Radiohead

Tónleikarnir í Grant Park í gær voru ótrúlegir.

Aðstæður voru frábærar. Veðrið var gott og um 25000 manns fylltu hluta af Grant Park, sem er stærsti almenningsgarðurinn í Chicago og liggur við Michigan vatn. Umhverfið er líka mjög skemmtilegt því í austur er vatnið en í vestri blasa við skýjakljúfar, þar sem Sears Tower rís hæst.

Radiohead tók mikið af efni af nýju plötunum og er ekkert nema gott um það að segja. Þeir byrjuðu á National Anthem, tóku svo Knives Out og svo Karma Police. Allt í allt held ég að þeir hafi tekið um 10 lög af nýju plötunum. Af þeim fannst mér án efa You and whose army? vera best. Það má í raun segja að í því lagi hafi Yorke notið sín best. Hann sat einn fyrir framan píanóið með andlitið alveg ofan í myndavélinni og rödd hans fékk alveg að njóta sín.

Ég held því fram, eftir þessa tónleika, að Tom Yourke sé besti rokksöngvari í heimi. Þvílíkur snillingur. Það er í raun lygilegt að hlusta á hann syngja lög einsog t.d. Fake Plastic Trees, sem þeir tóku eftir að þeir höfðu verið klappaðir upp.

Radiohead tóku, í viðbót við nýju login, flest af sínum þekktustu lögum, einsog Lucky, Airbag, Iron Lung, Fake Plastic Trees, No Surprises, Karma Police og Paranoid Android.

Alls voru þeir klappaðir upp þrisvar. Í fyrst skiptið tóku þeir fjögur lög, þar á meðal stórkostlega útgáfu af IDIOTEQUE. Í annað skiptið tóku þeir tvö lög, annað af Pablo Honey og hitt You and Whose army?, sem var ótrúlegt. Í síðasta skiptið tóku þeir svo Street Spirit (Fade away).

Ég var í raun orðlaus eftir tónleikana. Ég hef nú farið á talsvert mikið af tónleikum með flestum mínum uppáhaldssveitum, en ég man varla eftir betri tónleikum. Það er einna helst Roger Waters, sem stendur uppúr. Fyrir utan þá tónleika, þá hef ég ekki séð betri tónleika.

Radiohead tónleikar

Það er frekar erfitt að koma einhverju í verk í dag. Ég get ekki beðið eftir tónleikunum, sem byrja eftir rúmlega 6 tíma. Veðrið úti er frábært og ég er orðinn þreyttur á því að sitja fyrir framan tölvuna.

You look so tired and unhappy
Bring down the government
They don’t, they don’t speak for us

Radiohead

Á morgun erum við Hildur að fara að sjá Radiohead, sem verða með útitónleika í Grant Park. Það er spáð yfir 35 stiga hita, svo það ætti að verða fjör.

Ég var að kíkja á nokkrar Radiohead síður til að sjá lagalistann þeirra. Þeir hafa verið að spila mjög mikið af nýju efni á síðstu tónleikum. Á þeim lista, sem ég skoðaði þá fluttu þeir m.a. 6 lög af Amnesiac.

Allavegana, fyrir áhugasama, þá er listinn svona:

The National Anthem
Airbag
Morning Bell
Lucky
Packt Like Sardines In A Crushd Tin Box
My Iron Lung
Exit Music
Knives Out
No Surprises
Dollars and Cents
Street Spirit
I Might Be Wrong
Pyramid Song
Paranoid Android
Idioteque
Everything In Its Right Place

Encore:
Fake Plastic Trees
Karma Police
You and Whose Army?
How To Disappear Completely

Encore 2:
Talk Show Host
The Bends

Encore 3:
Creep

U2

Ég og Hildur fórum að sjá U2 spila á þriðjudagskvöldið og voru það mjög eftirminnilegir tónleikar. Hildur segir að þetta hafi verið bestu tónleikar, sem hún hafi farið á.Tónleikarnir voru haldnir í United Center. Sviðið var nokkuð skemmtilegt en það var hjartalaga. Innan í hjartanu var svo pallur, þar sem hljómsveitin var og fyrir neðan þá voru áhorfendur. Bono notaði svo hjartapallinn til að hlaupa um og komast nær áhorfendunum.

Á þessum tónleikum tóku þeir öll þau þekktu lög, sem mér detta í hug. Þeir tóku það mikið af lögum að þeir styttu mörg þeirra, einungis til að geta spilað þeiri lög.Allavegana, þá byrjuðu þeir á Elevation og Beautiful Day af nýju plötunni. Síðan svissuðu þeir á milli nýrra og gamalla laga. fieir tóku mjög mörg lög af nýju plötunni. Auk þessara tveggja fyrstu tóku þeir m.a. Kite (sem mér finnst besta lagið á plötunni), Stuck in a moment, New York og In a Little While.

Síðan tóku þeir öll gömlu góðu lögin, einsog I Will Follow, Pride, Stay (faraway so close), Until the end of the world og mörg þeiri. fieir enduðu svo á uppáhalds U2 laginu mínu, Bad og With or Without you.fiegar þeir voru fyrst klappaðir upp sýndu þeir videomynd, þar sem Charlton Heston, fyrrum Northwestern nemandi og talsmaður NRA, var að tjá sig um skammbyssur. fiegar hann var búinn tóku þeir síðan snilldar útgáfu af Bullet the Blue Sky. Síðan tóku þeir Fly og kvöddu aftur.

Áhorfendur voru ekki alveg búnir að fá nóg og því komu þeir á aftur á sviðið og tóku þá One og Walk On. Frábærir tónleikar. Bono og Edge eru algerir snillingar á sviði og virðast enn hafa gaman af því að spila saman.

Sigurrós í Chicago

Ég og Hildur fórum á sunnudaginn að sjá Sigurrós spila í Park West, sem er í Lincoln Park hverfinu hérna í Chicago. Þessi staður er með skemmtilegri tónlistarstöðum hérna í borg, en hann tekur 750 manns í sæti. Staðurinn var troðfullur enda var uppselt mánuði fyrir tónleikana.

Sigurrós komu á svið um 9 leytið. þeir byrjuðu á frábærri útgáfu af “Ný Batterí”. Jónsi, söngvarinn var hreint ótrúlegur í því lagi, sem og öllum hinum. Reyndar tók hann sér frí í tveimur lögum og Steindór Andersen, sem ég veit ekki hver er, kom og tók einhver lög, sem ég held að séu gömul þjóðlög og var það alveg magnað.

Eftir þrjú lög bættist svo við strengjasveit, sem spilaði með Sigurrós út alla tónleikana. þeir spiluðu í um 90 mínútur á fullum krafti. Það kom mér reyndar á óvart, hversu mikill kraftur var í tónlistinni. Ágætis Byrjun er mjög róleg plata, en sum lögin þróuðust útí mikið og þungt rokk, þá sérstaklega lokalagið. Eftir að þeir hættu var svo klappað stanslaust í fimm mínútur og komu strákarnir aftur á sviðið og hneigðu sig, en tóku engin aukalög.

Það eina, sem olli mér pínkulitlum vonbrigðum var að þeir tóku ekki Ágætis Byrjun, sem er mitt uppáhaldslag með þeim, en lögin sem þeir tóku á tónleikunum voru öll svo mögnuð að það breytti ekki miklu. þessi hljómsveit er hreint ótrúlega góð.

Weezer

Ég verð aðeins að skrifa um tónleikana, sem við Hildur fórum á síðasta föstudag. Þetta voru tónleikar með Weezer. Ég vissi í raun ekki hverju ég átti að búast við. Eftir allt, þá eru fimm ár síðan þeir gáfu út síðasta disk, Pinkerton. Ég fílaði þann disk ekki í upphafi en núna er ég á því að þessi diskur sé hreinasta snilld.

Eftir tvær upphitunarsveitir birtust Weezer á sviðinu um klukkan 10. Stemningin hjá áhorfendum var ótrúlegt, allir voru m.a.s. að syngja með lögunum, sem voru spiluð af bandi á undan Weezer. Þannig var síðasta lagið áður en þeir komu á svið, Bohemian Rapsody og þá var stemningin orðin rosaleg. Sviðsmyndin var eins og á “prom” balli, báðum megin við hljómsveitina voru körfuboltaspjöld. á spjöldin var svo varpað myndum af hljómsveitinni, en allir voru með videovél beint fyrir framan sig.

Sveitin byrjaði á því að taka My Name is Jonas, svo Come Undone. Síðan tóku þeir nokkur ný lög, sem voru öll frábær, sjaldan sem maður fílar svona ný lög á tónleikum alveg strax. Þeir tóku svo öll sín bestu lög eins og Good Life (þeirra besta lag), Buddy Holly, El Scorcho og fleiri. Þeir enduðu svo á Say it Ain’t So og stórkostlegri útgáfu af Only in Dreams.

Stemningin meðal áhorfenda var alveg ótrúlega góð. Hún var m.a.s. mun betri en á bæði Metallica og Smashing Pumpkins tónleikunum, sem ég hef séð hérna nýlega. Allir kunnu öll lögin. Það má segja að aðdáendur Weezer séu alveg ótrúlega traustir, því það er svo langt síðan þeir gáfu eitthvað út.Hljómsveitin er líka einstaklega skemmtileg á sviði. Þeir eru svo ótrúlega ólíkir þeirri ímynd, sem maður hefur af rokk bandi.

Eftir að þeir voru klappaðir upp tóku þeir svo In The Garage og svo frábæra útgáfu af Surfwax America. Þvílík snilld. Þetta eru ábyggilega einir af bestu tónleikum, sem ég hef séð.

Richard Aschroft

Tónleikarnir í gærkvöldi voru bara fínir. Ekkert stórkostlegt. Double Door er lítill klúbbur, þar komast svona 500 manns inn. Aschroft var nánast einn á sviðinu með kassagítarinn sinn. Lögin hans eru náttúrulega öll róleg, þannig að það var bara mjög rólegt yfirbragð yfir tónleikunum. Þegar hann var á sviðinu voru tónleikarnir alger snilld.

Hann tók öll bestu The Verve lögin og lög af nýja disknum sínum. Vandamálið var bara að hann var alltof stutt á sviði, eða aðeins í um klukkutíma. Hefði hann verið lengur hefðu tónleikarnir geta talist frábærir. Samt fullkomlega peninganna virði.

Smashing Pumpkins

Tónleikarnir í gær voru náttúrulega snilld, enda ekki við öðru að búast. Þeir voru þó talsvert öðruvísi en þeir, sem ég sá í Aragon í maí. Þar voru allir standandi í einni þvögu, en þessir voru í United Center (Chicago Bulls höllinni) og voru allir í sætum.

Það var grein í Chicago Tribune í dag, þar sem talað var við nokkra aðdáendur á tónleikunum. Það voru nokkrir, sem komu frá Evrópu, Asíu og Ástralíu bara til að sjá þessa tónleika. Einn strákur frá Ítalíu var búinn að vinna tvær vinnur í allt sumar, bara til að borga farmiðann til Chicago og miðann á tónleikana. Þeim hefur ábyggilega fundist þetta vera þess virði. Pumpkins spiluðu í nær 3 tíma og þau tóku nær öll þekktustu lögin sín.

Þau voru duglegir við að breyta útsetningunum á þekktustu lögunum. Þetta kom oftast vel út, sérstaklega í Today, en skemmdi dálítið fyrir, sérstaklega mjög hröð útgáfa af Disarm, og nánast speed-metal útgáfur af Everlasting Gaze og Bullet with Butterfly Wings.

Það var náttúrulega klappað og öskrað ógurlega þegar þau þökkuðu fyrir sig í fyrsta sinn, og endaði það með því að þau voru klappaðir upp þrisvar sinnum. Í fyrsta skiptið kom pabbi Billy Corgan og spilaði á gítar í einu lagi. Þau voru svo klappaðir aftur upp og þá tóku þau m.a. Cherub Rock. Í síðasta skiptið hélt Billy Corgan langa ræðu, þar sem hann þakkaði fyrir sig. Hann þakkaði aðdáendunum og afsakaði öll þau skipti, þegar þau í hljómsveitinni hafa verið erfið. Hann sagði svo auðvitað að Chicago væri besta borg í heimi og hann vonaðist til að eitthvað af íþróttaliðunum myndu nú fara að vinna eitthvað (Chicago Bulls, Bears, Cubs og Blackhawks eru öll ömurlega léleg þessa stundina, aðeins Chicago White Sox hafnaboltaliðið getur eitthvað).

Eftir ræðu Corgan þá kynnti James Iha bandið og var klappað vel fyrir þeim, sérstaklega Jimmy Chamberlain (enda hann snillingur). Í endann stóðu þau svo fjögur saman fremst á sviðinu og tóku 1979. Eftir þrettán ár er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum hætt. Það var einstakt tækifæri að vera viðstaddur þennan sögulega viðburð.

Macy Gray

Þá eru bara þrír skóladagar eftir hjá mér. Helgin er búin að vera mjög fín. Við fórum á fimmtudag á tónleika með Macy Gray, sem voru í Aragon Ballroom. Það kom mér dálítið á óvart að það var greinilega ekki uppselt á tónleikana, en það kom ekki að sök. Fyrst kom fram rappari, sem kallar sig Common og var hann mjög góður. Eftir dálítinn tíma kom svo loks Macy Gray fram á svið. Þessir tónleikar komu mér alveg gríðarlega mikið á óvart. Ég bjóst ekki við miklu en þessir tónleikar voru alveg frábærir. Það er náttúrulega dálítið öðruvísi að fara á tónleika með listamanni, sem hefur bara gefið út eina plötu, en það kom ekki að sök hér. Macy Gray hefur náttúrulega alveg einstaka rödd og sviðsframkoma hennar var frábær. Auk þess var hún með 12 manna hljómsveit, sem fór á kostum.

Á föstudagskvöldið fórum við Hildur svo að sjá “6th Day”, nýju Schwartzenegger myndina, sem var bara fín. Á laugardeginum, eftir að hafa svo horft á Northwestern taka U of Illinois í nefið fórum við svo niður í bæ, þar sem jólavertíðin var að byrja. Við fórum á Michigan Avenue, þar sem verið var að kveikja á öllum jólaljósunum og svo var einhver Disney skrúðganga, sem við horfðum á. Það var rosalega mikið af fólki og var lokað fyrir alla umferð á götunni. Við enduðum svo á að fara útað borða á Papagus, sem er frábær grískur veitingastaður.

Eminem & Limp Bizkit

Tónleikarnir í gær voru alger snilld. Ég veit að maður segir þetta eftir marga tónleika, en þessir voru ótrúlegir. Ég vissi það ekki fyrirfram en hljómsveitin Papa Roach var fyrsta sveitin á svið. Þeir eru rosalegir. Ég hafði aðeins heyrt eitt lag með þeim en ég fílaði þá í botn. Þeir minna mig einna helst á Rage Against the Machine, þvílíkur var krafturinn.

Eftir þá kom Eminem, sem var sístur af öllum á tónleikunum. Hann var þó alls ekki slæmur, en hann fölnaði þó í samanburði við Papa Roach og Limp Bizkit. Hann fær þó prik fyrir að spila ekkert af gömlu lögunum, hann tók ekki einu sinni My name is. Einna verst við hann var að hann var með fullt af einhverjum aðstoðarmönnum, sem voru einfaldlega ekki nærri eins góðir rapparar og hann er. En Eminem var samt góður.

Eftir að Eminem steig af sviði fór maður allt í einu að taka eftir að svona 70% af öllum strákum í höllinni voru með rauðar derhúfur, til heiðurs meistara Fred Durst. Ég veit að það er voðalega flott að dissa Fred Durst, en maðurinn er einfaldlega snillingur. Limp Bizkit voru rosalegir. Þeir byrjuðu á My Generation og tóku svo öll bestu lögin, einsog Break Stuff, Rollin’ og enduðu svo auðvitað á Nookie. Durst var meiriháttar. Hann er frábær á sviði og stemningin var rosaleg