Dylan

blondeonblonde.jpgMér líður einhvern veginn einsog ég hafi verið að fatta að Bítlarnir séu góð hljómsveit.

Ég man alltaf eftir línu í High Fidelity, þar sem Jack Black er þvílíkt hneykslaður á því að einn viðskiptavinur hafi aldrei heyrt Blonde on Blonde með Bob Dylan, sem hann taldi bestu plötu allra tíma.

Jæja, ég er núna búinn að átta mig á því að Blonde on Blonde er stórkostleg plata.

Fyrir áhugasama, þá er ágætt að byrja á þessu lagi: I want you. Poppaðasta lag plötunnar. Samt alger snilld einsog öll platan.

Vá, pabbi hans Friðriks vinar míns hafði rétt fyrir sér, Bob Dylan er snillingur. Ég bara áttaði mig ekki á því fyrr en núna.

7 thoughts on “Dylan”

 1. Já, góð plata.

  Persónulega er Time Out of Mind ein af uppáhaldsplötunum mínum. Nauðsynlegt að hlusta á hana frá upphafi til enda, ekki eitt lag sem mann langar að hoppa yfir. Mér finnst t.d. Blonde on Blonde krefjast meiri “athygli” frá manni. Time Out of Mind er ein allra besta “vinnutónlist” sem þú færð.

  En ég skal hinsvegar játa það, þó ég skammist mín hálfpartinn fyrir það. Ég á ekki Blonde on Blonde á disk. Hef oft haldið á henni í plötubúð en endað á að kaupa eitthvað annað, þar sem hún hefur alltaf verið svo dýr finnst mér m.v. hina diskana með karlinum. Aftur á móti hef ég hlustað á hana og á flest lögin í tölvunni, þannig mér er ekki alveg allsvarnað. 🙂

 2. Jamm, Highway 61 er næst í röðinni hjá mér, svo Blood on the tracks og svo Time out of Mind.

  Ég er sammála þér að Blonde on Blonde krefst pínku vinnu. Hún tekur tíma að síast inn. En o boj, þegar hún er komin inní hausinn á manni þá heltekur hún mann.

  Hún var náttúrulega tvöföld plata, þannig að þess vegna er hún dýrari en hinir diskarnir.

 3. Thar sem thu ert ad dasama Dylan er ekki ur vegi ad benda a Bootleg ploturnar nr. 4 og nr. 5. Thaer eru taer snilld! Nr. 4 er fra tonleikum i Royal Albert Hall 1966 og Nr. fimm er fra tonleikum i USA (man ekki hvar) 1975. Enn og aftur, hrein snigld!

 4. Já, platan var double en diskurinn er bara einfaldur. Hann kostar t.d. ekkert meira á netinu en einsog ég sagði, þá hefur hann bara alltaf lent í niðurskurðinum hjá mér… alltaf vonast eftir að hitta á hann á nice price eða einhverju svoleiðis 🙂

 5. …batnandi mönnum

  ..en ekki má gleyma “Desire” (auðmelt), “Bringing It All Back Home” eða “Another Side of”

 6. Tónleikarnir á Live ’66 átti sér reyndar stað í Manchester Trade Center en ekki Royal Albert Hall.
  Það stendur hið seinna á umslaginu með “” hinsvegar vegna þess að menn héldu lengi vel að þessi upptaka væri þaðan, en annað hefur svo komið á daginn. sion Formaður Íslensku Dylan Mafíunar.

 7. Merkilegt! Thad breytir thvi tho ekki ad um frabaera tonleika er ad raeda…

Comments are closed.