ELDUR Á MCDONALDS!!!

Er þetta virkilega frétt???? Og það meira að segja forsíðufrétt á mbl.is!

Eldur kviknaði í veitingastað McDonalds miðbæ Faisalabad í Pakistan í morgun. Miklar skemmdir urðu á veitingastaðnum í eldinum sem kom upp þegar hann var lokaður. Lögreglan segir að líklega hafi kviknað út frá rafmagni og segir engar vísbendingar um að eldurinn hafi kviknaði af mannavöldum.

Mmmm Donuts

Hinn merkilegi William Rosenberg er látinn. Rosenberg stofnaði árið 1948 Dunkin Donuts kleinuhringjakeðjuna en í dag eru til yfir 5000 slíkir staðir.

Rosenberg var einn af frumkvöðlum í “franchising” en hann byrjaði að selja öðrum rekstrarleyfi árið 1955.

Annars vita allir, sem hafa komið til Kanada að bestu kleinuhringir í heimi fást á Tim Hortons.

I'm coo-coo for Cocoa Puffs

Morgunblaðið á netinu fer oft í taugarnar á mér, sérstaklega þegar þeir eru að flytja fréttir um ekki neitt og þegar þeir eru að birta fréttatilkynningar, sem eru í raun og veru bara auglýsing fyrir ákveðin fyrirtæki eða vörur.

Gott dæmi um þetta er frétt, sem birtist í dag, Íslendingar eiga heimsmet í neyslu Cocoa Puffs. Þarna hefur greinilega einhver markaðsmaður hjá Nathan og Olsen fengið einhvejrar upplýsingar frá General Mills um það hve marga gáma þeir hafa keypt af Cocoa Puffs undanfarið. Þeir hafa svo sent tilkynningu á Moggann og Mogginn birtir tilkynninguna fyrirvaralaust, þrátt fyrir að þeir hafi nú bætt einhverju næringarfræðidóti við.

Kannski ættu öll fyrirtæki að apa þetta upp eftir Nathan og Olsen. Þá gæti til birst fréttir á mbl.is um það að Íslendingar eigi heimsmet í neyslu á Appollo lakkrís, skyri, Prince Polo, Chupa sleikjóum, SS pulsum og fleiru.

Það er allt í lagi fyrir fyritæki að birta svona upplýsingar á þeirra eigin vefsvæðum eða tilkynna viðskiptavinum sínum þetta. Hins vegar er þetta alls ekki frétt, sem á að vera á mbl.is.

Boeing og Chicago

Það er búin að vera mikil spenna undanfarið um það hvert Boeing myndi flytja höfuðstöðvar sínar, en þeir lýstu því yfir fyrir nokkrum vikum að þeir myndu flytja frá Seattle. Í gær kom það svo í ljós að þeir ætla að flytja til Chicago.

Það er margt sem spilar inní, svo sem skattahlunnindi og gæði háskóla í nágrenni (U of Chicago og Northwestern eru báðir meðal virtustu MBA og verkfræði skólanna í landinu).

Ef ég verð einhvern tímann forstjóri stórfyrirtækis, þá ætla ég að gera einsog Boeing. Tilkynna að ég ætli að flytja höfuðstöðvarnar, því það er augljóst að stjórnmálamenn gera ansi mikið til að laða fyrirtæki til sinnar borgar. Eftir flutningana verður Boeing stærsta fyrirtæki í Chicago, með meiri veltu en McDonald’s, Motorola og Sears.

Húrra fyrir 10-11

Húrra fyrir 10-11. Loksins verslun, sem er opin allan sólarhringinn. Núna gæti ég t.d. farið og keypt mér mjólk eftir vinnu. Mig vantar reyndar ekki mjólk en ég gæti samt keypt mjólk. Það finnst mér gaman.

Ég held þó ekki að það þurfi að breyta nafninu, t.d. heitir 7-eleven, ennþá sama nafni, þótt þær búðir séu opnar allan sólarhringinn.

Enska

Ég sá athyglisverða frétt á Stöð 2 í síðustu viku. Þar var rekstrarstjóri McDonald’s að kvarta yfir því að erfitt væri að fá starfsfólk til vinnu. Þeir þyrftu því að grípa til þess ráðs að ráða enskumælandi starfsfólk á vissar vaktir. Oft væri ástandið meira að segja svo slæmt að aðeins einn íslenskumælandi starfsmaður er á vakt.

Mér finnst það þónokkuð athyglisvert að þeir geti ráðið útlendinga, sem tala ensku á staðinn. Þetta er nokkuð, sem þeim hjá McDonald’s í Bandaríkjunum gengur erfiðlega með. Ég bý á veturna í Chicago, þar sem höfuðstöðvar McDonald’s eru, og ég held að ég hafi aldrei farið á McDonald’s, þar sem ég heyri ensku talaða í eldhúsinu. Á nær öllum stöðum er töluð spænska og eiga starfsmennirnir oft mjög erfitt að skilja það þegar ég bið um lítið majones á Big Extra hamborgarann minn. Kannski ættum við að byrja að flytja út enskumælandi McDonald’s starfsmenn?