Sigurður Kári og Írak

Ja hérna, ég held að Sigurður Kári sé að breytast í minn uppáhaldsstjórnmálamann. Það er allavegana alveg ótrúlega gaman að horfa á hann í sjónvarpi. Hann virðist vera gjörsamlega ófær um að beita rökum og virðist mæta í sjónvarp í þeim eina tilgangi að verja stjórn Sjálfstæðisflokksins með öllum mögulegum ráðum.

Á Stöð 2 áðan tók hann meðal annars að sér að gera lítið úr þeim hörmungum, sem Agusto Pinochet olli með mannréttindabrotum sínum. Flosi Eiríksson, Samfylkingarmaður bar saman stjórn Saddam Hussein og Agusto Pinochet, þegar var verið að tala um stríðsáætlanir Bandaríkjamanna. Þar þuldi Flosi upp að Pinochet hefði látið pynta samlanda sína og að þúsundir manna hafi horfið. Sigurði Kára fannst þetta bara sniðugt og það eina, sem hann gerði var að hlæja alveg þangað til að þáttastjórnendur breyttu um umræðuefni og fóru að tala um handbolta.

Annars var annað, sem fór í taugarnar á mér í þessum þætti. Það var að Flosi beitti einhverjum meingölluðustu rökum gegn stríðinu í Írak. Það eru sú rök að það séu voðalega margir aðrir einræðisherrar í þessum heimi, sem Bandaríkjamenn gera ekkert gegn og þess vegna ættu Bandaríkjamenn ekki að ráðast á Írak. Þetta er náttúrulega algjört bull. Þetta er einsog að segja að lögreglan ætti ekki að handtaka morðingja vegna þess að það séu svo margir aðrir morðingjar, sem gangi lausir.

Það er líka eitt, sem vantar algjörlega inní málflutning friðarsinna. Það er, hvað við á Vesturlöndum getum gert til að hjálpa fólki í Írak? Er það ekki skylda okkar að hjálpa þessu vesalings fólki, sem á svo sannarlega ekki skilið illmenni einsog Saddam Hussein yfir sér. Vilja friðarsinnar bara að við látum sem ekkert sé, svo Saddam geti haldið áfram að kvelja landa sína? Hverjar eru tillögur þeirra?

Greyið Hugó

Sverrir Jakobsson veltir því fyrir sér af hverju Hugo Chavez hafi ekki rétt til að sitja út kjörtímabilið einsog aðrir réttilega kjörnir forsetar.

Vissulega hefði Hugo Chavez fullan rétt til að sitja áfram ef hann hefði ekki misnotað sér vinsældir sínar jafn stórkostlega og hann hefur gert hingað til. Hann var réttkjörinn forseti en þær breytingar, sem hann hefur knúið fram síðan þá, geta nú seint talið lýðræðislegar. Hann notaði sér tímabundnar vinsældir sínar til að auka völd sín og framlengja kjörtímabil sitt.

Það er hæpið að líkja þessu saman við ástandið í Chile fyrir 30 árum. Það er aðallega vegna þess að það er mesta móðgun við Salvador Allende að líkja honum við Chavez. Allende var mun hófsamari (enda var hann ekki nærri því jafn vinsæll og Chavez) og hann misnotaði ekki völd sín líkt og Chavez hefur gert.

Hins vegar má Chavez alveg spila eins mikið baseball við Fidel einsog hann vill. Það skiptir ekki nokkru máli.

Norður Kórea og leikjafræði

Ég veit að ÁF er nánast með einkaleyfi á því að kvóta pistlahöfunda NY Times, en ég ætla þó að hætta mér inná hans svæði. Auk þess þá er ég að reyna að forðast það að skrifa langa grein um hversu mikið mig langi til að reka Gerard Houllier og senda Emile Heskey í útlegð til Síberíu.

Allavegana, Paul Krugman skrifar skemmtilegan pistil í NYT, þar sem hann talar um leikjafræði (game theory) í samskiptum landa: Games Nations Play. Ég er einmitt mikill áhugamaður um leikjafræði, enda hagfræðimenntaður.

Krugman skrifar eftirfarandi, þegar hann fjallar um samskipti Bandaríkjamann við Írak annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar:

During the cold war, the U.S. government employed experts in game theory to analyze strategies of nuclear deterrence. Men with Ph.D.’s in economics, like Daniel Ellsberg, wrote background papers with titles like “The Theory and Practice of Blackmail.” The intellectual quality of these analyses was impressive, but their main conclusion was simple: Deterrence requires a credible commitment to punish bad behavior and reward good behavior.

I know, it sounds obvious. Yet the Bush administration’s Korea policy has systematically violated that simple principle.

Let’s be clear: North Korea’s rulers are as nasty as they come. But unless we have a plan to overthrow those rulers, we should ask ourselves what incentives we’re giving them.

Krugman setur sig svo í spor Kim Jong Il og heldur áfram:

So Mr. Bush thinks you’re a bad guy ? and that makes you a potential target, no matter what you do.

On the other hand, Mr. Bush hasn’t gone after you yet, though you are much closer to developing weapons of mass destruction than Iraq. (You probably already have a couple.) And you ask yourself, why is Saddam Hussein first in line? He’s no more a supporter of terrorism than you are: the Bush administration hasn’t produced any evidence of a Saddam-Al Qaeda connection. Maybe the administration covets Iraq’s oil reserves; but it’s also notable that of the three members of the axis of evil, Iraq has by far the weakest military.

So you might be tempted to conclude that the Bush administration is big on denouncing evildoers, but that it can be deterred from actually attacking countries it denounces if it expects them to put up a serious fight. What was it Teddy Roosevelt said? Talk trash but carry a small stick?

Hann endar svo greinina á þessu:

The Bush administration says you’re evil. It won’t offer you aid, even if you cancel your nuclear program, because that would be rewarding evil. It won’t even promise not to attack you, because it believes it has a mission to destroy evil regimes, whether or not they actually pose any threat to the U.S. But for all its belligerence, the Bush administration seems willing to confront only regimes that are militarily weak.

The incentives for North Korea are clear. There’s no point in playing nice ? it will bring neither aid nor security. It needn’t worry about American efforts to isolate it economically ? North Korea hardly has any trade except with China, and China isn’t cooperating. The best self-preservation strategy for Mr. Kim is to be dangerous. So while America is busy with Iraq, the North Koreans should cook up some plutonium and build themselves some bombs.

Again: What game does the Bush administration think it’s playing?

Já, menn geta lært ýmislegt á því að stúdera hagfræði.

Ég hef oft furðað mig á því hvernig Bandaríkjamenn hafa glímt við Norður-Kóreu. Það er búið að vera viðskiptabann á Norður-Kóreu, svo Norður-Kóerubúar hafa nánast engu að tapa. Bandaríkjamenn sýndu landinu lítinn áhuga þangað til að þeir fóru að gera sig líklega til að framleiða kjarnorkuvopn. Þá allt í einu fóru þeir í viðræður við Norður-Kóreumenn. Þannig að Bandaríkjamenn voru í raun að launa þeim fyrir slæma hegðun. Slík pólítík er ekki líkleg til árangurs gegn klikkhausum einsog Kim Jong Il.

Það er augljóst að eina, sem dugar á þjóðir einsog Írak og Norður-Kóreu er að hóta valdbeitingu. Til dæmis sjá menn að Saddam Hussein hleypti loksins vopnaeftirlismönnum inní landið þegar hann vissi það að Bandaríkjamenn voru staðráðnir að ráðast á hann ef hann hlýddi ekki. Einræðisherrar einsog hann hlusta nefnilega ekki, nema það sé skýr og trúverðug hótun um valdbeitingu gegn honum ef hann hlustar ekki.

Ó Jón

Jens PR skrifar góðan pistil á síðuna sína um bókina hans Jóns Baldvins en hann er búinn að vera að eyða síðustu dögum í að lesa bókina.

Ég gaf einmitt pabba mínum bókina í jólagjöf enda hef ég grun um að hann sé krati inn við beinið. Ég og Jens erum náttúrulega sálufélagar í aðdáun okkar á Jóni Baldvini og því hlakka ég mikið til að lesa bókina (sem var önnur ástæða fyrir því að ég gaf pabba hana í jólagjöf smile

Annars er pistillinn hans PR fín lesning. Hann skrifaði líka áður um það að bókin, sem hafði mest áhrif á Jón Baldvin væri Hægt líður áin Don eftir Nóbelsverðlaunahafann Mikhail Sholokov. Það er einmitt uppáhaldsbókin mín (ásamt Hundrað ára einsemd eftir Garcia Marques) og á tímabili talaði ég (einsog Jens minnist á) um fátt annað um þá bók. Kannski að ég skrifi um hana á þessari síðu seinna.

Ekkert stríð fyrir olíu..?

N.B. Ágúst Flygenring er búinn að benda á báðar greinarnar, sem ég ætla að skrifa um. Hér og hér

Thomas Friedman spyr sig hvort hugsanlegt stríð við Írak myndi snúast um olíu. Svar hans er “já, að minnsta kosti að hluta til”. Hann spyr hins vegar í framhaldi annarar spurningar, það er hvort það sé réttlætanlegt að heyja stríð að hluta til vegna olíu.

Það er náttúrulega augljóst að Bandaríkjamenn gera aðrar kröfur til Íraka heldur en annarra þjóða heims. Þetta er augljóst á því hvernig þeir taka til að mynda með algjörum silkihönskum á kommúnistum í Norður-Kóreu, sem svelta þjóð sína en hafa nóga peninga til að framleiða kjarnorkuvopn.

Friedman spyr sig hvort það sé eitthvað athugavert að Bandaríkjamenn vilji hafa einhver áhrif á olíulindir Íraka. Er virkilega betra að Saddam Hussein skuli ráða yfir þeim. Það er augljóst að Íraska þjóðin hefur ekki notið góðs af olíuauðlindunum, heldur hafa peningarnar farið í að byggja upp herinn og hallir handa Hussein.

Það, sem fær hins vegar Bush til að líta illa út er að almenningur í öðrum löndum er á því að Bandaríkjamenn muni nota olíuna svo þeir geti haldið uppi sínum orkufreka lífstíl. Bandaríkjamenn nota langmest allra þjóða í heimi af olíu og vinsældir jeppa þar í landi hafa aldrei verið meiri. Þeir hafa líka neitað að samþykkja Kyoto samninginn og því álíta margir að Bandaríkjamönnum sé nákvæmlega sama um umhverfið og að þeir vilji bara halda að keyra á sínum jeppum og menga meira en allar þjóðir.

Friedman álítur að Bush eigi að koma því til skila að ef olíulindunum er komið úr höndum Hussein þá verði það allri heimsbyggðinni til góða, ekki bara Bandaríkjamönnum. Olía er aðaleldsneytið um allan heim og því yrði það gott fyrir viðskipti um allan heim ef olíunni yrði komið úr höndum Hussein til ábyrgari aðila.

Friedman segir:

I have no problem with a war for oil ? if we accompany it with a real program for energy conservation. But when we tell the world that we couldn’t care less about climate change, that we feel entitled to drive whatever big cars we feel like, that we feel entitled to consume however much oil we like, the message we send is that a war for oil in the gulf is not a war to protect the world’s right to economic survival ? but our right to indulge. Now that will be seen as immoral.

And should we end up occupying Iraq, and the first thing we do is hand out drilling concessions to U.S. oil companies alone, that perception would only be intensified.

And that leads to my second point. If we occupy Iraq and simply install a more pro-U.S. autocrat to run the Iraqi gas station (as we have in other Arab oil states), then this war partly for oil would also be immoral.

Hann lýkur svo greininni á þessum orðum:

If, on the other hand, the Bush team, and the American people, prove willing to stay in Iraq and pay the full price, in money and manpower, needed to help Iraqis build a more progressive, democratizing Arab state ? one that would use its oil income for the benefit of all its people and serve as a model for its neighbors ? then a war partly over oil would be quite legitimate. It would be a critical step toward building a better Middle East.

So, I have no problem with a war for oil ? provided that it is to fuel the first progressive Arab regime, and not just our S.U.V.’s, and provided we behave in a way that makes clear to the world we are protecting everyone’s access to oil at reasonable prices ? not simply our right to binge on it.

Þetta eru vissulega athyglisverðar pælingar hjá Friedman, sem er sérfræðingur um málefni Mið-Austurlanda og alls engin klappstýra fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar.

Annars er líka athyglisvert að núna eru í gangi í bandarísku sjónvarpi auglýsingar, sem halda því fram að þeir, sem keyri um á jeppum, séu að leggja hryðjuverkamönnum lið.

Þegar ég bjó í Bandaríkjunum var í gangi svipuð herferð, þar sem því var haldið fram eiturlyfjaneytendur væru að leggja hryðjuverkamönnum lið. Þetta var náttúrulega hálf asnalegt, því að eiturlyfin koma flest frá Kólumbíu. Þar eru það vissulega hryðjuverkamenn (til dæmis í FARC), sem njóta góðs af sölunni. Þeir hryðjuverkamenn eru þó aðallega uppteknir af því að drepa fátækt fólk í sínum eigin löndum og því var það hæpið að nota tenginguna við 11. september í þeim auglýsingum.

Person of the year

Vá, þeir hjá Time hljóta að vera að djóka. Þeir hafa ákveðið að konurnar, sem klöguðu til yfirvalda brot hjá Enron, Worldcom og FBI sem menn ársins árið 2002.

Mikið óskaplega hefur þetta nú verið ömurlegt ár ef þessar konur eiga það skilið að vera kosnar menn ársins. Samkvæmt könnun á vefsíðu Time, þá eru 91% lesenda ósammála þessari niðurstöðu.

Báknið burt!!!! …eða kannski ekki

Helgi Hjörvar er snillingur.

Ég var að horfa á Silfur Egils áðan og þar var Helgi í umræðum með Sigurði Kára og einhverjum Framsóknarmanni. Svei mér þá ef Sigurður Kári er ekki að setja Íslandsmet í flokkshollustu. Á tæpum mánuði eftir þetta prófkjör er hann búinn að breytast úr frjálshyggjumanni í versta íhaldsmann, sem var í þættinum að verja ríkisábyrgð, ríkisútvarpið og ríkisframkvæmdir. Ég held að það hafi allavegana tekið menn einsog Friðrik Sophusson nokkra mánuði að breytast í íhaldsmenn.

Helgi Hjörvar baunaði skemmtilega á Sigurð Kára varðandi þessa breytingu og það eina, sem Sigurður Kári gat svarað var að kommenta að Helgi Hjörvar hafi eitt sinn verið sósíalsti. Alger snilld. Hvet alla til að horfa á þetta í endursýningu í kvöld.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég á erfitt með að hugsa mér að kjósa sjálfstæðisflokkinn. Það virðist vera sem menn leggi hugsjónir að baki um leið og þeir eru komnir í framboð. Það er algjörlega óþolandi og ég held að Sigurður Kári ætti aðeins að hugsa sinn gang. Ég tel að hann hafi ekki verið valinn í prófkjörinu til að verða bara einhver klappstýra fyrir íhaldsflokkinn.

Guðni

Jammm, ótrúlegt en satt þá er nágranni minn, Guðni Ágústsson vinsælasti ráðherra landsins. Af hverju í ósköpunum? Getur einhver nefnt mér einn hlut, sem hann hefur framkvæmt landsmönnum til hagsbóta síðustu fjögur ár??

Ágúst Flygenring skrifar hugleiðingu um þetta á Frelsi.is. Hann skilur heldur ekki neitt í þessum vinsældum Guðna. Ég horfði á Guðna í Kastljósinu á mánudag, þar sem hann snéri útúr öllum spurningum þáttastjórnenda. Þegar hann var spurður útí hátt verð á landbúnaðarvörum gaf hann það í skyn (einsog vaninn er hjá flestum ráðherrum þessarar ríkisstjórnar) að þetta væri allt kaupmönnum að kenna (hann gleymdi þó að minnast á Baug). Þetta er náttúrulega bara bull.

Það fer líka einstaklega mikið í taugarnar á mér þegar Guðni kemur með þetta rugl um að íslenskar landbúnaðarvörur séu svo obbbbboslega góðar. Hvaða rugl er þetta? Kjúklingarnir, sem ég kaupi útí Melabúð er alveg jafn góðir og þeir, sem ég keypti í Jewel búðum í Chicago. Munurinn er bara sá að kjúklingarnir í Chicago voru margfalt ódýrari. Ég rek veitingastað og fyrir tveimur vikum hættum við alltíeinu að fá íslenska tómata og fengum erlenda í staðinn. Trúið mér, það tók enginn eftir þessum skiptum, enda eru þessir erlendu tómatar alveg jafn góðir. Það er ekkert “töfrabragð” í íslenskum landbúnaðarvörum. Munurinn á þeim og evrópskum og bandarískum landbúnaðarvörum er bara sá að þær íslensku eru dýrari.

Osama og kröfur hans

The Guardian birtir í dag bréf, sem talið er vera samið af Osama Bin Laden, þótt engar sannanir séu færðar fyrir því. Bréfið er samið til Bandarísks almennings. Í því er margt athyglisvert. Ég tek það þó fram að ég geri ráð fyrir að Bin Laden hafi skrifað bréfað. Ef svo reynist ekki, þá biðst ég náttúrulega afsökunar á ummælum mínum.

Bin Laden skýrir í bréfinu út sína hugmyndafræði og hvers vegna hann heyjir stríð gegn Bandaríkjamönnum. Í bréfinu telur Bin Laden upp þau skipti, sem Bandaríkjamenn hafa ráðist á ríki múslima og telur hann því það réttlæta hryðjuverk múslima, því að í kóraninum segir að múslimar hafi rétt til að ráðast á þá, sem á þá ráðast.

Það, sem vekur kannski mesta athygli er að ef Bin Laden samdi bréfið, þá er augljóst að George Bush hefur haft rétt fyrir sér með því að segja að þessir hryðjuverkamenn séu í raun fyrst og fremst á móti frelsi okkar og lífstíl. Þetta sést meðal annars á því að fyrsta krafa Bin Laden er að Bandaríkjamenn taki upp lög Islam. Bin Laden gagnrýnir einnig aðskilnað ríkis og kirkju.

Hann segir:

What are we calling you to, and what do we want from you?
(1) The first thing that we are calling you to is Islam.
(a) The religion of the Unification of God; of freedom from associating partners with Him, and rejection of this; of complete love of Him, the Exalted; of complete submission to His Laws; and of the discarding of all the opinions, orders, theories and religions which contradict with the religion He sent down to His Prophet Muhammad (peace be upon him). Islam is the religion of all the prophets, and makes no distinction between them – peace be upon them all.

og

You are the nation who, rather than ruling by the Shariah of Allah in its Constitution and Laws, choose to invent your own laws as you will and desire. You separate religion from your policies, contradicting the pure nature which affirms Absolute Authority to the Lord and your Creator. You flee from the embarrassing question posed to you: How is it possible for Allah the Almighty to create His creation, grant them power over all the creatures and land, grant them all the amenities of life, and then deny them that which they are most in need of: knowledge of the laws which govern their lives?

Hagfræðingurinn ég tók náttúrulega eftir kostulegasta kommentinu frá Bin Laden (nota bene, þetta á að vera skrifað árið 2002)

You are the nation that permits Usury (íslenska: okurlán), which has been forbidden by all the religions. Yet you build your economy and investments on Usury. As a result of this, in all its different forms and guises, the Jews have taken control of your economy, through which they have then taken control of your media, and now control all aspects of your life making you their servants and achieving their aims at your expense; precisely what Benjamin Franklin warned you against.

Sem sagt þá telur Bin Laden að það að lána með vöxtum sé gegn vilja Guðs. Þannig að til að þóknast Osama þurfum við Vesturlandabúar að gjörbylta (eyðileggja) allt okkar efnahagskerfi.

Auðvitað er bréfið einnig fullt af frekara gyðingahatri.

The creation and continuation of Israel is one of the greatest crimes, and you are the leaders of its criminals… The creation of Israel is a crime which must be erased. Each and every person whose hands have become polluted in the contribution towards this crime must pay its price, and pay for it heavily.

og

Your law is the law of the rich and wealthy people, who hold sway in their political parties, and fund their election campaigns with their gifts. Behind them stand the Jews, who control your policies, media and economy.

Einnig er setur Bin Laden útá það hversu frjálsir Vesturlandabúar eru gagnvart kynlífi og réttindum kvenna og samkynheigðra. Samkvæmt Osama þá fundu Bandaríkjamenn líka upp AIDS.

We call you to be a people of manners, principles, honour, and purity; to reject the immoral acts of fornication, homosexuality, intoxicants, gambling’s, and trading with interest.

og

Who can forget your President Clinton’s immoral acts committed in the official Oval office? After that you did not even bring him to account, other than that he ‘made a mistake’, after which everything passed with no punishment. Is there a worse kind of event for which your name will go down in history and remembered by nations?… You are a nation that practices the trade of sex in all its forms, directly and indirectly. Giant corporations and establishments are established on this, under the name of art, entertainment, tourism and freedom, and other deceptive names you attribute to it… And because of all this, you have been described in history as a nation that spreads diseases that were unknown to man in the past. Go ahead and boast to the nations of man, that you brought them AIDS as a Satanic American Invention.

Reyndar fór ég eitthvað að efast um að þetta væri Bin Laden þegar hann fór allt í einu að tala um umhverfismál. Þessi klausa gæti allt eins hafa verið skrifuð af evrópskum græningjum:

You have destroyed nature with your industrial waste and gases more than any other nation in history. Despite this, you refuse to sign the Kyoto agreement so that you can secure the profit of your greedy companies and*industries.

Auk þessarar óraunhæfu kröfu um að við breytum öllum lífstíl okkar, þá fer Bin Laden fram á fjölmarga hluti, sem margir Vesturlandabúar eru sammála honum um. Einsog að Bandaríkjamenn hætti að styðja spillt stjórnvöld í múslimaheiminum. Bin Laden stenst þó ekki mátið og smellir inn einni hótun í enda þeirrar málsgreinar:

Sixthly, we call upon you to end your support of the corrupt leaders in our countries. Do not interfere in our politics and method of education. Leave us alone, or else expect us in New York and Washington.

Það er augljóst að ef að Bin Laden skrifaði þetta bréf, þá er lausn margra friðarsinna á þessu vandamáli ekki fullnægjandi. Það virðist ekki vera nóg til að gleðja Bin Laden og hans líka að Bandaríkjamenn dragi herlið sitt frá Arabalöndum og hætti stuðningi við Ísrael. Nei, Bin Laden og félagar verða ekki sáttir fyrr en við höfum gjörbyllt öllu, sem við stöndum fyrir.