Draumaborgin í dag

st-petersburg.jpg

Mig langar til þessarar borgar!

Ef mér tekst bara að finna rétt flugfar og gistingu, þá ætti það að geta tekist í ágúst.

Sá/sú, sem getur fyrst nefnt rétt nafn borgarinnar er hetja!

13 thoughts on “Draumaborgin í dag”

 1. Fyrsta gisk sem kemur upp í hugann er Istanbúl!

  (sem minnir mig alltaf á Prúðuleikana þegar kakkalakkanir sungu “Istanbúl/Konstantínópel, Istanbúl/Kostantínópel…”) 🙂

 2. Serlega vel valin borg hja ther. Skt. Petursborg er geysilega falleg. Thad var liklega ekki vid ödru ad buast eftir ad hafa sed bokalistann thinn!! Thu hefur ekki velt fyrir ther ad taka lest fra Helsinki?

  Goda skemmtun 🙂

 3. Rambaði hingað inn þegar ég sló inn St. Pétursborg á leit.is. Ég er einmitt í Pétursborg eins og stendur og hef dvalið hér liðinn vetur við nám.

  Borgin er vitaskuld yndisleg, þó að hún kunni að reynast annsi kaldranaleg við fyrstu kynni. Sérstaklega spilar þar inn í að enn á borgin nokkuð í land að jafna sig á efnahagshörmungum síðustu áratuga, en þarf yfirleitt ekki meira en einfalt lag af málningu til að borgin yrði mikið snotrari (svona eins og lagleg kona sem er nývöknuð). Einnig finna ferðamenn oft fyrir silalegu og á köflum fjandsamlegu kerfi skriffinsku og spillingar hvað varðar vegabréfsáritanir og afskipti lögreglumanna og landamæravarða.

  Sömuleiðis á borgin enn nokkuð í land í að verða eins”ferðamannavæn” og hún gæti verið og þanig er t.d. skortur á götumerkingum og skiltum á Ensku (og ekki hægt að botna í Kírílískunni nema maður sé innvígður).

  Þannig er t.d. Prag komin mun lengra á veg í því að vera snyrt og fín og aðgengilegri ferðamönnum. Menn skyldu ekki koma til Pétursborgar með væntingar um að allt gangi jafnsmurt fyrir sig og þar.

  Fyrir hinn venjulega ferðamann er langþægilegast (og ódýrast) að fara í pakkaferðir sem Flugleiðir hafa verið að bjóða í samstarfi við Péturn nokkurn Óla Pétursson. Í þeim ferðum er meira eða minna sneitt hjá því basli sem ferðamenn lenda annars í ef þeir eru á egin vegum.

  Ein skásta myndlíking mín á Pétursborg er á þá leið að borgin sé eins og gullfallegur elskhugi sem er erfiður í skapi. Maður þráir borgina, og dáir hana, en stundum getur hún verið svo erfið að maður vill helst gefa henni löðrúng eða yfirgefa hana. Stundum er hún köld og hranaleg, og stundum ótilhöfð. Stundum stelur hún frá manni, eða reynir jafnvel að drepa mann! -En það er bara á köflum, og fljótlega gleymir maður því vonda og er aftur orðinn ástfanginn upp fyrir haus.

 4. Takk fyrir þetta, Ásgeir. Ég er reyndar ekki mikill aðdáandi pakkaferða, kýs að ferðast sjálfstætt og átti nú ekkert í neinu voðalegu basli með Pétursborg. Var með Lonely Planet, sem reddaði flestöllu.

  Annars fyrir þá, sem rata hér inn af leit.is eða Google, þá er kannski rétt að benda á að ég er með ferðasögurnar frá St. Pétursborg og Moskvu hér:

  [Moskva](http://www.eoe.is/gamalt/2003/08/26/16.16.36/)[St. Pétursborg](http://www.eoe.is/gamalt/2003/08/29/08.19.10/)
  [Halló heimur, ég er þunnur](http://www.eoe.is/gamalt/2003/08/30/16.40.32/)
  [St. Pétursborg, annar hluti](http://www.eoe.is/gamalt/2003/09/01/13.02.40/)
  [Sætar stelpur, flugur, söfn og orðljótur Lithái](http://www.eoe.is/gamalt/2003/09/03/12.20.44/)
  [Lestarferð frá helvíti og brjálaður einræðisherra í vaxi](http://www.eoe.is/gamalt/2003/09/04/09.33.02/)
  [Rússneskir dyraverðir og georgísk lögga](http://www.eoe.is/gamalt/2003/09/06/14.19.21/)Myndir eru hér:[Moskva](http://www.eoe.is/gamalt/2003/09/10/21.19.41/)[St. Pétursborg](http://www.eoe.is/gamalt/2003/09/14/13.43.32/)

Comments are closed.