Kertafleyting

Við PR fórum í gær á Kertafleytinguna á tjörninni til að minnast fórnarlamba stríða.

Ég tók nokkrar myndir, sem fylgja hér með.

Eitt fór í taugarnar á mér við atburðinn. Það var sú staðreynd að enn einu sinni eru Bandaríkjamenn litaðir sem einu illvirkjar í heiminum. Aðalræða þessar friðaratburðar beindist eingöngu gegn Bandaríkjunum og Davíð Oddsyni.

Er ekki hægt að halda ópólitíska friðarsamkomu?

5 thoughts on “Kertafleyting”

  1. Hvernig fór Ameríka að því að breytast á hálfri öld úr því að vera frelsiselskandi, vinsæl, dáð og dýrkuð af restinni af heiminum eftir að hafa “frelsað” Evrópu frá Hitlersógninni og illa keisaraveldinu í austri yfir í að vera tjahh, mér liggur við að segja hötuð af restinni af heiminum?

    Þegar vald og auður kemst á hendur fárra einstaklinga fer illa því þeir geta með hvorugt vel farið.

  2. Hmm, ágæt ábending en það væri ónákvæm alhæfing – sbr. að Ameríka frelsaði t.a.m. Evrópu ekki frá Japan…

  3. Hættu þessari vitleysu. Bandaríkin frelsuðu Evrópu. Sama hversu vondir þér finnst þeir vera í dag, þá skulum við ekki gera lítið úr afrekum þeirra í Evrópu í Seinni Heimsstyrjöld.

    Hvernig í ósköpunum geturðu búið í Bandaríkjunum, víst að fyrirlitning þín á landinu er svona augljós?

Comments are closed.