« Baros & Carragher | Aðalsíða | Ég og öll lönd í heimi »
St. Pétursborg
september 14, 2003
Ok, hérna eru myndirnar frá St. Pétursborg. Engar sætar stelpur, bara ég hjá flestum túristastöðunum í St. Pétursborg. Þetta eru um 25 myndir og fylgja skýringar með flestum þeirra.
Ummæli (2)
Jamm, kommúnistarnir voru ekkert alltof mikið að spá í umhverfinu Ég veit ekki hvort mikið átak hefur verið gert, en til að mynda Vetrarhöllin er alveg ótrúlega falleg og hrein. Hún getur varla hafa verið mikið glæsilegri þegar keisararnir bjuggu þar.
Og nei, ég borðaði ekki borgarann. Fékk mér einn bita og fannst það nóg. Bæði var þetta baguette brauð hart og svo var kjötið ógeðslegt (auk þess sem ekkert grænmeti fylgdi). Kvöldmaturinn var því Coors og franskar. Svosem ekki alslæmt.
Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu
Það kemur manni alltaf á óvart við að skoða þessar myndir hvað túristastaðirnir allir, allar hallirnar, kirkjurnar etc. eru hreinar. Hafandi bara ferðast um túristastaði Suður-Evrópu er maður vanur biksvörtum marmara og útdrituðum kirkjuveggjum.
Einhvern veginn trúi ég ekki að þetta hafi alltaf verið svona (m.v. rússneska mengunarstaðla), þannig það hlýtur að hafa verið unnið þrekvirki við að koma byggingunum í þetta glansandi horf.
ps. Ekki borðaðirðu hamborgarann??