríki?
Continue reading Ísrael og Palestína… eða bara Ísrael

Bandaríkjamenn og hinir

rummy.jpeg

Ég verð að játa það að mér finnst þessi Onion grein dálítið fyndin:

Relations break down between U.S. and Them.

After decades of antagonism between the two global powers, the U.S. has officially severed relations with Them, Bush administration officials announced Tuesday.

“They have refused to comply with the U.S. time and time again,” Defense Secretary Donald Rumsfeld said, following failed 11th-hour negotiations Monday night. “It’s always unfortunate when diplomacy fails, but we could not back down. We have to be ready to fight back, in the name of freedom, against all of Them at once, if necessary.”

Rumsfeld added: “If They’re not with us, They’re against us.”

og svo besta línan 🙂

“They only think about what’s good for Them, but we’re concerned with the needs of all Americans,” Rice added.

Alger snilld.

Tveimur árum síðar

James Carroll skrifar í Boston Globe: . . . and honoring the victims.

At the dawn of the new century, what story do we tell? Does Sept. 11 represent only the experience of American grief, victimhood, justification for revenge? Does Sept. 11 live on only as the engine driving America’s shocking new belligerence? Or, in recalling the nobility of those selfless New Yorkers and Pentagon workers who reentered the wounded buildings, who remained behind to usher others out, or who simply maintained calm as worlds collapsed around them — can we carry this date forward as an image of the possibility of public love?

It may help to see Sept. 11, 2001, in the context of those other days in other years. How, when the ground was first broken for the Pentagon, its builders assumed one day it would be a hospital. How the leader of America’s greatest war sought in its aftermath to end war forever. How knowing that Washington, too, can sponsor terrorism must lead to humility. How the age-old dream of nonviolence became actual.

Ordinarily, we think of such incidents in isolation, but there can be an archeology of the calendar that uncovers harmonies in the layers of time.

Sept. 11 is an anniversary of the future, a day enshrining the worst of human impulses — and the best. A day, therefore, that puts the choice before us. How are we going to live now? We are on the earth for the briefest of interludes. Thinking in particular of all those who died in New York, Washington, and Pennsylvania, let us honor them by building the earth, instead of destroying it. Let us make peace, instead of war.

Úr leiðara New York Times

It seemed as if two great tides emanated in response to the tragedy of that Tuesday. One was a sense of generosity, a deep compassion that expressed itself in immediate acts of cooperation and support. The other was a sense of patriotism, a strong consciousness of our American identity. When those two tides overlapped, as they often did in the months after 9/11, the result was impressive and profoundly moving. But we have also seen, in the past two years, a regrettable narrowing of our idea of patriotism. It has become, for some people in some ways, a more brittle expression of national sentiment — a blind statement of faith that does more to divide Americans from one another than to join them together.

We need to fear and temper that kind of rigidity. It is not the least bit unpatriotic to question some of the arguments that led to war in Iraq. No national purpose is served by losing our sense of political and historical discrimination in an upwelling of patriotic fervor. Much as it may seem logical that the horror of the morning of Sept. 11, 2001, is inextricably linked to the other terrorist horrors around the world, the fact is that the connections are not all clear. The final answers must be as the evidence — not political will — determines.

Einnig: What You Think You Know About Sept. 11 …but don’t.

Hversu ríkur ertu?

Þetta er mjög athyglisverð síða. Fær mann til að hugsa.

Síðan reiknar hvar maður er staddur á listanum yfir ríkasta fólk heims. Ef maður tekur meðal starfsmann á skyndibitastað á Íslandi (einsog t.d. Serrano), þá eru yfir 5,5 milljarðar manns fátækari en sá starfsmaður (miðað við árslaun)! Það er hreint ótrúlega magnað.

Milljarðar fólks lifa á minna en 2 dollurum á dag. Ég veit að þetta eru engin ný sannindi, en samt er magnað þegar maður hugsar útí það. (via Batman)

Björn Bjarna og Ann Coulter

Ja hérna! Íslenskur ráðherra hrósar Ann Coulter á heimasíðunni sinni!!

Gæti Björn Bjarnason mögulega fundið verri stjórnmálaskýranda til að hrósa á síðunni sinni?? Ég stórlega efast um það.

Jóhannes skrifar ítarlega um Björn og Coulter á heimasíðu sinni og hvet ég alla til að lesa það: 1, 2. Ég hef áður skrifað um Coulter hér.

Coulter er þó nokkuð snjöll í að vekja athygli á sjálfri sér. Hún kemur sér í spjallþætti og þylur þar upp einhverja vitleysu, sem hneykslar flest alla. Hún neitar að styðja fullyrðingar sínar með rökum, heldur kýs að kalla alla aðra ómálefnalega. Fyrir þetta er hún nú orðin milljónamæringur.

Coulter er þekkt fyrir hræðilega ómerkileg ummæli sín. Hún veit að hún fær því meiri athygli því viðbjóðslegri sem komentin hennar eru.

Björn segir um bók Coulter: “Þetta er baráttubók, rituð af sannfæringu, þar sem brotnar eru til mergjar fullyrðingar og afhjúpaðir sleggjudómar, sem ganga ljósum logum eins og vofa kommúnismans á sínum tíma.”

Ætli Björn sé ánægður með til dæmis þessi ummæli, sem Coulter var á sínum tíma rekin fyrir:

That evening, CNN reported that bombs were dropping in Afghanistan — and then updated the report to say they weren’t our bombs.
They should have been ours. I want them to be ours.

Airports scrupulously apply the same laughably ineffective airport harassment to Suzy Chapstick as to Muslim hijackers. It is preposterous to assume every passenger is a potential crazed homicidal maniac. We know who the homicidal maniacs are. They are the ones cheering and dancing right now.

We should invade their countries, kill their leaders and convert them to Christianity. We weren’t punctilious about locating and punishing only Hitler and his top officers. We carpet-bombed German cities; we killed civilians. That’s war. And this is war

Fleiri gullmolar Coulter teknir úr þessum pistli:

“If you don’t hate Clinton and the people who labored to keep him in office, you don’t love your country.”—George, 7/99
“I have to say I’m all for public flogging. One type of criminal that a public humiliation might work particularly well with are the juvenile delinquents, a lot of whom consider it a badge of honor to be sent to juvenile detention. And it might not be such a cool thing in the ‘hood to be flogged publicly.”—MSNBC 3/22/97

“Anorexics never have boyfriends. … That’s one way to know you don’t have anorexia, if you have a boyfriend.”—Politically Incorrect 7/21/97

“The thing I like about Bush is I think he hates liberals.”—Washington Post 8/1/00

“The swing voters—I like to refer to them as the idiot voters because they don’t have set philosophical principles. You’re either a liberal or you’re a conservative if you have an IQ above a toaster. “—Beyond the News, Fox News Channel, 6/4/00

Annars er málflutningur Björns afskaplega hæpinn þegar hann segir: “Efa ég ekki, að hún sé úthrópuð kaldhæðnislega af vinstrisinnum í heimalandi sínu.”

Ég held að ég geti auðveldlega úthrópað stjórnmálaskoðanir Coulter án þess að það votti fyrir kaldhæðni.

Næsta spurning

Vá, mér er farið að líða einsog ég skrifi fyrir Múrinn.

Sanchez hershöfðingi hélt blaðamannafund um morðin á sonum Saddams. Ég tel reyndar að þetta hafi verið farsælasta lausnin, en samt þá vakna ýmsar spurningar. Robert Fisk, átrúnaðargoð þeirra Múrsmanna var á blaðamannafundinum og var nokkuð beittur.

Robert Fisk: Thank you. General, I’d like to try and see if you could address more of the first question which we had from our colleague up front. The Americans are specialists in surrounding places, keeping people in them, holding up for a week, if necessary, to make them surrender. These guys only had, it appears, AK-47s, and you had immense amount of firepower. Surely, the possibility of the immense amount of information they could have given coalition forces, not to mention the trials that they could have been put on for war crimes, held out a much greater possibility of victory for you if you could have surrounded that house and just sat there until they came out, even if they were prepared to keep shooting.

GEN. SANCHEZ: Sir, that is speculation.

Next slide (sic).

Robert Fisk: No, sir, it’s an operational question. Surely you must have considered this much more seriously than you suggested.

GEN. SANCHEZ: Yes, it was considered, and we chose the course of action that we took.

Robert Fisk: Why, sir?

GEN. SANCHEZ: Next slide — or, next question, please.

Jahá. Svo mörg voru þau orð

20 lygar um Írak

The Independent birti í gær þessa grein: 20 Lies About the War.

Athyglisvert er að lesa umræður þeirra í Bandaríkjunum, sem verja Bush og þessar lygar hans. Oft eru það sömu menn og kröfðust þess að Bill Clinton segði af sér embætti fyrir að ljúga um framhjáhald! Með öðrum orðum, það er í lagi að ljúga um ástæður fyrir því að fara í stríð, en það er ekki í lagi að ljúga um kynlíf.

Æji, mikið væri nú gaman ef að Bush segði af sér. Það myndi allavegana auðvelda mér að verja Bandaríkin, en það verður erfiðara með hverjum deginum. Mikið væri gaman að geta séð hvernig almenningsálit á Bandaríkjunum væri í dag ef réttmætur sigurvegari síðustu kosninga, Al Gore, hefði unnið.

Innflytjendur

Ja hérna, það hlaut að koma að því. Ég er í öllu sammála grein eftir Sverri Jakobsson.

Greinin heitir “Þegar sumir verða jafnari en aðrir” og fjallar um innflytjendalöggjöf í Danmörku og svo um nýlegt dæmi frá Íslandi. Hérna var víetnamskri konu hafnað um vegabréfsáritun vegna þess að hún var “ung og ógift” og þær típur eiga það víst til að ílengjast hér á landi, samkvæmt stjórnvöldum.

Þessi synjun er svo ótrúlega rasísk að ég á ekki orð yfir því að enginn skuli hafa talað um þetta mál opinberlega. Ég verð að játa það að ég skil ekki stefnu stjórnvalda í málefnum innflytjenda. Af hverju er Ísland svona ofboðslega verndað?

Á þessari stóru eyju búa undir 300.000 manns. Hins vegar þá höfum við meira af náttúruauðlindum en flest önnur ríki. Ég er sannfærður um að hér á landi gætu búið yfir milljón manns við jafnmikla velmegun og þessar 300.000 hræður búa við í dag. Öll tækifærin eru til staðar.

Þess vegna skil ég ekki að íslensk stjórnvöld séu svona viljug til að reisa múra til að halda þessu fólki frá. Af hverju á ekki að leyfa fólki, sem vill virkilega búa á Íslandi, að koma hingað??

Ég er ekki að segja að við eigum að hleypa 700.000 manns inní landið í einni lotu. Hins vegar vildi ég sjá að stjórnvöld myndu marka sér þá stefnu að fjölga fólki hér á landi. Hleypa á ári hverju umtalsverðu magni af innflytjendum inní landið. Seinna meir myndi það bara auka velmegun á Íslandi og auka áhrif þessa lands í alþjóðlegu samstarfi.