Íslensk dagskrárgerð

Ef að Party 101 og Splash TV eru þættirnir, sem voru valdir úr hópi tillagna að nýjum þáttum á Sirkus, hvernig voru þá þættirnir, sem var hafnað? Væri það ekki ljómandi sjónvarpsefni að sýna þá. Þeir hljóta að ná hringnum.

Ég bind allavegana vonir við að Gillzenegger bjargi íslenskri dagskrárgerð. Hann er allavegana á tíðum fyndinn penni

* * *

Er fastur á flugvellinum í Malmö. Kom hingað og ætlaði að reyna að flýta fluginu til Stokkhólms, en það tókst ekki. Því er ég fastur í 4 tíma á flugvelli, sem býður ekki uppá neitt. Guði sé lof fyrir þráðlaust net. Og Sirkus!

2 thoughts on “Íslensk dagskrárgerð”

  1. Ætli þáttastjórnendurnir hafi nokkuð beðið um laun fyrir vinnuna sína???

  2. Já, nákvæmlega! Ég var að spá í þessu. Það er nokkuð greinilegt að Sirkus leggur nánast engan pening í að framleiða þættina, svo það er spurning hvort fólkið gerir þetta gegn einhverjum peningagreiðslum, eða bara fyrir frægð og frama.

    Það var t.d. augljóst af Splash TV þættinum að það voru ekki beint fagmenn, sem sáu um klippingu og önnur tæknimál í þættinum.

Comments are closed.